Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 283
281
RAÐUNflUTflfUNDUR 2002
Flæðiengjar við Hvítá - Jarðvegur og uppskera
Heiðrún Fríða Grétarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
í dag eru flæðiengjar mest nýttar til beitar. Til eru engjar sem eru aðgengilegar frá náttúrunnar
hendi og eru smndum slegnar. Áður en framræsla, túnrækt með sáðgresi og notkun tilbúins
áburðar varð undirstaða fóðuröflunar voru engjar mjög mikilvægar og örugg svæði til fóður-
öflunnar og gegndu því hlutverki í aldaraðir. Umræðan um sjálfbæra landnýtingu og lífrænan
landbúnað, sem komast þarf af án tilbúins áburðar, leiðir hugann að því hvort hægt væri að
endurvekja þeirra gamla hlutverk, sérstaklega í lifrænum landbúnaði. í þvi sambandi var gerð
athugun á engjum meðfram Hvitá i Borgarfirði sumarið 2000 sem hér verður greint nánar frá.
EFNI OG AÐFERÐIR
Á Hvanneyri og í Þingnesi voru athugunarsvæði afinörkuð, tvö á hvorum stað. Á Hvanneyri
flæðir sjór og jökulvatn yfir engjamar, í Þingnesi er það eingöngu jökulvatn. Svæðin á
Hvanneyri eru Mýri og Fit. Mýri er lítið ffamræst flæðimýri og í flóðum er vatnið grunnt,
lygnt og ísilagt mestan part vetrar. Fit var úti á Hvanneyrarfitinni við mót Hvanneyrarstokks
og Hvítár, er það þurrara. Svæðin i Þingnesi, Eyri og Nes, eru bæði á Stórueyri, þar sem Eyri
stendur hærra. Á hveijum athugunarstað var 400 m2 svæði girt og innan þess voru allar
jarðvegs- og gróðurgreiningar gerðar. Gróðurfar var metið með sjónmati. Bæði ríkjandi og
aðrar tegundir sem sáust á svæðunum voru greindar. Uppskerumælingar voru gerðar á þann
hátt að 2 m staf var hent út og klippt með honum 9,5 cm bitflöt; tveir stafir við hveija mæl-
ingu. Uppskera (þurrefhi) var mæld 14 sinnum á tímabilinu 15.6.-28.8. 2000 en sýni tekin 5
sinnum til efiiagreininga þar sem meltanleiki, prótein og steinefhi voru greind.
NIÐURSTÖÐUR
Gróður
Á Hvanneyri er gulstör (Carex lingbyei) ríkjandi. Fjær ánni (Mýri) ber einnig mikið á mýrar-
stör (Carex nigra), marstör (Carex salina) og klóffifu (Eriophorum angustifolium). Aðrar teg-
undir sem nokkuð bar á voru hófsóley (Caltha palustris), hundasúra (Rumex acetosella),
hrafnaklukka (Cardamine nymanii), vallhæra (Luzula multiflorá), bijóstagras (Thalictrum
alpinum) og engjarós (Potentilla palustris), auk grasanna skriðlíngresis (Agrostis stolonifera),
vallarsveifgrass (Poa pratensis) og hálmgresis (Calamagrostis stricta). Nær ánni (Fit) er
gróðurinn einhæfari og gulstörin mjög ríkjandi. Einnig fannst hálmgresi, vallarsveifgras og
mýrarfjóla (Viola palustris).
í Þingnesi voru mýrarstör, stinnastör (Carex bigelowii), vallarsveifgras, háliðagras (Alo-
pecurus pratensis), hálíngresi (Agrostis vinealis) og snarrótarpunktur (Deschampsia caesep-
itosa) ríkjandi gróður. Af blómjurtum má nefna tágmuru (Potentilla anseriná), gulmöðru
(Galium verum), túnfífil (Tarax.acum spp.) og ffiggjargras (Platanthera hyperboreá). Á Nesi
bar nokkuð á hvítsmára (Trifolium repens) og þar var ffamburður áberandi um vorið. Aftur á
móti var mikil sina á Eyri.