Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 262
260
RAÐUNRUTflFUNDUR 2002
Vallarfoxgras (Phleum pratense L.) og vallarsveifgras (Poa pratensis L.)
sem svarðarnautar með hvítsmára (Trifolium repens L.)
Aslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
YFIRLIT
Undrom hvítsmári var ræktaður í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi annars vegar og Fylkingu vallarsveifgrasi
hins vegar. Bomar vom saman mismunandi sláttumeðferðir og misstórir steinefnaskammtar (P og K). Vallar-
foxgrasblandan gaf að jafiiaði meiri heildamppskem en vallarsveifgrasblandan, en hlutur smára í heildampp-
skem var minni. Sláttumeðferð vallarsveifgrasblöndunnar haíði hvorki áhrif á heildamppskem né hlutdeild
smára í heyfengnum. Vallarfoxgrasið þoldi hins vegar illa tiðan slátt. Þar fékkst minnst uppskera og sáðgresið
entist illa. Því er ekki unnt að mæla með því að vallarfoxgrasi sé sáð með hvítsmára sem nýta á reglulega yfir
sumarið. í sæmilega fijósömum jarðvegi virtust hóflegir skammtar fosfórs og kalís duga hvítsmára miðað við þá
uppskem sem fékkst.
INNGANGUR
Hvítsmári er ein algengasta tegund fjölærra fóðurbelgjurta sem ræktuð er í nágrannalöndum
okkar. Með ræktun fjölærra belgjurta má draga úr notkun tilbúins nituráburðar, minnka út-
skolun næringarefna út í umhverftð og bæta fóðurgæði. Einn meginvandinn við nýtingu þeirra
hér á landi sem annars staðar er hversu óáreiðanlegar þær eru í ræktun. Hlutdeild þeirra í
sverði er breytileg eftir því hvenær er sumars og auk þess sveiflast uppskera þeirra milli ára.
Meðferð smáratúns ræður miklu um þá uppskeru sem næst af túninu og einnig hefúr hún áhrif
á það hvemig smárinn endist i sverðinum. Hér hafa ýmsir þættir áhrif og má nefiia sláttumeð-
ferð og áburðargjöf.
Hvítsmári er ávallt ræktaður í blöndu með grasi. Æskilegt er að vaxtarferill tegundanna
tveggja falli vel saman til þess að hlutdeild þeirra i uppskeru sé ekki of breytileg yfir sumarið.
í löndunum í kringum okkur er algengast að sá hvítsmára með fjölæru rýgresi (Frame and
Newbould 1985), en það er tæpast nógu vetrarþolið við okkar aðstæður. Því er vafasamt að
treysta á endingu þess í sverðinum. Það er því brýnt að finna aðra svarðamauta sem henta
vaxtarlagi hvítsmárans, en gefa jafhffamt mikla og góða uppskeru. Vallarfoxgras gefur bæði
meiri uppskeru og betra fóður en aðrar grastegundir á norðurslóð (Áslaug Helgadóttir og
Jónatan Hermannsson 2001). Það er þó ekki víst að það henti neitt sérstaklega vel sem svarð-
amautur með hvítsmára. Mestur hluti uppskemnnar næst fyrri hluta sumars og endurvöxtur
norðlægra yrkja er mjög takmarkaður. Hvítsmári er hins vegar frekar seinn til á vorin, en
verður ríkjandi í uppskem er líða tekur á sumarið (Áslaug Helgadóttir og Þórdís A. Kristjáns-
dóttir 1993). Sláttumeðferð túnsins getur haft afgerandi áhrif á samkeppni milli smárans og
svarðamautsins, einkum ef vaxtarferill þeirra er ólíkur, og stjómað bæði þeirri uppskem sem
af túninu fæst og endingu sáðgresisins. Hvítsmára lætur best að slá nokkuð reglulega yfir
sumarið, en endingu vallarfoxgrass gæti verið nokkur hætta búin við slíka meðferð, einkum ef
fyrsti sláttur er tekinn snemma (Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir 1991).
Almennt er talið að bera þurfi á stærri skammta steinefiia á smára en gras, þar sem
smárinn keppi illa við gras um upptöku þeirra úr jarðvegi (Frame o.fl. 1998). Því hefur fram
að þessu verið ráðlagt að bera ríflega á af steinefnum og hefur verið miðað við 60 kg P og 83
kg K ha- 1 (Áslaug Helgadóttir og Þórdís A. Kristjánsdóttir 1998). Steinefnaáburður er dýr og
því er brýnt að kanna hvort minnka megi þá skammta sem ráðlagðir hafa verið.