Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 264
262
Almennt skiluðu stærri skammtar en 20 kg P ha-1 og 30 kg K ha'1 litlum uppskeruauka
(3. tafla) og juku ekki hlutdeild hvítsmára í sverðinum í vallarfoxgrasblöndunni. Sama var
uppi á teningnum í vallarsveifgrasblöndunni (niðurstöður ekki sýndar). í sumum tilfellum
mátti þó merkja
nokkra svörun
fyrir fosfóráburð.
Kom hún einkum
fram þegar mæld
var upptaka fos-
fórs, en þó enn
frekar við upp-
töku kalsíums.
Heildaruppskera
niturs var rétt
tæplega 100 kg
N ha-1 að jafn-
aði.
3. tafla. Uppskera árin 1997-1999 og efhainnihald uppskeru árið 1999 úr tilraun með
hvítsmára í blöndu með vallarfoxgrasi við misstóra steinefnaskammta.
1997 Uppskera t þe. ha"1 1998 1999 Meðaltal Upptaka og niturbinding kg ha"1 N Ca P K
20P-30K 5,3 4,5 4,4 4,7 96 23 12 102
20P-70K 5,3 4,6 4,5 4,8 98 25 13 98
40P-30K 5,4 4,6 4,2 4,7 97 25 14 106
40P-70K 5,4 4,9 4,5 4,9 102 31 14 106
Hlutfallslegur uppskeruauki fyrir mesta
steinefnaáburðinn, 20P-30K = 100
102 108 103 105 105 135 115 104
Tilraun þessi sýndi berlega að betra er að rækta hvítsmára með vallarsveifgrasi en vallar-
foxgrasi. Vallarfoxgras vex mjög hratt ffarnan af sumri en gefur lítinn endurvöxt síðsumars.
Það þolir illa að vera slegið oft yfir sumarið og einkum ef fyrst er slegið fyrir eða um skrið.
Vallarsveifgras sprettur hins vegar jafnt og þétt yfir sumarið og er lítt háð sláttumeðferð. Það
endist betur og veitir smáranum ekki eins mikla samkeppni. Vallarsveifgras og hvitsmári eiga
því ágætlega saman en heildaruppskera blöndunnar mætti þó vera meiri.
Lítill vaxtarauki fékkst fyrir stærri steinefnaskammtana í þessari tilraun. í sæmilega
fijórri jörð er því ástæðulaust að bera á meira en sem nemur 20 kg P ha“' og 30 kg K ha_1,
einkum ef smárinn er ræktaður með vallarsveifgrasi.
ÞAKKARORÐ
Tilraun þessi var hluti umfangsmikilla rannsókna á hagnýtingu fóðurbelgjurta í islenskum landbúnaði sem
Rannsóknarráð íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrktu á árunum 1998-2001.
HEIMILDIR
Áslaug Helgadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1993. Ræktun hvítsmára. Ráðunautaíúndur 1993, 188-195.
Áslaug Helgadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1998. Ræktun rauðsmára. Ráðunautafúndur 1998, 89-98.
Frame, J. & Newbould, P., 1986. Agronomy of white clover. Advances in Agronomy 40: 1-88.
Frame, J., Charlton, J.F.L. & Laidlaw, A.S., 1998. Temperate Forage Legumes. CAB Intemational, Wallingford,
UK, 327 s.
Jónatan Hermannsson & Áslaug Helgadóttir, 1991. Ahrif meðferðar á endingu vallarfoxgrass. Ráðunautafúndur
1991,79-86.