Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 292
290
hafa þannig þegar leitt til verulegra gróðurbreytinga. Fyrirsjáanlegt er að enn frekari breyt-
ingar verði á búskaparháttum á komandi áratugum með meðfylgjandi gróðurbreytingum.
Langvarandi og útbreidd ofbeit á landinu hefur leitt til þess að í hugum margra íslendinga
er beit alfarið af hinu illa og alfriðað land það eina sem er ásættanlegt. Með reynslu nágranna-
þjóða okkar í huga á þessi skoðun örugglega eftir að breytast, sérstaklega eftir því sem beitin
hverfur af stærri svæðum. Óbitnir graslendismóar sem fara fyrst á kaf í gras og sinu og síðan
mosa þegar grasið lætur undan síga eru óskemmtilegir yfirferðar. Friðun náttúrulegra birki-
skóga hefur leitt til að skógurinn, nær undantekningalaust, hefur orðið ófær með öllu vegna
þéttleika, sem aftur leiðir til þess að útivistargildi hans rýmar til muna. Hæfilega beittur birki-
skógur er hins vegar opinn og með þéttan fjölbreyttan skógarbotn og mun eftirsóknarverðara
útivistarsvæði.
Þó að mikið hafi verið skrifað um áhrif sauðfjárbeitar á gróðurþróun og jarðvegseyðingu
hérlendis hafa langtímaáhrif beitar annarra húsdýra, hrossa og nautgripa, á gróðurþróun lítt
verið skoðuð. Einnig hafa áhrif sauðfjárbeitar á birkiskóg lítið verið skoðuð. Til þess að geta
markvisst stuðlað að ákveðinni gróðurþróun þarf að skoða áhrif beitar einstakra búfjártegunda
á gróðurframvindu. Til að skoða slíkt samhengi til hlítar þarf langtímarannsóknir, þar sem
mismunandi búijártegundum væri beitt á mismunandi gróðurlendi í áratugi. Önnur nálgun
sem getur gefið vísbendingar um áhrif beitar mismunandi búfjártegunda á gróðurþróun er að
skoða gróðurfar mismunandi jarða á sama svæði þar sem vitað er að einungis einni búfjár-
tegund hefúr verið beitt í mjög langan tíma. Slík svæði er að finna nokkuð víða á íslandi,
meðal annars í Borgarfirði.
BAKGRUNNUR VERKEFNISINS TRADITIONAL RURAL LANDSCAPES -
MANAGEMENT IN THE NORDIC AND BALTIC COUNTRIES
A vegum norrænu ráðherranefndarinnar er starfandi vinnuhópur á sviði náttúruvemdar og úti-
vistar. Meðal þeirra verkefha sem hópurinn hefúr unnið að er líffræðileg fjölbreytni og lands-
lagsgildi búsetusvæða á Norðurlöndum. Árið 1999 var ákveðið að halda ráðstefnu um
Hefðbundnar landbúnaðarvistgerðir á Norðurlöndum - Traditional rural biotopes in the
Nordic countries. Ráðstefnan var haldin í Turku í Finnlandi 2.-4. maí 2000 og hafði þá verið
ákveðið að taka með Baltnesku löndin og var heiti hennar „Traditional mral biotopes in the
Nordic countries, the Baltic states and the Republic of Karelia“. Ráðstefnurit í flokknum
Environment TemaNord 200:609, með heitinu Traditional rural biotopes in the Nordic
countries, the Baltic states and the Republic of Karelia var gefið út með þeim erindum sem
flutt vom á ráðstefnunni. Markmiðið með ráðstefnunni var - að fá yfirlit yfir umfang og stöðu
hefðbundinna landbúnaðarvistgerða á Norðurlöndunum og hvaða upplýsingar lægu fyrir um
þessar vistgerðir, - að fá upplýsingar um meðferð og viðhald þessara vistgerða svo og viðhorf
og stöðu þeirra í hveiju landi fyrir sig. Þá var það einnig markmið ráðstefnunnar að skilgreina
svið þar sem samvinna landa á milli við nýtingu, viðhalds og vemdunar gæti skilað árangri.
í ffamhaldi af ráðstefnunni í Finnlandi í maí 2000 ákvað vinnuhópur um náttúmvemd og
útivist á vegum Norrænu ráðherranefhdarinnar að halda vinnunni áffam og tengja saman aðila
ffá öllum Norðurlöndunum, auk hinna Baltnesku landa í rannsóknaverkefni til þriggja ára,
2001-2003. Markmið rannsóknaverkefnisins er að þróa aðferðir við að skilgreina og viðhalda
landbúnaðarvistgerðum og leiðbeina um meðferð og viöhald í hveiju landi fyrir sig og deila
reynslu milli landanna. Með viðtölum við bændur um nýtingu landsins fyrr og mögulegum
upplýsingum um gróðurfar á sama tímabili er reynt að fá samhengi milli nýtingar og gróður-
fars, sem síðan er notað í leiðbeiningum um meðferð og viðhald landbúnaðarvistgerðanna.