Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 303
301
Því var rannsóknin gerð sem hér er greint frá. Markmið hennar var að kanna hvort Salmonella
kynni að lifa af votverkun og geymslu heys, sem hirt væri á mismunandi þurrkstigi.
FYRRI RANNSÓKNIR
Þótt þol S. typhimurium í votheyi úr grasi og grænfóðri hafi lítt eða ekki verið rannsakað hafa
rannsóknir hins vegar verið gerðar á hegðun hennar í aliíuglaskít, sem súrsaður hefur verið til
skepnufóðurs, ýmist einn sér eða í mismunandi hlutföllum við hráefni úr jurtaríkinu.
Rannsókn Al-Rokayan o.fl. (1998) á þoli Salmonellae í hænsnaskít súrsuðum saman við
dúrru (Sorghum) sýndi að Salmonella hvarf með öllu við súrsunina. Súrfóðrið hafði sýrustig á
bilinu pH 6,38-7,65 og þurrefni á bilinu 35,0-57,5%. Mjólkursýrumyndun var ríkuleg (68-86
g/kg þe.). Súrsun hænsnaskíts og grass (Sudex Grass) á þurrkstigsbilinu 25,6-48,4% og með
sýrustigið pH 6,34-7,00 í fullverkuðu fóðri reyndist einnig eyða Salmonellae (Chaudhry o.fl.
1997). Mælingar McCaskey o.fl. (1997) í súrfóðri úr sambærilegu hráefni sýndu sömuleiðis
að S. typhimurium og L. monocytogenes hurfu á örfáum dögum úr umhverfi sem hratt súmaði.
Þeir álitu þó að efhi votheysins hefðu engin áhrif á lifun þessara örvera, né fundu áhrif hækk-
andi magns lífrænna sýra á líftíma þeirra.
Salte og Hellemann (1982) rannsökuðu S. typhimurium í fiskúrgangi. Reyndist hún
drepast innan 2ja daga í ferskum fiskúrgangi og fiskúrgangi súrsuðum með blöndu af maura-
sýru og própíonsýru. Efni sem tefja vöxt Salmonellu var að finna í ferskum og súrsuðum fisk-
úrgangi, auk þess sem sýmmar í súrsaða úrganginum (við pH 4,5-4,7) drepa Salmonellu.
Hins vegar var Salmonellu enn að fínna í lok tilraunaskeiðsins, þ.e. eftir 84 daga, i kjúklinga-
fóðri, sem í var blandaður súrsaður fiskúrgangur og geymt við 4°C. Ekki er ljóst hvaða þættir
það em nákvæmlega, sem eyða Salmonellu við súrsun. Líklegt er þó að svipaðir þættir séu í
gangi og þegar hænsnaskítur er látinn verkast í haug, þ.e. hitamyndun og samkeppni við aðrar
bakteriur með framleiðslu eiturefna (hydrogen peroxide), sem hefta vöxt sjúkdómsvaldandi
gerla. Lækkun sýrustigs ein sér skýrir ekki hvarf Salmonella (McCaskey og Anthony 1979).
Líkt og Salmonella er Escherichia coli 0157:H7 alvarlegur sjúkdómsvaldur í fólki. Þol
hennar i votverkuðu hey var rannsakað í írlandi (O'Kiely o.fl. 2001a, O'Kiely o.fl. 2001b).
Um var að ræða hey með lágu þurrefnisinnihaldi. í báðum tilfellum eyddist E. coli á
skömmum tíma (10 og 19 dögum) í heyi sem hafði ekki fengið maurasým.
EFNI OG AÐFERÐ
Tilraunin var gerð 2000-2001 að Stóra Armóti. í tilraunina var notuð há, að mestu vallar-
sveifgras og vallafoxgras. Hún var slegin 21. ágúst 2000. Reynd voru þrenn þurrkstig
háarinnar: 20-25%, 45-50% og 60-65% þurrefni. Við hvert þurrkstig voru tveir liðir:
ósmitað hey og hey smitað með Salmonella typhimurium. Síðan komu tveir undirliðir: eðlileg
verkun og verkun með aðstreymi súrefnis til þess að likja eftir gallaðri verkun líkt og gerist í
rúllubagga með götóttum plasthjúpi. í hverjum tilraunarlið voru sex endurtekningar. Alls voru
geymslumar því 3x2x(2><6)=72. Heyið var verkað í 1 lítra glerkrukkum. Krukkumar voru
með glerloki sem spennt var á þær með þéttigúmmíhring á milli. Sýni vom tekin úr heyinu
um leið og því var komið fyrir í krukkunum og heymagn vegið nákvæmlega. Engin hjálpar-
efhi vom notuð við verkim heysins. Hey var smitað með því að settar vom grisjur mengaðar
með Salmonella typhimurium í hveija kmkku. Salmonellan var ræktuð í buf&uðu peptonvatni
í 1 sólarhring við 37°C og hver grisja menguð með 10 ml af bakteríulausn með 6xl08
bakteríum/ml (CFU). Kmkkuroar vom geymdar í óupphituðu útihúsi á Tilraunastöðinni á
Keldum.
Að loknu 8 mánaða verkunartímabili vom kmkkumar opnaðar og grisjur rannsakaðar