Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 267
265
Fyrst var hugað að útliti. Sex yrki reyndust óhæf sem matrófur vegna útlits. Það voru
skosku yrkin öll og svo Gry og Steinhaug frá Noregi. Þau fyrstu fimm eru greinilega ætluð til
beitar. Rætur vaxa út úr rófunum allt upp á axlir og rófumar sitja sjálfsagt vel fastar í moldu
meðan búfé nagar þær ofan, en ekki er nokkur leið að taka þær upp því að mold fylgir. Rótar-
flókinn er auk þess svo mikill að ekki er hægt að snyrta þær svo að boðlegt þyki í búðum.
Auk þess hljóp Gry i njóla. Steinhaug hefur aftur á móti einhvem tímann verið matrófa, en
ffæið sem við fengum virtist vera til orðið við kynblöndun við repju og undirvöxtur var lítill
og vanskapaður.
Rauður litur á effi hluta rófu var metinn. Hann er alveg ótengdur bragði, en er söluvænn
að mati ræktenda. Eitt ágætt yrki, Simo, var alveg grænt. Ekki var sú vöntun látin fella Simo
út, en er ótvírætt ágalli.
Fimm manna smökkunarhópur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins mat bragð af róf-
unum hráum. Menn vom nokkuð sammála um rófumar, hverjar vom beiskar og hveijar sætar.
Ekki vom menn eins sammála um hvað væri gott og ekki gott. Meirihluti taldi nokkuð beiskar
rófur bestar, en þannig bragðast Vigerófan sem hefur verið ráðandi í neyslu hérlendis undan-
farin ár og Sandvíkurrófan er ekki ólík henni. Minnihluta smökkunarhópsins þóttu hins vegar
sætar rófur bestar, en þar var Bangholm/Olsgárd efst á blaði. Maríubakkarófan fór nálægt því
að gera báðum hópum til hæfis.
Eitt yrki féll á bragðprófmu. Það var V-23, smáar rófur og mjög fallegar útlits. Af þeim
var hins vegar óbragð svo mikið að ffágangssök var. Það var sjöunda yrkið sem strikað var út.
Átta vom þá eftir sem talist gátu matrófur við okkar skilyrði.
Af þessum átta yrkjum vom fimm lögð til hliðar af ýmsum orsökum. Kvimar var ekki
laus við að fara í njóla á Hrauni og var auk þess varla nógu vel löguð. Bangholm/Olsgárd
reyndist of seinþroska fyrir útisáningu og á Hrauni náðu rófumar ekki sölustærð. Tvö yrki
önnur vom líka heldur seinþroska fyrir útisáningu, það em Vigod og Simo. Þær rófur vom
mjög þurrefhisrýrar á Hrauni og áttu greinilega mikinn vöxt eftir við uppskem. Simo vantaði
auk þess litinn eins og áður segir. Vigod er hins vegar vel athugandi sem pottarófa. Ragnars-
rófan varð ekki fullreynd í þessum tilraunum, vegna þess hve ffæið var lélegt. Hún mun fá
annað tækifæri síðar.
Niðurstaðan verður sú að mælt er með þremur yrkjum til útiræktunar. Það em Vige,
Sandvíkurrófan og Maríubakkarófan. Tvær þær fyrmefndu sameinuðu góða uppskem, gott
bragð og viðunandi lögun. Þær em á markaði eins og er og ffæ hefur verið auðfengið. Maríu-
bakkarófan skilaði ekki mikilli uppskem i tilraununum, en þar mun um að kenna lélegu fræi.
Hún reyndist aftur á móti einstaklega vel löguð og bragðgóð. Maríubakkarófan er sama yrkið
og Kálfafellsrófan gamla. Hún verður nú þegar tekin til ffæræktar.