Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 251
249
RAeUNRUTRFUNDUR 2002
Forræktun fyrir korn
Jónatan Hermannsson og Hólmgeir Bjömsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
YFIRLIT
Gerð var tilraun með mismunandi forræktun fyrir bygg á Korpu sumurin 2000 og 2001. Sem forvöxtur voru
reyndar fimm tegundir einærra og tvíærra nytjajurta. Bygg reyndist lakastur forvöxtur fyrir bygg, en aðrar
tegundir nokkuð jafiigóðar. Munurinn var rakinn til áburðaráhrifa. Bygg, sem ræktað var annað árið í röð á sama
stað, þurfti aukalega 40 kg N/ha til að skila sömu uppskeru og bygg í sáðskiptum. Illgresiseyðingarlyfið Afalon
reyndist skaðlaust fyrir bygg árið eftir notkun þess.
MEGINMÁL
Reynslan sýnir að bygg sprettur ekki eins vel í samfelldri ræktun og það gerir í sáðskiptum.
Erlendis þykja þetta almælt sannindi og rannsóknir staðfesta það. Því er bygg ræktað í sáð-
skiptum við annan nytjagróður ef þess er nokkur kostur (sjá t.d. Kvist og Olsson 1989). Hér á
landi hafa áhrif sáðskipta eða síræktunar á uppskeru byggs sáralítið verið könnuð (Jónatan
Hermannsson 1998). Til að fá vísbendingu um viðfangsefiiið var gerð tilraun á Korpu árin
2000 og 2001. Leitað var svara við fjórum spumingum:
1. Hversu mikið minnkar uppskera byggs við ræktun á sama stað tvö ár i röð?
2. Hver er ástæðan fyrir uppskerurýmun byggs?
3. Hvaða forvöxtur skilar bestri bygguppskem árið eftir?
4. Illgresiseyðingarlyfið Afalon er notað við kartöflu- og línrækt. Geta leifar þess í jarð-
vegi tafið spímn byggs árið eftir eða dregið úr uppskem?
Tilraunin hófst vorið 2000. Tilraunalandið var mólendi, tún sem hafði verið plægt vorið
1998 og verið opið en ónotað síðan. Fyrra árið vom ræktaðar fimm tegundir nytjajurta i 100
m2 stórreitum; einær lúpína, lín, vetrarrepja, sumarrýgresi og bygg. Samreitir vom tveir. Sáð
var 28. maí. Áburður var Græðir, 5 nema á lúpínu, hún fékk einungis 30 kg P/ha og 50 kg
K/ha í þrífosfati og kalíi. Línreitir vom úðaðir með Afaloni, 30 ml/100 m2, strax eftir sáningu.
Byggið var skorið 27. september, allt annað var slegið 4. október. Allt var hirt af reit-
unum eftir slátt. Reitimir vom plægðir þá um haustið og það eina af vexti ársins sem niður fór
vom svörður og rætur.
Tölur um laust nitur í jarðvegi em birtar hér í 1. töflu, þótt þær segi ekki mikið um nitur-
ffamlag jarðvegs sumarlangt. Nitur í jarðvegi skiptist þannig að þriðjungur var ammoníak en
tveir þriðju
nítrat.
Mjög var
mismunandi
eftir tegundum
hvemig nitur
úr áburði skil-
aði sér í
uppskem. Til
viðbótar við
mælt nitur í
1. tafla. Uppskera úr forræktun fyrir bygg á Korpu sumarið 2000. í aftasta dálki er laust
nitur í jarðvegi eins og það mældist í maí vorið 2001.
Tegund Fræ kg/ha Áburður kgN/ha Uppsk. hkg þe./ha N í uppsk. % af þe. Uppsk. kg N/ha Nuust í jarðv. kg/ha
Lúpína 200 0 30,3 2,4 73 14
Lín 120 60 28,2 1,8 52 17
Repja 10 180 72,7 2,1 151 18
Rýgresi 40 120 50,5 2,2 113 18
Bygg 200 60 71,6 113 13
þar afhálmur 39,6 1,1 43
þar af kom 32,0 2,2 70