Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 284
282
Uppskera
Heildaruppskera þurrefnis sýnir allmiklar sveiflur, sem rekja má til ónákvæmni i mælingum,
breytileika innan svæðanna, og á Eyri í Þingnesi til sinu sem gætti í upphafi mælinga.
Hámarksuppskeru er náð um mánaðarmótin júlí/ágúst og er hún frá um 2 t/ha á svæðinu
Nes í Þingnesi að 3-3,5
t/ha á fíti á Hvanneyri og
svipaða uppskeru var
einnig að fá á Eyri í Þing-
nesi (1. mynd). Athuganir
á engjum í Ölfusi (Gunnar
Ólafsson 1975) og í Ölf-
usforinni (Helgi Eggerts-
son 1981) gáfu svipaða
uppskeru, fór hún ekki
yfir 3 t/ha.
Hækkandi meltanleika á Eyri (2. mynd) má skýra með sinu, sem mikið bar á fyrri part
sumars. Eftir 15. júli féll meltanleikinn hratt á Mýri og allhratt á Fit, bæði á Hvanneyri, en þar
er gulstör í miklum meirihluta. Þetta er í allgóðu samræmi við niðurstöður Gunnars Ólafs-
sonar (1976), en hann greindi hámarksmeltanleika gulstarar um 70% og hélst hann ffam yfir
miðjan ágúst. Á Nesi féll meltanleikinn úr 84,05% í 76,45%. Þar eru heilgrös, túnvingull,
rikjandi og nokkuð af smára, sem gæti skýrt þennan háa meltanleika. Gunnar Ólafsson (1975)
greindi 76% meltanleika
túnvinguls við skrið og
smári inniheldur mikið af
auðleystum sykrum og
hefur meltanleika yfir
80% (Ólafur Guðmunds-
son 1986). Meltanleiki
uppskeru af svæðunum í
Þingnesi þar sem heilgrös
em ríkjandi hélst allhár út
ágúst, eða mun betur en á
Hvanneyri þar sem starir eru ríkjandi.
Ahrif sinu kemur fram í próteinmagni á Eyri í Þingnesi svipað og i uppskeru- og meltan-
leikamælingum (3. mynd). Á Hvanneyri er próteinmagn minna á rakara svæðinu (Mýri) sem
er í samræmi við niðurstöður Helga Eggertssonar (1981). Próteinmagn fellur hratt við skrið
og kemur þetta greinilega ffam á stararengjunum á Hvanneyri. Það er í samræmi við athug-
anir Bjöms Þorsteinssonar og Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur (2001) á hálfgrösum, þar sem
kynsprotar voru próteinsnauðari en kynlausir. Það hægir á falli próteins síðsumars á öllum
svæðunum nema Eyri þegar áhrif sinu minnka. Öfugt við heilgrös minnkar próteininnihald
hálfgrasa ef þau standa í
blautum jarðvegi. Þetta
gerir þeim kleyft að vaxa
við erfiðari aðstæður en
heilgrös (Þorsteinn Þor-
steinsson o.fl. 1968). í
athugun á gulstör (Lena
Femlund 1993) reyndist
1. mynd. Uppskera þurrefnis á athugaunarsvæðunum sumarið 2000.