Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 272
270
Á 1. mynd má sjá niðurstöður
talninga á blöðum.
Mælingar á lengd blaðana
gáfu sömu niðurstöðu. Plöntumar
af fræi frá Engi sýndu marktækt
meiri vaxtahraða en plöntumar frá
Hvalseyjum og báðir erfðahóp-
amir undir plasti komu betur út en
þær plöntur sem ekki höfðu neitt
plast til hlífðar. Hvað mismunandi
áburð varðar kom ekki fram
marktækur munur á vaxtahraða
milli áburðategundanna þriggja.
Þar sem sáð var byijuðu að
sjást plöntur um 5 vikum eftir
sáningu og komu allar frægerðir
upp jafiit. Lausleg talning á spíran
hvannafræja var á bilinu 2-7% og
kom fræið frá Engi betur út en fræið frá Hvalseyjum. Þessi spíranarprósenta samræmist
reynslu Þorsteins Ingasonar og Inga Tryggvasonar í Reykjadal (munnl. heimild). Talning 6
vikum síðar sýndi ekki marktæka aukningu á spíran.
Eins og áður sagði vora sýni tekin af villtum plöntum og þau send til efhagreiningar. í
grófum dráttum virðist efnamagn fræja minnka með tíma og er hámarksmagn um miðjan
ágúst. Gera má ráð fyrir að þetta sveiflist aðeins eftir áram. Hepplegast er því að miða við að
uppskera fræin þegar þau hafa náð grænþroska og era við það að fara að gulna. Hvað laufið
varðar fellur magn flavínóíðanna stöðugt yfir vaxtatimann, þannig að ekki skyldi uppskera
þau seinna en i lok júlí eða ágústbyijun (Steinþór Sigurðsson 2001, munnl. heimild).
UMRÆÐUR
Þær niðurstöður sem fást úr tilraun sem þessari eftir aðeins eitt vaxtatímabil gefa okkur ekki
miklar upplýsingar um hvemig haga skuli ræktun á ætihvönn, en þær gefa okkur þó ýmsar
vísbendingar. Meiri vöxtur var hjá plöntunum frá Engi en hjá Hvalseyjaplöntunum og hafa
þær fyrmefndu greinilega kunnað betur við sig við þau skilyrði sem vora hér, enda era Hvals-
eyjaplöntumar ættaðar úr talsvert öðravísi umhverfi. Einnig kom í ljós að meiri vaxtahraði
fékkst ef plantað var í gegnum plast og er það skiljanlegt því mikið illgresi var í flaginu eftir
grænfóðurræktun árið áður og hlífði plastið plöntunum talsvert fyrir honum. Á Narfastöðum í
Reykjadal og á Engi í Biskupstungum hafa bændur farið af stað með ræktun á hvönn og
virðist illgresi ekki vera mikið vandamál hjá þeim, þar sem brotið hefur verið nýtt landi undir
ræktunina. íslenskt hvannafræ viðist þurfa að ganga í gegnum ffostmeðferð áður en það getur
spírað. Þó er einnig ljóst að fræ getur verið lengi í jarðvegi áður en það spírar. Reynsla þeirra
bænda sem hafa gert tilraunir með sáningu styðja það einnig.
Hvað uppskeratíma varðar benda fyrstu niðurstöður efnagreininga til þess að efnamagn
blaða og ffæja sé ekki í hámarki á sama tíma, enda er ffæmyndunin ferli sem keyrt er á
kostnað annarra hluta plöntunnar. Nánari rannsókna er þó þörf á þessu sviði til að hægt verði
að áætla nákvæmar um heppilegan uppskeratíma.
18,0
16,0
14,0
JS 12,0
1 10,0
is 8,0
:0
u? 6,0
4,0
2,0
0,0
1. mynd. Meðalfjöldi blaða á ætihvönn yfír sumarið. Mælt
var um miðjan hvem mánuð og táknar 1 Engjaplöntur undir
plasti, 2 táknar Hvalseyjaplöntur undir plasti og þær plöntur
sem plantað var beint út í plast eru táknaðar með 3.
□1 02 ■3
júni júlí ágúst
Talnlngarmánuöur