Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 259
257
sú tilraun gaf meiri uppskeru en aðrar tilraunir, einkum i 2. sl. Þetta ffávik felst einkum í
mikilli uppskeru af Danergo og lítilli af Barilia miðað við önnur yrki, en einnig gaf Barmultra
tiltölulega mikla uppskeru i þessari tilraun. Tvílitna yrkið EF 486 Dasas er uppskerumest og
hefur það nokkra yfirburði í 1. sl. Uppskerumæling á vetrarrýgresi er fremur óviss í 1. sl.
vegna þess að þá gætir oft arfa. Sá uppskerumunur, sem fram kemur í 1. sl., gæti endur-
speglað mismunandi þrótt yrkjanna til að standast samkeppni við arfa, sjá hér á eftir. í 2. sl.
gætti arfa hins vegar ekki og þá var ekki umtalsverður munur yrkja, nema í einni tilraun eins
og áður getur.
Stöngulhlutfall
í aftasta dálki 2. töflu eru niðurstöður mælinga á stöngulhlutfalli í tilraununum á Korpu 2000
og 2001. Tekin voru sýni úr einni endurtekningu 2000 og tveimur 2001. Sýni voru tekin allt
að fimm sinnum með viku millibili og meðaltal mælinga á hveijum reit reiknað. Sýndar eru
niðurstöður uppgjörs þar sem unnið er úr gögnunum eins og um væri að ræða eina tilraun
með þrem endurtekningum. Úr sumarrýgresi voru tekin sýni fjórum sinnum 2000 og fimm
sinnum 2001. Gipsyl sker sig úr með hærra hlutfall en önnur yrki, en ekki er marktækur
munur milli annarra yrkja. Gipsyl skríður líka fyrr og meira en önnur yrki. Stöngulhlutfallið
eykst ört þegar líður á sumarið, úr 42% i 75% á þrem vikum frá 24.7. til 14.8. 2000, meðan
uppskeran vex úr 18 i 69 hkg/ha, og úr 20% í 64% á fjórum vikum frá 25.7. til 22.8. 2001,
meðan uppskeran vex úr 6 í 36 hkg/ha. Það er hæst hjá Gipsyl allan tímann. Stöngulhlutfallið
var einnig mælt haustið 2000 og var það 47% eftir slátt 1.8., mælt þrisvar, og 33% eftir slátt
14.8., mælt einu sinni, en munur yrkja óviss.
Úr vetrarrýgresi voru tekin sýni tvisvar sumarið 2000 og fimm sinnum 2001. Stöngul-
hlutfallið vex hægt þegar líður á, var 22% og 24% í mælingum sumarið 2000 og óx úr 16% í
25% á þrem vikum frá 8.8. til 29.8. 2001. Mælingu 5.9. 2001 er sleppt úr meðaltölum.
Stöngulhlutfallið hefur mælst lægra hjá Barmultra en öðrum yrkjum, en að öðru leyti er
mismunur yrkja ekki marktækur. Haustið 2000 var hlutfallið 23% eftir slátt 1.8. og 11% eftir
slátt 14.8. Barmultra var einnig með lægst hlutfall um haustið.
Mat á arfa
í 2. töflu kemur fram mat á arfa í 1. sl. að meðaltali í fjórum tilraunum, Korpu og Stóra-
Ármóti 1999 og á Möðruvöllum 2000 og 2001. Niðurstöður sýna minni arfa í Gipsyl en
öðrum sumaryrkjum og er það vitnisburður um hve fljótt þetta yrki er. Af vetrarrýgresi er
mestur arfi í Barmultra. Var þessi munur áberandi í tilrauninni á Korpu, mátti þetta yrki heita
komið á kaf í arfa við 1. sl. 1999, og í öðrum tilraunum hefur komið ffarn sambærilegur
munur yrkja þótt arfinn væri ekki eins mikill. Minnstur hefur hann verið í Danergo og EF 486
Dasas. Þess ber þó að gæta að siðar talda yrkið var aðeins í tveimur þessara tilrauna og að það
gæti hafa notið þess í samkeppninni við arfann að sáðmagn var tiltölulega mikið, notað var
jafnmikið sáðmagn þótt um tvílitna yrki sé að ræða.
Hlutfall þurrefnis
Loks er í 2. töflu sýnt meðaltal þurrefnis einstakra yrkja. Þótt arfi hafi stundum verið
töluverður í vetrarrýgresi virðist hann hafa haft lítil áhrif á þurrefnisprósentu. Nokkru munar á
yrkjum. Gipsyl er mun þurrefnsiríkara en önnur yrki af sumarrýgresi í báðum sláttum, og í 1.
sl. er Condado einnig þurrefnisríkara en þau sem enn eru ótalin. Bendir hærra hlutfall
þurreftiis til hærra hlutfalls stoðvefjar og er það í samræmi við hátt hlutfall stönguls i Gipsyl.
EF 486 Dasas er eina tvílitna rýgresið. í því eru frumur smærri og frumuveggir mynda því
hærra hlutfall þurrefnis. Því kemur ekki á óvart að það skuli hafa hæst hlutfall þurrefnis. Af
öðru vetrarrýgresi er hæst hlutfall í Barilia i 1. sl. í 2. sl. er munurinn minni og óvissari og þá
er Barmultra með svipað hlutfall og Barilia.