Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 302
300
RfiÐUNRUTfifUNDUR 2002
Þol Salmonella typhimurium í votverkuðu heyi
Grétar Hrafn Harðarson', Bjami Guðmundsson2 og Eggert Gunnarsson3
1Rannsóknastofnun landbúnaðarins
2Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
3Tilraunaslöð Háskólans í meinafrœði að Keldum
YFIRLIT
Gerð var tilraun með þol Salmonella typhimurium í votverkuðu heyi. Um var að ræða há sem verkuð var í 1 1
glerílátum. Reynd voru þrenn þurrkstig háarinnar: 20-25%, 45-50% og 60-65% þurreíni. Mismunað var að-
streymi súrefnis að heyinu á geymslutíma til þess að líkja eftir gallaðri heyverkun. Salmonellasmiti var komið
fyrir í grisjum sem settar voru í heyið við hirðingu. Verkun heysins í öllum liðum tilraunarinnar var undir meðal-
iagi að gæðum. í ljós kom að Salmonella lifði af verkun og geymslu (í 8 mánuði) i þurrasta heyinu (60-65% þe.)
og að hluta í því hálfþurra (45-50% þe.), en ekki í því blautasta er súrast varð. Niðurstöður tilraunarinnar undir-
strika mikilvægi skilyrðislausrar útilokunar súrefnis við votverkun heys, einkum og sérílagi ef um þurrlegt hey
er að ræða.
INNGANGUR
Alþekkt er að hollusta fóðurs hefur áhrif á heilsufar búfjár. Bakteríur af stofni Salmonellu
geta valdið sýkingum i öllum dýrum. Ættkvíslin telur meira en 2000 tegundir (serovars).
Salmonella er ein sú mikilvægasta í hópi baktería sem valda matarsýkingum í fólki. Áður fyrr
var Salmonella einkum útbreidd í suðlægari löndum, en með auknum samgöngum hefur
Salmonella breiðst út og er orðið algeng um allan heim. Fyrsta hópsýkingin á íslandi, sem
rekja má til neyslu íslenskra matvæla, var 1954 þegar 152 menn sýktust af neyslu ógeril-
sneyddrar mjólkur í Reykjavík (Páll A. Pálsson, munnleg heimild).
Veturinn 1999-2000 olli Salmonella typhimurium umtalsverðum erfiðleikum á Suður-
landi. Áður hafði hún valdið tjóni í hrossum í Landeyjum (1989-1991) (Eggert Gunnarsson
1990). Sýkingin þá var bundin við stóðhross sem smituðust í haga að sumarlagi. Talið var að
smitið hefði verið að frnna í grunnum tjömum í landi þar sem hrossum var beitt og að smitið
hefði borist í tjamimar einkum með máftim. Veturinn 1999-2000 fór hins vegar að bera á
smiti í búfénaði í nóvember; fyrst í mjólkurkúm en síðan í útigangshrossum sem komin vom á
gjöf. Einkum var um eitt, nær samfellt, landsvæði að ræða í neðanverðri Rangárvallasýslu. í
þessum tilfellum em smitleiðir óljósar. Hugsanlegt er að heilbrigðir smitberar hafí leynst í bú-
stofninum; smit, sem getur síðan magnast upp við aukið álag (stress) og valdið sýkingum.
Annar möguleiki er að Salmonella hafi verið í fóðrinu og þá beinast sjónir okkar að heyinu.
Sumarið 1999 var mjög sólarlítið og rakt og þar meó hagstætt Salmonella.
Heyverkun hefur breyst mikið síðustu 15 ár, ffá því að vera mest þurrhey yfir i um 75-
80% rúlluhey. Þekkt er að þurrkstig heys við hirðingu hefur mikil áhrif á geijun votheys og
verkun (Woolford 1984, Bjami Guðmundsson og Bjöm Þorsteinsson 1999). Hérlendis er for-
þurrkun heys til verkunar í rúllum orðin útbreidd aðferð. Forþurrkun léttir baggana í með-
fömm, gerir þá þéttari í sér, auk þess sem forþurrkað hey ést jafnan betur en blautt vothey
(Bjami Guðmundsson 2002). Meðalþurrkstig heys úr rúllum bænda skv. heysýnum frá þeim
er nú 55-60% þe. (Tryggvi Eiríksson, munnleg heimild). Vitað er að Salmonella lifir við
mjög breytileg skilyrði.
Ekki er ólíklegt að Salmonella þoli rúlluverkun við ákveðnar aðstæður, en ekki höfum
við komið auga á rannsóknir þar sem þol Salmonella hefur verið athugað í votverkuðu heyi.