Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 268
266
RRÐUNAUTfifUNDUR 2002
Tilraunir með ræktun blómlauka á Suðurlandi
Bjöm Gunnlaugsson’, Halldór Sverrisson2 og Magnús Á. Ágústsson3
' Garðyrkjuskóli ríkisins
:Rannsóknastofnun landbúnaðarins
3Bœndasamtök íslands
YFIRLIT
Tilraunir með ræktun blómlauka til útflutnings hófúst sumarið 2000 og ræktun þeirra fer nú fram á fjórum
bæjum í V-Skaftafellssýslu. Auk blómlauka eru einnig gerðar tilraunir með ræktun á nokkrum tegundum af fjöl-
ærum jurtum í þeim tilgangi að flytja út af þeim rætur og hnýði. Þegar hafa verið settir niður liðlega 10.000
laukar og um 400 rætur og hnýði af fjölæringum og gert ráð fýrir að setja niður annað eins núna í sumar. Vöxtur
plantnanna að sumri er ágætur, en huga þarf að endurbótum í ræktunartækni til að draga úr afíollum að vetri.
INNGANGUR
Hugmyndir um að mögulegt sé að rækta hér á landi blómlauka til útflutnings hafa verið uppi
um nokkurt skeið. Það sem m.a. hefur ýtt undir þessar hugmyndir er hversu góður árangur
hefur náðst í ræktun á páskaliljulaukum í Skotlandi, en þar hófst þessi ræktun í smáum stíl á
6. ártugi síðustu aldar og nemur árleg ffamleiðsla nú um 2000 tonnum. Kostir íslands til
blómlaukaræktunar eru einkum fólgnir í því að hér eru ekki til staðar plöntuskaðvaldar sem
ráðast á þessar tegundir erlendis. Mestum skaða valda veirusjúkdómar sem berast á milli með
tegundum blaðlúsa sem ekki finnast hér á landi. Ef fluttur er inn sjúkdómalaus efiiiviður til
ræktunarinnar hér á landi verða lítil afföll í henni af þessum sökum, auk þess sem það mun
auka verulega verðmæti ffamleiðslunnar að geta boðið útsæði sem er laust við sjúkdóma.
Mestar vonir eru bundnar við ræktun á liljum, en mjög gott verð fæst fyrir ósýkta lauka af
þeim á erlendum mörkuðum.
í nefnd landbúnaðarráðherra til að standa að tilraunum með ræktun á blómlaukum sitja
Sveinn Aðalsteinsson, formaður, fyrir Garðyrkjuskóla ríkisins, Magnús Á. Ágústsson fyrir
Bændasamtök íslands, Hannes Kristmundsson garðyrkjubóndi, Halldór Sverrisson fyrir
Rannsóknastofhun landbúnaðarins og Oli Valur Hansson f.v. garðyrkjuráðunautur. Verkefnis-
stjóri er Bjöm Gunnlaugsson tilraunastjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins.
Verkefnið hefur notið styrks frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Suðurlandsskógar sjá
um skipulag skjólbeltaræktunar umhverfis ræktunarstaðina og leggja til plöntur í gróður-
setningu. Erlendir samstarfsaðilar og ráðgjafar um ræktunina em Grampian Growers Ltd í
Skotlandi, sem útvega jafhffamt páskaliljulauka, og laukasalinn Willem Valkenburg i Holl-
andi, sem hefur milligöngu um útvegun á liljulaukum og rótum af fjölæringum. Leitað mun
verða eftir samstarfi við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands um markaðsathuganir, auk þess sem
erlendir samstarfsaðilar munu veita aðstoð.
RÆKTUNARTILRAUNIR
í stuttu máli gengur ræktun blómlauka hér á landi út á það að flytja inn sáðlauka og rækta í 2
ár hérlendis og flytja þá síðan út aftur til kaupenda i Hollandi eða Skotlandi. í byrjun yrði um
að ræða innflutning á efnivið til ræktunarinnar hér á landi, en síðar væri hægt að byggja upp
eigin ffamleiðslu á sáðlaukum. Auk blómlauka verða einnig gerðar tilraunir með ræktun á
nokkmm tegundum af fjölræringum með útflutning á rótum og hnýðum í huga.