Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 274
272
RftoUNRUTflFUNDUR 2002
Reynsla frumkvöðla í Iífrænni ræktun
Elisabeth Jansen og Ásdís Helga Bjamadóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Lifrœn miðstöð
INNGANGUR
Lífræn ræktun er stunduð af ríflega 20 bændum á íslandi í dag. Auk þess eru nokkur fyrirtæki
og afurðastöðvar með lífræna vottun. Lifrænn búskaparháttur er einn möguleiki í landbún-
aðarffamleiðslu hér á landi, þrátt fyrir okkar „hreina vatn og tæra loft“. Um slikan búskap
gilda reglur sem tryggja ákveðið öryggi fyrir neytendur. Unnið er eftir reglum Túns um líf-
ræna framleiðslu og er þeim fylgt eftir með árlegu eftirliti vottunaraðila.
Hér á landi hafa rannsóknir innan líffænnar ræktunar verið stundaðar í takmörkuðu mæli
og litlar upplýsingar sem liggja frammi fyrir þá sem hafa hug á að fara út í slíka ræktun. Því
sótti Líffæn miðstöð, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (LBH), um fjármagn til Ný-
sköpunarsjóðs námsmanna og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til að gera könnun á reynslu
bænda af líffænum búskaparháttum, sérstaklega að því er varðar fóðurræktun, matjurtarækt
og búfjárrækt, s.s. mjólkurffamleiðslu, sauðfjárrækt. Við undirbúning könnunarinnar var
leitað, auk starfsfólks LBH, til Vottunarstofu Túns og Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunauts BÍ
í líffænum búskap. Verkefni var unnið á tímabilinu júni til október 2001.
FRAMKVÆMD
Útbúinn var spumingalisti fyrir hinar ólíku búgreinar og fenginn listi yfir vottaða ffamleið-
endur ffá Vottunarstofunni TÚN og Vistffæðistofunni LÍF. Um sextán ffamleiðendur voru
heimsóttir á Suður-, Norður- og Austurlandi. Auk þess vom tekin sjö símaviðtöl. Ljóst er að
bændur em mjög mislangt komnir; sumir hafa stundað slikan búskap i tugi ára, á meðan aðrir
em byijendur. Auk þess em býlin mjög misstór. Svörin em því mjög breytileg. Þar sem um
fáa ffamleiðendur er að ræða og þeir nokkuð vel þekktir var ákveðið að vinna samræmt mat
úr svömninni í stað þess að tilgreina skoðun og reynslu hvers ffamleiðanda fyrir sig.
NfÐURSTÖÐUR
Hér á eftir em settar fram nokkrar hugleiðingar og niðurstöðu þeirra viðtala sem fóm ffam,
eftir efnisþáttum.
Tún- og fóðurrœkt
Framleiðendur halda gott bókhald yfir ræktunina hjá sér. Þar má finna túnkort sem og
áburðar- og sáðskiptaáætlanir. Túnin em þá kortlögð með notagildi í huga og sett upp áætlun
fyrir næstu 5-10 árin, þ.e. hvemig þau verða nýtt, hvað er ræktað á hveijum stað og hver
meðhöndlun þeirra verður m.t.t. áburður, beitar, sláttar, endurræktunar o.fl. Þessi áætlun er
m.a. liður í því að halda uppi fijósemi jarðvegsins og fyrirbyggjandi gagnvart útbreiðslu
meindýra, sjúkdóma og illgresis. Sáðskiptaáætlanir bænda byggja fyrst og fremst á leið-
beiningum um það sem er „bannað“ i vottunarreglum frekar en á leiðbeiningum ráðunauta.
Land sem hefur verið notað í hefðbundinni ræktun þarf að ganga í gegnum aðlögunartíma
til að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir líffæna ræktun. Reynslan sýnir að það getur tekið um 8-
10 ár þangað til túnin em aftur komin í „rækt“ eða búin að ná aftur jafiivægi, en þó svolítið