Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 296
294
brýtur niður lífrænt eíni og breytir næringar- og steinefnum yfir á auðleyst form. Slíkt eykur
fijósemi jarðvegsins, en eykur einnig hættu á útskolun og affennsli, sérstaklega utan vaxtar-
tíma plantna (Hólmgeir Bjömsson 2001).
Köfhunarefiii er það næringarefiii sem hættast er við tapi á ffá landbúnaði. Það er tiltölu-
lega auðleyst í jarðvegi, notað í allmiklu magni i hefðbundnum landbúnaði og getur haft mikil
áhrif á vöxt lífvera og plantna í grunnvatni og yfirborðsvatni á vatnasvæðum sem affallsvatn
frá ræktarlandi fellur í. Einnig getur m'trat í neysluvatni valdið eitmnareinkennum, einkum í
ungum bömum (Taiuienbaum o.fl. 1978).
Fosfór hefur ekki verið talið auðleystur né hættulegur umhverfi, en rannsóknir á síðari
ámm benda til þess að e.t.v. sé ástæða til þess að beina nánari athygli að þætti þess í s.k. of-
auðgun, sem víða er vandamál tengt landbúnaði (t.d. Daniel o.fl. 1994).
Umhverfismálum tengdum landbúnaði er gefm meiri gaumur á seinni árum og kröfur um
sjálfbæmi hans hafa aukist (Hólmgeir Bjömsson 2001). Áhugi hefur aukist á því að öðlast
meiri yfirsýn yfir einstaka þætti í hringrás næringarefha innan búa og auka nýtingu þeirra (de
Walle og Sevenster 1998, Þóroddur Sveinsson 1998). Almennt má segja að landbúnaður í
náinni ffamtíð verður að taka umhverfismál inn sem reglulegan og gildan þátt í daglegum
rekstri (Kirchman og Thorvaldsson 2000). Þá hafa erlend áhrif á mótun reglna hérlendis
aukist og því mikilvægt að afla gagna um þennan þátt jarðræktarinnar sem hefur bæði efiia-
hagslega og umhverfislega þýðingu.
Tilgangur þessarar athugunar er að meta magn næringarefna og steinefna sem berst ffá
ræktarlandi með affennslisvatni, áhrifaþætti þar á og áhrif taps á umhverfi og rekstur land-
búnaðar.
EFNI OG AÐFERÐIR
Athugunin fór ffam á Hvaimeyri i Borgarfirði, en þar em um margt ákjósanlegar aðstæður
fyrir rannsókn sem þessa, og ráða eftirfarandi atriði nokkm þar um:
• Mestallt ræktað land er ffamræst og þannig hagar til að mikill hluti ffamræsluvatns
safiiast saman í einn farveg sem síðan rennur í Andakílsá. Rennslismælingar og
sýnataka fóm ffam við útfall frárennslisvatns af athugunarsvæði. Túnin sem em
innan mælingarsvæðis, um 65 ha alls, em nýtt á margan hátt; til sláttar og/eða beitar,
komræktar, jarðvinnsla er árviss þáttur og sum em undir skjólbeltarækt.
• Allmikil þekking er fyrir hendi á jarðvegseiginleikum og nýtingarsögu túna sem em
innan athugunarsvæðis (t.d Amheiður Þórðardóttir og Þorsteinn Guðmundsson
1994).
• Á Hvanneyri er veðurathugunarstöð á vegum Veðurstofu íslands, þannig að mögu-
leiki myndast á því að færa niðurstöður inn í reiknilíkön og kanna áhrif veðurfars á
næringarefnatap (t.d. Dickinson 1984).
Regluleg sýnataka ffamræsluvatns hefur farið ffam annan hvem dag ffá 14. maí til 6.
nóv. 2001. Við töku sýna var mælt sýmstig, rafleiðni og vatnshiti. Efnagreiningar vom gerðar
á Efiiagreiningum Keldnaholti á heildarmagni eftirtalinna efna: köfhunarefni (N), fosfór (P),
kalí (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg), natrium (Na) og brennisteini (S). Einnig var mælt
form næringarefna; magn ólífræns köfnunarefnis (NH4-N+NO3-N) og fosfórs (PO4-P). Magn
N á lífrænu formi er talið vera mismunur á heildarmagni og magni ólíffæns N. Magnmæling á
framræsluvatni með sírita var ffamkvæmd af Vatnamælingum Orkustofnunar.
NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR
Þau gögn sem hér um ræðir em frumgögn, fyrri hluti gagnasafns í árs rannsókn. Enn vantar
gögn um rennslismagn af athugunarsvæði og veðurgögn frá veðurathugunarstöð. Umtals-