Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 269
267
Ræktunartilraunir fara nú fram á fjórum bæjum í V-Skaftafellssýslu, en þeir eru Sól-
heimahjálega í Mýrdal og Efri-Vík, Prestbakkakot og Orustustaðir, allir í Skaftárhreppi. Við
næstu niðursetningu bætast í hópinn Ketilsstaður í Mýrdal. I 1. töflu eru teknar saman upp-
lýsingar um aðstæður á ræktunarstöðunum.
1. tafla. Upplýsingar um ræktunarstaði.
Bær Ræktunarstaður Jarðvegur Illgresi sumarið 2001
Sólheimahjálega Endurunninn komakur Sendinn Verulegt, hlaðkolla
Efri-Vík Gamall kartöflu- og rófuakur Sendinn Verulegt, haugarfí, krossfifill
Prestbakkakot Endurunnið tún Myldinn Lítið, víðir
Orustustaðir Náttúruleg mosaþemba Sendinn Nær ekkert
Ketilsstaðir Endumnnið tún
Þegar er búið að setja niður um 8000 páskaliljulauka, um 2800 liljulauka, 160 rætur af
vensusvagni, 96 rætur af musterisjurt, 96 rætur af riddaraspora og 64 rætur af bóndarós. I 2.
töflu er gefið yfirlit yfir tegundir og yrki sem þegar er búið að setja niður. Alltaf er sett niður í
hryggi með 73 cm millibili og eru hryggimir útbúnir með kartöfluniðursetningarvél. Fjarlægð
á milli lauka er mismunandi og ákvarðast af því vaxtarrými sem hver tegund um sig þarfnast.
Ræktun á páskaliljum hófst í ágúst 2000, en liljulaukar og fjölæringar voru settir niður í maí
2001. Næst verður sett niður nú í ár, liljur og fjölæringar í maí en páskaliljur í ágúst.
2. tafla. Tegundir og yrki af laukblómum og fjölærum jurtum sem búið er að setja niður.
íslenskt heiti (Lameskt heiti) Yrkjasafn Yrki
Páskalilja (Narcissus pseudonarcissus) 'Golden Harvest', 'Carlton', 'Fortune',
'Dutch Master'
Lilja (Lilium spp.) Asíu blendingar 'Sarina', 'Rosciano', 'Nerone', 'Black Jack',
Oriental blendingar 'Casa Granda'
Longiflorum/Asíu blendingar 'Royal Trinity', ’Hitfever'
Venusvagn (Aconitum napellus)
Musterisjurt (Astilbe * arendsii) Hvit blóm
Riddaraspori (Delphinium consolida) 'Summer Skies'
Bóndarós (Paeonia * lactiflora) Laxableik blóm
Síðastliðið sumar kom í ljós að allir páskaliljulaukamir úr fyrstu niðursetningunni höfðu
drepist um veturinn í Sólheimahjálegu og Efri-Vík. Ekki er fyllilega ljóst hvað olli dauða
laukanna í Sólheimahjálegu, en í Efri-Vík er ljóst að um var að kenna mistökum í jarðvinnslu.
Plægt var of djúpt niður þannig að í efsta jarðvegslaginu var hreinn sandur sem fauk ofan af
laukunum um veturinn. í Prestbakkakoti og á Orustustöðum komu laukamir mun betur undan
vetri og gerðar voru athuganir á vexti þeirra í ágúst 2001. Teknir voru upp 20 laukar af hverju
yrki páskalilja á hvoram stað. Yrkið 'Carlton' gaf að meðaltali þyngstu laukana, 33,28 g, en
meðalþyngd lauka af yrkinu 'Golden Harvest' var 30,36 g og af 'Fortune' 29,26 g. Minnstir
reyndust laukar af yrkinu 'Dutch Master', eða 21,37 g að meðaltali, auk þess sem þar höfðu
fæstir laukanna myndað nýjar rætur þegar upptaka fór fram. I úttekt á ástandi laukanna m.t.t.
sjúkdóma kom í ljós að hjá þremur yrkjum hafði um fjórðungur þeirra í sér rot. Af fjórða
yrkinu, 'Dutch Master' var hins vegar rúmlega helmingur laukanna sýktur. Það yrki virðist því
ekki vera vænlegt til ræktunar hér á landi, ef einnig er hafl í huga að það gaf léttustu laukana
og rótarvöxtur var lélegur þegar athugunin fór fram.