Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 305
303
samanborið við hina tvo (b og c) er marktækur hvað þær allar varðar (p<0,01). Tvennt ein-
kennir geijunarafurðimar: Fyrst það hve mjólkursýran er lítil miðað við ediksýru og etanól.
Það einkennir gjaman miður vel verkað vothey (McDonald o.fl. 1991). Hitt það að hlutfall
mjólkursým annars vegar og ediksým og etanóls hins vegar fellur með hækkandi þurrkstigi.
Þessara einkenna hefur einnig gætt í tilraunum með rúlluhey, en tæpast í svo ríkum mæli sem
hér (sjá m.a. Bjama Guðmundsson og Bjöm Þorsteinsson 1999). Hér er því um lakari verkun
að ræða en gerist í miðlungs rúlluheyi og betra.
Tölumar í 1. töflu um þol Salmonellu gefa til kynna í hve mörgum tilvikum hún lifði af
þeim sex endurtekningum sem á hveijum tilraunarlið vom. Einfaldur samanburður á lifun
Salmonellu eftir þurrkstigum heysins, gerður með x2-prófun, sýnir að sambandið er tölffæði-
lega marktækt (p<0,005; f=2). Hugsanlega em það áhrif hins súra umhverfis sem hér hafa
valdið útrýmingu Salmonellunnar, en margvísleg innbyrðis fylgni geijunareinkennanna leyfír
vart nánari greiningu hinna eiginlegu áhrifaþátta.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Með tilraun þessari var kannað þol Salmonella typhimurium í votverkuðu heyi þar sem gmnur
hefur vaknað um að umhverfísmengun vegna þessarar bakteríu geti skilað sér í gegnum
fóðuröflunar- og verkunarferilinn allt til búfjárins. Hráefnið, sem notað var til verkunar í til-
rauninni, var mjög próteinríkt (>20% af þe.). Slíkt fóður hefur yfirleitt mikla buffer-hæfiii og
er ffemur erfitt súrsunar af þeim sökum (McDonald o.fl. 1991). Kann það með öðm að hafa
valdið nokkm um að sýmstig heysins varð ekki eins lágt og þurrkstig þess við hirðingu hefði
átt að gefa tilefni til.
Niðurstöður tilraunarinnar benda til að sé hætta á Salmonella-mengun í heyi sem verka
skal, sé rétt að verka það þannig að vel súmi. Það gerist ef heyið er hirt með minna en 35-
40% þurrefni og súrefnið útilokað vandlega. Notkun rotveijandi og/eða sýrandi hjálparefna
kann líka að stytta líf Salmonellu í heyinu sé miðað við áhrif sem mælst hafa af hjálparefninu
Kofasafa (KOFASIL-LIQUID) á vöxt próteinkljúfandi smjörsýmbaktería í rúlluheyi (Bjami
Guðmundsson 1994).
Niðurstöður tilraunarinnar undirstrika mjög mikilvægi vandaðra vinnubragða við verkun
votheys. Þær benda til þess að ófullnægjandi útilokun súrefnis, einkum og sérílagi ef heyið er
mikið forþurrkað, leiði ekki aðeins af sér hættu á myglumyndun í heyinu heldur geti hún
valdið því að S. typhimurium, sem kann að hafa borist í heyið fyrir verkun, geti lifað
verkunarferilinn af.
Niðurstöðumar undirstrika einnig mikilvægi hreinlætis í meðferð grass og heys fyrir
verkun. Jarðvegsmengun ber að forðast svo sem ffekast er unnt. Við notkun og meðferð
búfjáráburðar þarf sömuleiðis að forðast krossmengun, svo ijúfa megi smitleiðir bakteríu-
mengunar. Fuglshræ, sem geta verið algeng á túnum er loftlínur rafmagns og síma liggja yfir,
geta á menguðum landssvæðum verið alvarlegir hættuvaldar að þessu leyti. Rétt er að
rannsaka þetta viðfangsefhi ffekar.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins og starfshópur landbúnaðarráðuneytis veittu styrki til
þessa verkefiiis til að kanna útbreiðslu Salmonellusmits á Suðurlandi.
HEIMILDIR
Al-Rokayan, S.A., Naseer, Z. & Chaudhry, S.M., 1998. Nutrional quality and digestibility of sorghum-broiler
litter silages. Animal Feed Science and Technology 75(1998): 65-73.
Bjami Guðmundsson, 1994. Áhrif forþurrkunar, skurðar og notkunar Kofasafa á verkun heys í rúlluböggum. Bú-
vísindi 8: 115-125
Bjami Guðmundsson & Bjöm Þorsteinsson, 1999. The effect of wilting and ammonium tetraformiat (ATF)