Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 293
291
ÍSLENSK ÞÁTTTAKA
Náttúruvemd ríkisins hefur farið með formennsku í nefiid norrænu ráðherranefhdarinnar um
náttúmvemd og útivist síðastliðin tvö ár og fór NÍ þess á leit við Önnu Guðrúnu Þórhalls-
dóttur, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, að taka að sér að stjóma verkefninu,
Hefðbundnar landbúnaðarvistgerðir á íslandi. Fyrsti fundur rannsóknahópsins var haldinn í
Turku í Finnlandi í mars 2001.
Aðstæður á íslandi em mjög ólíkar þvi sem víðast er annars á Norðurlöndunum og í
Baltnesku löndunum. Gróðurfar hérlendis líkist helst því sem er í strandhémðum Norður-
Noregs og fyrir ofan skógarmörk í Skandinavíu. Nýtingin og áhrif nýtingarinnar hafa einnig
verið með mjög ólíkum hætti hérlendis og haft önnur áhrif, eins og áður er vikið að. Hérlendis
hefur hugtakið búsetulandslag enn sem komið er hlotið litla umfjöllun og sértæk athugun á
vistgerðum sem tengjast eða mótast sérstaklega vegna nytja og landbúnaðar hefur ekki verið
gerð. Langflestar vistgerðir á landinu hafa orðið fyrir meiri eða minni áhrifum vegna sauðíjár-
beitar og áhrif beitarinnar sjást helst þar sem svæði hafa verið friðuð um lengri eða skemmri
tíma. Nokkuð er vitað hvaða tegundir hverfa við beit. Ört vaxandi hrossabeit hefur mjög ólik
áhrif á gróðurfar en sauðfjárbeit og nautgripabeit enn önnur. Fram á 20. öldina var úthagi
sleginn, þurrlendi og votlendi. Ahrif sláttar er mjög ólíkur áhrifum beitar og leiðir til ólíkrar
gróðurþróunar. Líklegt verður að teljast að sú breyting að hætta engjaslætti og taka upp beit í
staðinn hafi viðast hvar leitt til vemlegra gróðurbreytinga, t.d. í þá átt að ýmsar starartegundir
hafi látið undan síga, en fífan aukið útbreiðslu sína. Markviss skoðun á áhrifum landnýtingar
á gróðurfar hefur þannig enn ekki farið ffam hérlendis, en full ástæða er til að sú skoðun fari
ffam með ffamtíðamýtingu og þróun gróðurfars í huga.
ÁÆTLUN FYRIR ÍSLAND
Rannsóknasvæðið sem lagt er til að verði valið er efsti hluti Borgarfjarðar, ffá Signýjar-
stöðum í Hálsasveit upp til Húsafells, yfir Hvítá að Kalmanstungu og niður að Sámsstöðum i
Hvítársíðu. Á svæðinu em alls 17 bæir. Svæðið er mjög fjölbreytt, bæði að gróðurfari og
landnýtingu. Af gróðurlendum sem finnast á svæðinu má nefna þurrlendisbakka við Hvítá,
mosaþembur, mólendi, mela, margskonar votlendi, hraun og náttúmlega birkiskóga. Á svæð-
inu er að finna beitta birkiskóga svo og skóg sem hefur verið fríðaður mislengi. Hrein kúabú,
sauðfjárbú og hrossabú em á svæðinu, sem gefur möguleika á að bera saman svæði sem hafa
verið bitin af ólíkum búfjártegundum og mismikið til lengri eða skemmri tíma.
Fá þarf mynd gróðurfari svæðisins eins langt aftur og mögulegt er til samanburða þess
sem er í dag. Nokkrar upplýsingar er að fmna um gróðurfar fyrr á tímum í rituðum heimildum
og leitað verður upplýsinga ffá eldri ábúendum og athugað með að afla gamalla ljósmynda
sem teknar hafa verið á svæðinu.
Til eru nákvæmar gróðurrannsóknir úr Húsafellsskógi, sem gerðar voru 1980 af Bimi
Þorsteinssyni við LBH, á svæðum sem þá höfðu verið friðuð fyrir allri beit i 10 og 30 ár.
Farið verður aftur á sömu mælistaðina og gerðar nýjar gróðurrannsóknir til samanburðar.
Síðustu loftmyndir sem teknar hafa verið af svæðinu eru ffá 1998. Stór hluti svæðisins
verður gróðurkortlagður á nýjan leik. Leitað hefur verið til ProMap í Noregi um að skáloft-
mynda svæðið sumarið 2002, ef fjármagn fæst, og verður þær loftmyndir notaðar til að hjálpa
til við að gróðurkortleggja svæðið. Tegundalisti verður gerður fyrir allt svæðið og á útvöldum
stöðum verða settir upp fastir reitir og gerðar nákvæmar gróðurrannsóknir á þeim.
Aflað verður upplýsinga um bústærðir og samsetningu frá Bændasamtökum Islands
(forðagæsluskýrslur - búatal). Gerður verður spumingalisti (stuðst við sambærilega spum-
ingalista ffá hinum Norðurlöndunum) og hann lagður fyrir elstu ábúenduma sem næst í.
Leitað verður í rituðum heimildum um upplýsingar um landnýtingu fyrr á tímum.