Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 285
283
próteininnihald 200 g á kg þe. í maí, en féll í um 150 g á kg þe. um miðjan júní, sem er í góðu
samræmi við niðurstöðumar á stararengjunum á Hvanneyri.
Mun í steinefnamagni uppskeru má útskýra með mismun í gróðurfari, vaxtarskeiði og
nálægð sjávar eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt (Gunnar Olafsson 1976, Friðrik Pálmason
1982, Ólafúr Guðmundsson 1986, Lena Femlund 1993). Steinefnamagn lækkar að jafnaði er
líður á vaxtartímann og er lækkunin mest í kali og fosfór. Hærra hlutfall kalsíums og magnes-
íums má rekja til heilgrasa og tvíkímblöðunga í Þingnesi samanborið við engjamar á Hvann-
eyri (1. tafla). Það er athyglisvert að hátt hlutfall Mg í jarðvegi á Hvanneyri kemur ekki fram í
starargróðrinum. Hins vegar em áhrif seltu mjög greinileg. Magn natriums eykst í uppskeru á
Hvanneyri er líður á vaxtarskeiðið og verður um 10 sinnum hærra en í uppskeru í Þingnesi.
1. tafla. Heildarmagn helstu steinefna í uppskeru sumarið 2000 í % af þe.
Svæði Fosfór 15.7. 15.8. Kalí 15.7. 15.8. Kalsíum 15.7. 15.8. Magnesíum 15.7. 15.8. Natríum 15.7. 15.8.
Mýri 0,22 0,15 1,71 0,69 0,20 0,19 0,23 0,20 0,39 0,51
Fit 0,19 0,17 1,23 0,95 0,20 0,19 0,21 0,22 0,52 0,58
Eyri 0,18 0,17 1,11 1,35 0,45 0,40 0,27 0,26 0,07 0,05
Nes 0,24 0,24 1,92 1,67 0,57 0,38 0,33 0,22 0,04 0,06
Jarðvegur
í Þingnesi er þurr sendinn jarðvegur þar sem setlagamyndun er áberandi. A Hvanneyri er
jarðvegur fínni, mjög méluríkur og inniheldur meira af lífrænum efhum (2. tafla). Þó er
athyglisvert að flæðimýrin er eingöngu með 8,4% af líffænu kolefni í efstu 10 sm. Frekar lágt
C/N hlutfall, nema í mýrinni, bendir til góðrar umsetningar lífrænna efna.
2. tafla. pH, heildar C og N og helstu nasringarefni (AL-skol) í efstu 10 sm jarðvegs engjanna.
PH C N P Ca Mg K Na
Svæði CaCl2 % % C/N mg/lOOg mj/lOOg
Mýri 4,7 8,2 0,57 14 2,2 4,1 7,0 0,22 2,15
Fit 5,6 7,0 0,38 18 3,1 4,8 8,3 0,38 3,10
Eyri 5,4 2,3 0,16 14 3,3 5,6 3,1 0,30 0,57
Nes 5,1 2,7 0,22 12 3,1 5,9 2,9 0,36 0,59
Hvorki fosfór- né kalíinnihald getur talist mjög lágt fyrir úthaga. Nýtur gróður með
nokkurri vissu flóðanna hvað þessi næringarefni varðar. Athyglisvert er að magn magnesíums
er nær helmingi hærra en kalsíums á engjunum á Hvanneyri, en þar gætir sjávarseltu sem
kemur fram i mjög háu skiptanlegu natríum.
Grunnvatnsstaða í
Þingnesi er mjög lág yfir
vaxtartímann og helst
nokkuð jöfh (4. mynd),
enda háir bleyta hvorki
gróðri né torveldar um-
ferð um svæðið. Á
Hvanneyri er mjög stutt
niður á grunnvatn. Það
er sjaldan i meira en 50
sm dýpt og með reglu-