Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 260
258
ÁLYKTANIR
Niðurstöður mælinga á meltanleika liggja ekki fyrir nema að litlu leyti. Með þeim fyrirvara
eru helstu niðurstöður um einstök yrki sem hér segir.
Sumarrýgresi
Condado hefur gefíð mesta uppskeru í tilraunum þeirra yrkja sem prófuð voru. Nokkrar
vísbendingar eru um að það sé fljótara til að mynda stöngul og þar með tréna og missa
fóðurgildi en flest hinna. Skýrust er hærra hlutfall þurrefnis í 1. sl. Stöngulhlutfall er ekki
marktækt hærra en hjá þeim sem hafa það lægst, en í fyrstu mælingum var það þó hærra.
Condado telst álitlegt yrki til ræktunar á Islandi. Barspectra og Andy eru yrki sem hafa verið
ræktuð hér á landi, einkum það fyrrtalda. Þau hafa reynst mjög áþekk í þessum tilraunum.
Uppskeran er heldur minni en af Condado, en gæði 1. sl. e.t.v. aðeins meiri. Mælt er með
þessum yrkjum báðum. Barturbo hefur reynst mjög sambærilegt Barspectra og Andy, en
tekur þeim ekki fram að neinu leyti. Ekki er því nein sérstök ástæða til að mæla með því, en
það gæti komið til greina ef fræ skortir. Helga reyndist einnig mjög svipuð þessum yrkjum,
en er ekki á markaði. Sabroso hefur gefið minnsta uppskeru en er sambærilegt að gæðum við
þau sem talin voru hér á undan. Samkvæmt upplýsingum ffá ffamleiðanda er það ætlað fyrir
heldur lengri vaxtartíma en Barspectra. Ekki er mælt með því til ræktunar á íslandi og sú varð
einnig niðurstaða prófunar í Noregi (Molteberg og Enger 2000). Gipsyl hefur mesta sérstöðu
þeirra yrkja sem prófuð voru. Það er fljótast til þótt uppskera sé ekki marktækt meiri í 1. sl. en
af Condado. Það myndar mikinn stöngul og skríður snemma. Stöngull rýgresis trénar fljótt og
meltanleiki verður því tiltölulega lágur í 1. sl. Óvíst er að það dugi að slá snemma. Vegna
þess hvað það er fljótt til er það ennþá harðara í samkeppni við arfa en önnur yrki af
sumarrýgresi. Ekki er hægt að mæla með Gipsyl sem grænfóðri.
Á lista yfir yrki, sem mælt er með til ræktunar 2002 eru Andy, Barspectra, Clipper, Major
og Wesley, allt ferlitna yrki (Áslaug Helgadóttir 2001). Þijú þau síðast töldu hafa ekki verið
reynd í tilraunum hér á landi. Niðurstöður þeirra tilrauna, sem hér er sagt frá, voru ekki
notaðar við gerð listans þar sem niðurstöður mælinga á meltanleika vantaði að mestu. Miðað
við þær niðurstöður, sem þegar liggja fyrir, má ætla að Condado verði bætt á listann næsta ár.
Af yrkjum á opinberum lista í Noregi (Statens landbrukstilsyn 2001) má nefiia Caremo og
Primora sem virðast nokkuð sambærileg við Condado í norskum tilraunum, þótt aðeins sé um
óbeinan samanburð að ræða. Þessi yrki gætu átt erindi á íslenska listann. Einnig gæti komið
til greina að taka Baroldi (Barwoldi) að nýju á listann. Það er tvílitna og reyndist nokkuð vel í
eldri tilraunum hér á landi.
Vetrarrýgresi
EF 486 Dasas hefur gefið mesta uppskeru af vetrarrýgresi. Samanburðurinn er e.t.v. ekki
alveg hlutlaus. Það er tvílitna og því var sáð þéttar en öðrum yrkjum. Það er þurrefnisríkara
og fóðurgæði eru væntanlega heldur minni þess vegna. Það mun hafa nokkra tilhneigingu til
að mynda strá og skriða að haustinu og við það fellur meltanleikinn væntanlega. Barextra,
Barilia og Danergo eru öll með svipað stöngulhlutfall. Barextra hefur gefið minnsta
uppskeru í 1. sl. og Barilia hæsta þe.% i báðum sláttum. Það er i sjálfu sér kostur, en getur
bent til minni meltanleika. Barilia er í prófun í Noregi. Fyrstu tvö árin hefur það ekki sýnt
neina yfirburði. Barextra og Danergo voru tekinn á íslenska listann 2002, en eru ekki á norska
listanum. Óvíst er að rétt sé að halda Barextra á listanum. Barmultra er með lægst
stöngulhlutfall þeirra yrkja, sem prófuð voru, og hefur að því leyti sérstöðu. Það virðist seint
til og stenst illa samkeppni við illgresi. Það getur átt rétt á sér í ræktun þar sem sérstök áhersla
er lögð á gæði og skilyrði til ræktunar eru örugg.