Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 297
295
verðar sveiflur eru í styrk efna yfir tímabilið (30. apríl - 6. nóvember 2001), t.d. er um 23-
faldur munur á hæsta og lægsta gildi á P og 255-faldur munur á há- og lággildi fyrir NO3-
N+NH4-N. Veðurskráningar, byggðar á skynmati, sem gerðar voru við sýnatöku gefa til
kynna að þessar sveiflur tengdist veðurfari, einkum úrkomu, en einnig vindstyrk og hitastigi.
Hvað varðar meginnæringarefni er ljóst að um hásprettutíma er greinileg lægð i magni N,
P og K í afrennslisvatni, en þegar líður á haust (og að vori sömuleiðis) er aukning á styrk
þessara efiia í skurðavatni, þrátt fyrir væntanleg þynningaráhrif vegna aukins vatnsmagns á
þessum árstímum (1. mynd). Hætta á stórfelldu tapi N, P og K virðist tengd úrhellisrigningum
og e.t.v. vindstyrk sem leiða til útskolunar og taps á jarðvegsefni utan vaxtartíma plantna
og/eða þar sem um opin flög er að ræða. Styrkur P er lægstur af þessum þrem meginnæringar-
efhum, sem er í samræmi við þá eiginleika P að styrkur uppleysts P í jarðvegsvatni er tiltölu-
lega lítill og P binst tiltölulega fast lífrænu og ólífrænu efni í jarðvegi. í þijá mánuði, frá 15.
maí til 15. ágúst, má heita að styrkur P við útfall afrennslisvatns af athugunarsvæði sé ómæl-
anlegur, þ.e neðan greiningarmarka. K er tiltölulega mjög hreifanlegt í jarðvegi og tapast því
auðveldlega, í þessari athugun er styrkur þess hærri en N og P allt tímabilið. N er einnig til-
tölulega hreifanlegt, sérstaklega ólífrænt N og þvi hætta á tapi af svipuðum ástæðum og K.
Svo virðist sem mjög lítið ólíffænt N tapist um hásprettutíma, en styrkur líffæns N í af-
rennslisvatni er mun hærri það tímabil (júní - ágúst) (2. mynd). Þessar niðurstöður eru í sam-
ræmi við niðurstöður annarra athugana af svipuðum toga (Hólmgeir Bjömsson 2001).
Dags. (dd/mm/ár)
a K o P-total x TON
1. mynd. Styrkur N,P og K í afrennslisvatni ræktarlands.
Hvað varðar Ca, Mg, Na og S þá er um annað mynstur að ræða. Frá vori til hausts er
meira magn sem verður hreifanlegt en annan tíma árs. Ástæða þess kann að vera aukin loftun
og hærra hitastig í jarðvegi, sem örvar örverustarfsemi um sumar og meira magn er losað í
jarðvegi en plöntur geta umsett. Að magni til er losun þessara efiia mun meiri en megin-
næringarefna, en upptaka mun minni. Brennisteinn sker sig að nokkru úr þessum hópi efna
þar sem losun á þvi er minni en hinna og eykst að hausti. Ástæðan gæti verið sú að örverur