Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 301
299
í fyrri athugun var þurrefni 10,2%. Mykjan bólgnaði nokkuð í tunnunum og stíflaði
loftunargöt svo í þeim varð yfirþrýstingur. Enginn munur fannst í upphrærslu eða sigmáli, en
Örflóramykja rann best, en þar á eftir Silolitmykja. Við túlkun þessara niðurstaðna verður að
hafa í huga þá ágalla sem getið er að ffaman, nefnilega að vafasamt er að eðlilegt súrefnisstig
hafi verið við yfirborðið. Vegna þess var athugunin endurtekin.
í seinni athugum var mykjan nokkru þynnri, kringum 8%. Tunnunum var nú lokað með
grisju. Við opnum var yfirborð þriggja tunna sérstakt, eins og kompost. Tvær þeirra vora með
Örflóra, en ein með Penac. í þessum tunnu hafði greinilega eitthvað annað gerst en í hinum. í
þessari athugun kom fram munur við upphrærslu. Örflórumykjan hrærðist léttast, en þyngst
var án íblöndunar. Rennsli var ekki hægt að mæla vegna heys í mykjunni. Þjálni, mæld með
sigmáli, var nú mest með Penac, en þar á eftir með Örflóra.
í hvoragri athuguninni fannst lyktarmunur við upphræringu.
Þessum niðurstöðum ber í meginatriðum saman við hliðstæðar norskar rannsóknir með
tilsvarandi efni. í þeim leiddi íblöndun allra efna sem prófuð vora til þess að mykjan flaut
nokkra betur. Engin áhrif fundust hins vegar í öðram mælistærðum; sýrastigi, lykt, efnamagni
og áburðarhrifum á plöntur.
ÞAKKIR
Þakkir skulu færðar Framleiðnisjóði fyrir styrk til verkefnisins og starfsmönnum Landbúnaðarháskólans fyrir að-
stoð við framkvæmdina.
HEIMILDIR
Gunnar Fystro og Paul Nerjordet, 1996. Tilsettingspreparat til storfegjödsel. Sluttrapport, Planteforsk Loken
forskingsstasjon, 15 s.
Gunnar Fystro og Paul Nerjordet, 1996. Siliolit Plus til storfegjödsel. Planteforst Loken forskingsstasjon.
Rikharð Brynjólfsson, 2002. íblöndunarefni í mykju. Skýrsla til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, 5 s.