Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 255
253
frymi og frumukjami og í safabólum eru sykrur o.fl. uppleyst efiii. Ef við lesum af
skýringarmyndinni og berum saman vallarfoxgras og ítalskt rýgresi með 70% meltanleika
(0,7) fæst að frumuinnihald þessara tegunda er 290 og 420 g/kg (29% og 42%) í sömu röð
talið. Sé reiknað með 100% meltanleika á frumuinnihaldinu er meltanleiki annars efnis, þ.e.
frumuveggja, 58% hjá vallarfoxgrasi og 48% hjá rýgresi. Þótt ekki megi gefa sér að þetta sé
nákvæmlega réttur samanburður á þessum grösum eins og þau koma fyrir í ræktun á íslandi
sýnir hann að rýgresi heldur að töluverðu leyti meltanleikanum þótt fiumuveggir tréni.
Vallarfoxgras er hins vegar ríkt af frumuveggjum sem halda tiltölulega vel meltanleika sínum
miðað við önnur grös. Þetta auðmelta frumuinnihald er einkum uppleystar sykrur í safabólum.
Þær, ásamt fleiru, gera það að verkum að rýgresi er mjög lostætt og eftirsótt af búfé. Miklu
frumuinnihaldi í rýgresi fylgir að prótein helst hátt þótt það tréni, en því fylgir einnig hátt
innihald af vatni. Ríkulegt magn af sykrum tryggir góða verkun, en forþurrkun er mjög
mikilvæg í rúlluverkun til þess að safinn renni ekki burt, auk þess sem hún léttir mjög
meðferð fóðursins.
RÆKTUN Á ÍSLANDI
Þróunina í ræktun einærs rýgresis
á íslandi má ráða allvel af tölum
um innflutning fræs, sjá 2. mynd.
Ekki er fýrir það að synja að
einhveijar skekkjur geti verið ein-
stök ár. Stundum geymist fræ
milli ára og eykur það sveiflur.
Nokkur samdráttur varð eftir að
styrkur á ræktun grænfóðurs var
felldur niður. Seinustu árin hefur
verið töluverð aukning og má ætla
að ræktunin sé farin að nálgast tvö
þúsund hektara á ári. Sundurliðun
á deilitegundir er ekki tiltæk
fyrstu árin. Sumarrýgresi er
ræktað meira en vetrarrýgresi, en
hlutur vetrarrýgresis fer vaxandi
og var 38% s.l. sumar.
Ýmislegt hefur verið skrifað um ræktun og nýtingu rýgresis. Fátt af því verður nefnt hér.
Nefha má ræktun rýgresis i blöndu með öðrum tegundum (Þóroddur Sveinsson 1997). Til-
gangurinn getur verið að auka affakstur af landinu, en með samræktun er einnig leitast við að
fá fóður sem hentar sem nákvæmast þörfum búfjárins. Við verkun rýgresis í heyrúllum og
geymslu verður mikið tap á meltanlegu þurrefiii og næringargildi rýgresisins ef forþurrkun
verður ekki komið við og forðast ber að geyma rúllumar lengi (Þóroddur Sveinsson og Bjami
E. Guðleifsson 1999). Vegna þess hve rýgresi er auðugt af auðleystum sykmm á ömgg
verkun að nást með góðri forþurrkun og vönduðum vinnubrögðum. Þá er slegið áður en mikið
er sprottið, um 20 hkg þe./ha, dreift vel úr og snúið og hirt innan sólarhrings. Með samræktun,
t.d. með byggi, má auka þurrefni og nokkur aukning á tréni getur e.t.v. verið æskileg. Sam-
ræktun með káli eykur steinefhi. Til beitar mun rétt að nota það rýgresi sem hefur mest gæði,
þ.e. vetrarrýgresi, og ferlitna ffemur en tvílitna.
Yrki á markaði
Rýgresi er mikið ræktað víða um lönd og mikið selst af fræi. Rýgresi er breytileg tegund.
2. mynd. Árlegur innflutningur ffæs af einæru rýgresi, tonn á ári.
Unnið úr upplýsingum frá Aðfangaeffirlitinu og forverum þess.