Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 291
289
RflÐUNflUTflfUNDUR 2002
Menningarlandslag og landnýting
(Traditional rural landscapes - management in the Nordic and Baltic countries)
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Bjöm Þorsteinsson og Anna Karlsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Landslagsvistfræði er vaxandi fræðigrein sem hefur orðið áberandi á síðustu árum. Tilkoma
nýrrar tækni við íjarkönnun og úrvinnslu hefur gert mönnum kleift að horfa á og greina lands-
lag og landslagsheildir frá öðru sjónarhomi en áður. Með landslagsvistfræðinni heíur hug-
takið menningarlandslag þróast og umfjöllunin um menningarlandslag orðið umfangsmeiri.
Á Norðurlöndum hefur umræðan um menningarlandslag sér í lagi tengst ásýnd hinna
dreifðu byggða, sveitalandslaginu, og þeim breytingum sem á því hafa orðið á síðustu ára-
tugum. Ástæður breytinga í landslagi má rekja beint til breyttra búskaparhátta. Hefðbundin
blönduð bú, með fjölbreyttan búpening á beit hafa látið undan síga fyrir stórbúum, þar sem
skepnumar em oftar en ekki fóðraðar alfarið inni. Við það að búpeningi er ekki lengur haldið
til beitar hafa opin beitarsvæði, engi og úthagi, víðast horfið í skógarþykkni. í stað hefð-
bundins sláttar túna til heyöflunar hefur komið akuryrkja og þar með gamalt graslendi hefur
horfið undir opna akra. Hin hefðbundna landslagsmynd dreifðra byggða á Norðurlöndunum,
bær umkringdur grónum túnum, litlum ökrum og skóginn að baki, hefur nú breyst i þá átt að
bærinn er umkringdur stórum opnum og dökkum ökmm stóran hluta ársins.
Með ofangreindum breytingum á landnýtingu hverfa búsvæði fjölmargra tegunda plantna
og dýra og em margar þeirra nú komnar á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Norður-
löndin hafa lagt út í aðgerðir til að viðhalda búsvæðum sem em á undanhaldi með ijár-
stuðningi við hefðbundinn búskap og hefðbundnar nytjar opinna svæða, með beit og slætti.
Samsvarandi aðgerðir em að finna í landbúnaðaráætlun (CAP) ES. Þar er meðal mark-
miða að hafa jákvæð áhrif á umhverfi í hinum dreifðu byggðum og í 6. Umhverfisáætlun
Evrópubandalagsins 2001-2010 er sérstök umfjöllun um mikilvægi hefðbundins vistvæns
(lágflæðis - gamaldags) landbúnaðar fyrir landslagsvemd og viðhald fjölbreytileika tegunda.
Á íslandi hefur þróun gróðurfars verið með mjög ólíkum hætti en á hinum Norður-
löndunum. Birkiskógurinn sem var víðast við landnám virðist hafa horfið að mestu á fyrstu
öldum íslandsbyggðarinnar og beitarálagið hélst það mikið i gegnum aldimar að skógurinn
náði ekki fótfestu á nýjan leik. Það ísland sem við þekkjum í dag er því skóglaust að mestu og
víða hefur gróður átt undir högg að sækja vegna ofnýtingar. Fram á síðustu ár hefur því
vandamál íslendinga ekki verið skortur á úthaganýtingu líkt og í nágrannalöndunum okkar,
heldur ofnýting og meðfylgjandi gróðureyðing og uppblástur. Þróun í landbúnaði síðasta ára-
tuginn bendir til að þetta sé að breytast. Sauðfé hefur fækkað um meira en helming frá árinu
1980, með samsvarandi minnkun beitarálags. Einnig hefur veðurfar á síðustu 10 ámm verið
gróðri mjög hagstætt, mildir vetur og hlý sumur. Mikla ffamfor er víða að sjá á gróðri, bæði á
láglendi og hálendi. Þar sem beit er alveg horfin em gróðurbreytingar víða mjög hraðar, bæði
em tegundir sem ekki þoldu beitina að eflast á ný en líka aðrar að hverfa sem ekki þola sam-
keppnina í óbitnum sverði. Þar sem nýtingin/beitin tekur einhveija af ríkjandi tegundum
svæðis leiðir hún til fjölgunar annarra tegunda, þar sem álagið á ríkjandi tegundina hjálpar
hinum veikari að halda fótfestu. Þær breytingar sem nú þegar hafa orðið á búskaparháttum