Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 256
254
Kynbætur eru því stundaðar með góðum árangri og ný yrki koma ört á markað. Völ er á
yrkjum sem henta við mismunandi aðstæður eða ræktunarkerfi. Um eða upp úr miðri öldinni
komu ferlitna yrki á markað. Við tvöföldun litninga verður ekki aðeins frumukjaminn stærri
heldur fruman öll, plantan öll grófgerðari og blöðin breiðari og liturinn dekkri. Hlutur frumu-
innihaldsins verður því enn meiri og þar með ýmsir þættir fóðurgæða. Ný yrki, sem koma á
markað, eru nú flest ef ekki öll ferlitna, en tvílitna yrki eru þó enn ræktuð. í leiðbeiningum
um sáðmagn hér á landi hefiir þess ekki verið gætt fyrr en nú á seinustu árum að taka tillit til
þess að fræ af ferlitna rýgresi er allt að helmingi þyngra en fræ af einlitna rýgresi. Sáðmagn
þarf því að vera hátt í tvöfalt.
Frá því að lög um fræeftirlit voru fyrst sett árið 1971 hefúr sáðvörulisti verið gefinn út
árlega þótt hann hafi hvað eftir annað breytt um snið (Hólmgeir Bjömsson 1996). Frá upphafi
var mælt með Billion og Tewera af sumarrýgresi og EF 486 Dasas og Tetila af vetrareinæru.
Arið 1983 var bætt við Barspectra sumarrýgresi og Prima Roskilde vetrarrýgresi. Dönsku
yrkin EF 486 Dasas og Prima Roskilde em tvílitna, en hin yrkin ferlitna. Þegar breytt var um
form á útgáfú listans 1995 og fyrst gefið út rit með heitinu Nytjaplöntur á íslandi var talin
ástæða til að bæta við nýrri yrkjum. Framboð á markaði er breytilegt og því þurfa inn-
flutningsaðilar að geta valið um nokkur yrki. Heimilda var leitað í norskan yrkislista og
norskar tilraunaniðurstöður og sérstaklega aðgætt hvemig yrkin hefðu reynst í Norður-Noregi
og í fjallahéruðum. Munur yrkja felst oft í mismunandi vetrar- eða sjúkdómsþoli. Almennt er
munur á uppskeru yrkja lítill þegar um er að ræða einærar gróffóðurtegundir. Því er lítil
áhætta að styðjast við norskar niðurstöður, skilyrði til ræktunar em þar víða nokkuð lík því
sem gerist hér á landi. Þeim yrkjum, sem hér henta, er jafnan lýst sem fljótum eða mjög
fljótum og þau talin henta við stuttan vaxtartima. Ur norska listanum vom valin sex yrki af
sumarrýgresi og sjö af vetrarrýgresi og bætt á listann, en Billion og Prima Roskilde vom tekin
af listanum. Barspectra var fljótt mikið ræktað og frá 1992 hefúr jafnan verið mest flutt inn af
því. Sum árin hefúr það verið meira en helmingur alls fræs af einæm rýgresi og samkvæmt
upplýsingum frá framleiðanda er það í fremstu röð víðast hvar í heiminum. Af yrkjum sem
bættust við á listann 1995 hafa sex verið flutt til landsins, einkum Barmultra (vetraryrki),
Andy og Clipper (sumaryrki), en áður hafði Baroldi flust nokkuð þótt ekki væri á lista.
Við endurskoðun listans í ár vom felld niður nokkur yrki sem hafa verið felld niður af
norska listanum (Statens landbmkstilsyn 2001), þijú af hvorri deilitegund, þar á meðal bæði
Tewera og Tetila sem höföu verið á listanum samfellt í 30 ár (Áslaug Helgadóttir 2001).
Tetila er þó enn fáanlegt og i rauninni er fátt sem bendir til þess að það sé umtalsvert lakara
en önnur yrki af vetrarrýgresi. Barspectra, Barmultra og EF 486 Dasas er haldið, þó að þau
séu ekki á norska listanum. Á listann var bætt tveimur yrkjum af vetrarrýgresi, sem hafa verið
prófúð hér á landi og sagt er frá hér á eftir, en ekki var tekin afstaða til yrkja af sumarrýgresi
þar sem niðurstöður mælinga á meltanleika lágu ekki fyrir. Því er gert ráð fyrir að yrkisval
verði endurskoðað að ári.
Eldri tilraunir
Bjami E. Guðleifsson og Matthías Eggertsson (1984) drógu saman niðurstöður um saman-
burð á grænfóðurtegundum. Sömu höfúndar gerðu grein fyrir tilraunum með áburð á rýgresi
(Bjami E. Guðleifsson og Matthías Eggertsson 1976). Á ámnum 1980-90 vom gerðar alls 15
tilraunir þar sem yrki af einæru rýgresi vom borin saman, auk nokkurra tilrauna þar sem
uppskera var ekki mæld. Þessar tilraunir em að mörgu leyti ósamstæðar, en þó má finna
ýmislegt sameiginlegt, einkum í átta tilraunum frá 1989-90. í tilraunum á Hvanneyri 1992 til
1994 má finna samanburð yrkja þótt tilgangur þeirra sé einkum annar. Þessar tilraunir vom
ekki nógu umfangsmiklar eða samstæðar til að draga af þeim miklar ályktanir og val yrkja í
tilraunimar er að nokkm leyti úrelt svo að niðurstöðumar hafa takmarkað gildi nú.