Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 258
256
Arfi var töluverður í sumum tilraunanna í 1. sl., aðallega í vetrarrýgresi. Rýrir hann gildi
uppskerumælinga. Hann var greindur í sýnum í tilraunum á Korpu 2000 og 2001, þó ekki
sömu reitum og slegnir voru og ekki um leið og slegið var. Mældist hann 33% af uppskeru
sumarrýgresis 2000 og 1,8% 2001, en af vetrarrýgresi 45% 2000 og 4,0% 2001. Aríi var
talinn mim minni í reitunum sem voru notaðir til uppskerumælinga 2000 heldur en þeim sem
sýni voru tekin úr. Sumarið 2000 var arfi einnig greindur í einum samreit af þremur í Stóra-
Ármóti og reyndist 5% í sumarrýgresi og 9% í vetrarrýgresi.
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNA
í 2. töflu er mat á árangri yrkja að meðaltali í öllum tilraunum þegar tekið hefur verið tillit til
þess að nokkur yrki voru ekki í þeim öllum. Sýni voru einnig tekin til mælingar á meltanleika,
en niðurstöður liggja ekki fyrir nema að litlu leyti. Niðurstöður voru gerðar upp hjá hvorri
deilitegund um sig og víxlverkun yrkja við tilraunir notuð sem skekkja. Hjá sumarrýgresi var
þessi víxlverkun uppskeru lítið meiri en meðaltal tilraunaskekkjunnar og því ekki marktæk.
Helst er að niðurstöður frá Möðruvöllum 2000 séu lítils háttar frábrugðnar öðrum. Mesta
uppskeru hefur Condado gefið, marktækt meira en nokkurt hinna. Meðaltölin eru nokkuð
breytilegri i 1. en 2. sl. og þá gefur Gipsyl mesta uppskeru, en það gefur minnsta uppskeru í 2.
sl. Minnsta uppskeru hefur Sabroso gefið, en það var seint til eftír sáningu í a.m.k. einni
tilraun. Þótt þau yrki, sem hér hafa verið ræktuð áður, Barspectra og Andy, hafi gefið mark-
tækt minni uppskeru en Condado er uppskerumunurinn aðeins um 2,0 hkg/ha og aðrir kostir
gætu vegið hann upp.
2. tafla. Tilraunir með með samanburð á yrkjum af einæru rýgresi 1999-2001. Niðurstöður mælinga á einstökum
yrkjum.
Yrkis- hafía) Hey, hkg/ha 1. sl. 2. sl. Alls Arfi 0-10 4 tilraunir Þurrefni, % l.sl. 2. sl. Stöngul- hlutfall %
Sumareinært
Barspectra Bar. 35,9 28,1 64,0 2,2 11,4 13,5 47,4
Barturbo Bar. 35,1 27,6 62,7 2,5 11,4 13,3 47,8
Sabroso Bar. 33,4 27,6 61,0 2,6 11,4 13,5 49,9
Condado Zel. 37,0 29,0 66.0 2,3 12,1 13,5 50,2
Helga Pla. 34,2 28,0 62,2 2,3 11,4 13,5 -
Gipsyl Joor. 38,1 25,8 63,9 1,6 13,0 15,1 58,3
Andyb) DP 35,1 28,8 63,8 2,2 11,4 13,5 47,8
Staðalsk. mism.b> 0,83 0,73 0,81 0,30 0,28 0,23 1,44
Vetrareinært
Barmultra Bar. 27,6 30,0 57,6 5,4 11,8 14,8 16,6
Barextra Bar. 26,5 30,4 56,9 4,6 11,7 14,3 22,0
Barilia Bar. 28,9 30,2 59,1 4,4 12,3 14,7 21,5
Danergo DP 28,8 31,9 60,7 3,7 11,6 14,3 22,1
EF 486 Dasasb) DP 33,0 29,4 62,4 3,6 13,2 16,1 21,B
Staðalsk. mism. h> 0,80 0,94 1,35 0,26 0,25 0,22 1,85
a) Bar. = Barenbrug Holland B.V., Hollandi. DP = DLF-Trifolium A/S, Danmörku.
Joor.= J. Joordens’Zaadhandel B.V., Hollandi. Pla. = Planteforsk, Noregi.
Zel. = Zelder B.V., Hollandi.
b) Þtjú yrki voru ekki í öllum tilraununum og á staðalskekkja mismunarins ekki við samanburð við þau.
Uppskerumunur yrkja af vetrarrýgresi er nokkru meiri og víxlverkun yrkja við tilraunir er
marktæk. Er það að mestu eða öllu leyti vegna þess að á Möðruvöllum gaf 2. sl. 2000
niðurstöðu sem víkur töluvert frá öðrum tilraunum. Stendur það e.t.v. í sambandi við það að