Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 289
287
Augljóst samband er á
milli hækkandi sýrustigs og
aukinnar losunar á CO2 (1.
mynd). Samkvæmt Rowell
(1994) getur notkun á tilbún-
um áburði, einkiun köfhunar-
efiiisáburði, valdið umtals-
verðri súmun vegna oxunar á
ammóníum í jarðvegi. Sigfús
Ólafsson (1978) komst að
sömu niðurstöðu á Hvann-
eyri. Lægra sýrustig hefur
letjandi áhrif á virkni örvera,
eins og sambandið milli
sýrustigs og losunar CO2
sýnir. Reyndar er losunin heldur meiri í f-lið en e-lið, þó svo að sýrustigið sé heldur lægra í f-
lið. Athuganir Witter og Kanal (1998) sýndu að köfnunarefnisgjöf hvetur til losunar á CO2 ef
á móti kemur nægilegt magn af líffænum efnum. Það gæti skýrt meiri losun CO2 úr f-lið en úr
e-lið.
Tilraunin 437-77 er á ffamræstri mýri og i tilraunalandinu er mikið af uppsöfnuðum
óniðurbrotnum líffænum leifum. Við hækkun á hitastigi örvast mjög virkni örvera, grunn-
öndun jarðvegssýnanna hækkar verulega hækki hitastig úr 10-12°C í 22°C (Paul and Clark
1989). Uppsöfnuð losun á CO2 úr jarðvegssýnum er mest í sauðataðsliðunum og fer
minnkandi eftir því sem köfhunarefhisgjöfin eykst. Þetta á bæði við um sýni sem vom með-
höndluð með klóróformi og ómeðhöndluð. Hins vegar vekur það athygli að losun úr ómeð-
höndluðum sýnum er meiri en úr meðhöndluðum. Horwath og Paul (1994) greina ffá því að
öndun úr meðhöndluðum sýnum er heldur meiri en úr ómeðhöndluðum jarðvegssýnum fyrst í
stað eflir meðhöndlun, en það breytist þegar ffá líður. Skýring á aukinni öndun og lifsstarf-
semi í meðhöndluðum sýnum samanborið við ómeðhöndluð í upphafi er sú að við með-
höndlunina drepst örverumassinn og myndar mjög auðmelta næringu fyrir nýtt líf sem
kviknar úr gróunum. Með tímanum verður þá öndunin meiri í meðhöndluðu sýnunum. Þessi
munur er stundum notaður til að meta lífmassa örvera í jarðvegi. Þeir greina jafnffamt ffá því
að ef grunnöndun er há eins og getur gerst i líffænum jarðvegi, þ.e. mikið er til staðar af líf-
rænum leifum, getur verið erfitt að greina mun á meðhöndluðum og ómeðhöndluðum jarð-
vegi. Það virðist vera tilfellið í þessari athugun. Virkni örvera í steinefnajarðvegi, sem flestar
mælingar hafa verið gerðar úr, er ekki sú sama og gerist í þessari mælingu úr mýraijörð á
Hvanneyri. Grunnöndunin verður mun hærri úr íslenska mýrartúninu, þar sem nægt magn er
af tiltölulega auðleystum næringarefnum.
Anderson og Domsch (1989) komust að því að fylgni milli öndunar úr jarðvegi og magn
af líffænu kolefhi í jarðvegi er mjög mikil. Þau sýna jafnffamt fram á með athugun á lang-
tímatilraunum í Mið-Evrópu að það er meira af líffænum efnum í liðum sem hafa fengið bú-
fjáráburð heldur en þeim liðum sem hafa fengið tilbúinn áburð. Hins vegar kemur í ljós að í
tilrauninni á Hvanneyri er ekki mikill munur á milli liða hvað varðar hlutfall kolefnis í jarð-
vegi, enda er tilraunin á mýratjarðvegi sem hefúr mjög mikið af lífrænum efnum að upplagi
og aukningar því ekki að vænta.