Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 265
263
RAÐUNflUTRFUNDUR 2002
Gulrófur í tilraunum 2001
Jónatan Hermannsson og Jón Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
YFIRLIT
Árlega eru ræktuð um 1200 tonn af gulrófum hér á landi. Rófuakrar eru um 60 hektarar að flatarmáli. Að lang-
stærstum hluta er notað norska yrldð Vige. Eitt íslenskt yrki er á markaði, Sandvíkurrófan, og er um fjórðungur
ræktunarinnar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Félag gulrófhabænda hafa staðið saman að rannsóknum á
gulrófum undanfarin ár með styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. í ár var komið að því að kanna hvort fyrir
fyndust á markaði betri gulrófuyrki en hér hafa verið notuð. Niðurstöður gáfu tilefni til að mæla með Mariu-
bakkarófu til viðbótar við þau tvö yrki sem nú em ræktuð.
EFNIVIÐUR
Haít var samband við fræræktendur og kynbótamenn í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi
og Eistlandi. Reynt var að hafa upp á hveiju því yrki er á markaði var. Alls íundust 12 yrki
erlend, 3 íslensk voru lögð við og urðu þau þá 15 alls.
Eftirtalin yrki fengust í prófun:
• Frá Skotlandi:
• Frá Finnlandi:
• Frá Noregi:
• íslensk:
Airlie, Brora, Invitation og Virtue.
Simo.
Bangholm/Olsgárd, Gry, Kvimar, Steinhaug, Vige, Vigod og V-23.
Maríubakkarófa, Ragnarsrófa og Sandvíkurrófa.
Yrkin Vigod og V-23 eru úrval úr Vigerófunni, einræktuð og arfhrein. Þau eru ekki enn
komin á markað, en eru talin lofa mjög góðu þar í landi. Ragnarsrófa og Maríubakkarófa eru
ekki heldur á markaði eins og er, en stefht er að ræktun fræs af þeim. Fræ af öðrum yrkjum á
að vera fáanlegt.
Tilraunin var í tvennu lagi. Á Korpu voru ræktaðar pottarófur, sáð var í potta 5. maí, rófur
voru settar út 12. júní og teknar upp 30. ágúst. Rófumar voru í beði, 12 rófur/m2. Á Hrauni í
Ölfusi var sáð beint í akur 15. maí og tekið upp 20. september. Sáð var í raðir með 60 sm
millibili, 7 rófur á lengdarmetra, ef allt spíraði, eða um það bil 12 rófur/m2. Á spírun varð
sums staðar misbrestur og á Hrauni reyndust 9 rófur/m2 að meðaltali, en misjafht eftir yrkjum.
Fyrirliggjandi fræ af Maríubakkarófu og Ragnarsrófu spíraði illa og kom það niður á upp-
skeru bæði á Hrauni og Korpu. Á báðum stöðum voru rófumar varðar fyrir kálmaðki með
Birlane.
Allar niðurstöður, mældar og metnar, em birtar í 1. töflu.
NIÐURSTÖÐUR
Gulrófiiabændur selja uppskeru sína í verslunum og rófumar verða fyrst og fremst að standast
þær kröfur sem neytendur gera um bragð, lögun og lit. Uppskemmagn kemur í öðm sæti. Að
stærstum hluta em rófur ræktaðar þannig að þeim er sáð beint í akur í maí. Lítið eitt af rófum
er forræktað í pottum í gróðurhúsi. Fljótur þroski skiptir máli við fyrmefiidu ræktunaraðferð-
ina. Rófur geymast ekki vel nema þær hafi náð langt á þroskabrautinni og þurrefhishlutfall sé
orðið nokkuð hátt. Seinþroska rófúr geta gengið sem pottarófúr, þótt þær dugi ekki til sán-
ingar beint í akur.