Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 287
285
RRÐUNRUTflfUNDUR 2002
Öndun í mýrarjörð - áhrif lífræns og tilbúins áburðar
Þröstur Aðalbjamarson og Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Sumarið 2000 var losun koltvísýrings úr jarðvegi mæld í tilraun 437-77 á Hvanneyri. Tilraun 437-77 er lang-
tímaáburðartilraun með mismunandi áburðargjöf á milli liða. Markmið verkefnisins var að bera saman liði til-
raunarinnar með það fyrir augum að bera saman lífsstarfsemi örvera milli meðferða. Losun koltvísýrings úr jarð-
vegssýnunum var breytileg eftir liðum. Hún var marktækt meiri í sauðataðsliðunum á móti þeim liðum sem
fengu tilbúinn áburð. Losunin minnkaði eftir því sem meira var borið á af köfnunarefni. Sýrustig var hæst í
sauðataðsliðunum en lækkaði eftir því sem meira var borið á af köfnunarefni. Aukna losun í sauðataðsliðunum
má rekja til hærra sýrustigs og viðbótar auðmeltra lífrænna efna, sem virðist benda til aukinnar fijósemi. Niður-
stöðumar benda til að nota megi þessa aðferð við að meta virkni örvera og fijósemi jarðvegs á íslandi. Þörf er á
ítarlegri rannsóknum á áhrifum sýrustigs, lífræns áburðar og næringarefna á losun koltvísýrings.
INNGANGUR
Hringrás kolefnis og lífsstarfsemi í jarðvegi eru mikilvægir þættir sem hafa áhrif á fijósemi
hans. Virkni lífvera hefur áhrif á uppsöfhun og losun kolefnis, sem eru partur af hringrás þess
og tengt því er uppsöfnun og losun á köfhunarefni og öðrum næringarefnum sem eru bundin i
líffænum efhum (Paul og Clark 1996). Örverur losa uppsafnað kolefni i jarðvegi með niður-
broti á lífrænu efni. Flæði koltvísýrings úr jarðvegi er þekkt sem jarðvegsöndun (soil respira-
tion) og gefur hún viðmið á lífvirkni og næringarefnaástand í jarðvegi. Slíkar mælingar hafa
verið gerðar í mismunandi vistkerfum og til er nokkurt magn af heimildum um jarðvegsöndun
víðsvegar úr heiminum. Hins vegar eru ekki til miklar upplýsingar um jarðvegsöndun á norð-
lægum slóðum eða úr mýraijörð (Koizumi o.fl. 1999). Niðurbrot örvera á líffænu efni hefst
um leið og í jarðveg er komið. Standa bakteríur og sveppir aðallega fyrir því. Magn og teg-
undir örvera eru háðar jarðvegsgerð, næringarefhum, sýrustigi, hita og hvemig notkun á jarð-
veginum erháttað (Brassaard o.fl. 1990).
í líffænum landbúnaði er eitt markmið ræktunar að auka lífsstarfsemi í jarðvegi og á þann
hátt bæta fijósemi hans. Þessu skal náð með líffænum áburði og þá sérstaklega með áburði
sem til fellur á búinu. í tilraun 437-77 á Hvanneyri hefur sauðatað verið borið á einn lið,
blanda af tilbúnum áburði og sauðataði á annan lið ffá 1977, en tilbúinn áburður á aðra liði. Á
seinustu áram hefur uppskera af sauðataðsliðunum verið öllu meiri en af liðum með tilbúnum
áburði (Ríkharð Brynjólfsson 1997). Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort lífsstarf-
semi í liðum með búfjáráburði skeri sig úr á einhvem hátt í samanburði við liði sem eingöngu
hafa fengið tilbúinn áburð.
EFNIOG AÐFERÐIR
Tilraun 437-77 var lögð út á Hvanneyri árið 1977. Þetta er blokkatilraun með fjóram blokkum
og sjö liðum. Liðir a-d fengu tilbúinn áburð (NPK), misstóra skammta af köfnunarefhi og
kalíum, en jafiia skammta af fosfór. Liður e fékk einungis sauðatað, en liður f fékk sauðatað
og köfhunarefiiisskammt. Tilraunin er á vel kýfðri ffamræstri mýrarspildu. Blokkimar liggja
þvert á ffamræsluna. Stykkið V2r brotið upp árið 1971 og sáð í það vallarfoxgrasi. Reitimir
era 4 m breiðir og 9 m langir og því 36 m2 að flatarmáli. Tilraunasvæðið er 1008 m2 að flatar-
máli. Meðferðimar vora sjö ffá árinu 1977—1991, en sex ffá árinu 1993.