Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 309
307
ust minna á seinni hluta tímabilsins og byijuðu
fyrr að tapa holdum fyrir sauðburð. Fæðingar-
þungi lamba undan ám sem fengu engjaheyið
var nokkru minni (0,120 kg) en þungi lamba
undan töðuánum. í 3. töflu eru niðurstöður um
lömbin undan ánum í tilraununum.
Lömbin uxu vel frá burði fram í júlí,
vöxtur tvílembinga var að meðaltali tæp 300
g/dag, heldur minni í engjaheysflokknum.
Hestur
Nokkur munur var á þurrefnisinnihaldi engjaheys og töðu í seinni tilrauninni, þar sem taðan
sem gefin var megnið af tilraunatímanum var mun þurrari en engjaheyið. Orkuinnihald var
mjög svipað í báðum heygerðum og prótein mældist nokkru hærra í töðunni, líkt og árið áður
(bráðabirgðaniðurstöður). Síðustu vikur tilraunarinnar var gefið blautara og orkumeira hey í
töðuflokkunum. Þurrefnisát var svipað í öllum hópunum á tilraunatímanum og ekki var mark-
tækur munur á áti milli meðferða. Leifar voru að jafiiaði 10-12% af gjöf. Mjög lítill munur
var á þunga eða þungabreytingum ánna á tilraunatímanum og hvergi marktækur. Æmar átu að
jafnaði meira og þyngdust meira en í tilrauninni á Hvanneyri árið áður (2. tafla; 2. mynd).
Breytingar á holdastigum vom sömuleiðis svipaðar í báðum fóðurmeðferðum, en þó hallaði
aðeins á engjaheysæmar undir lok tilraunatimans (2. mynd), svipað því sem gerðist árið áður.
Fæðingarþungi lamba var svipaður í báðum meðferðum og vaxtarhraði lamba frá burði til
rúnings sömuleiðis (3. tafla). Vöxtur lambanna sem vigtuð vom í júlí var um 240 g/dag að
meðaltali á afréttarbeitinni, mjög svipað i báðum flokkum. Þungi lambanna um haustið var að
meðaltali 37,9 kg í engjaheyshópunum og 37,7 kg í töðuhópunum og sá munur var ekki mark-
tækur. Hvergi var marktækur munur milli meðferða á þunga lamba.
2. tafla. Meðalheyát ánna í tilraununum.
Dagar Þe. át á dag Étnar Fem á dag
Hvanneyri 2000 92
Engjahey 1,05 0,77
Taða 1,26 0,84
Hestur 2001 103
Engjahey 1,42 1,05
Taða 1,48 1,06
2. mynd. Þungabreytingar og holdastig ánna á Hesti. Tilraunin stóð frá 19. jan. til 1. tnaí.
UMRÆÐUR
Niðurstöður beggja tilrauna gefa til kynna að ekki sé afgerandi munur á afurðum áa sem
fóðraðar em á engjaheyi og töðu eftir fengitíma og ffarn undir sauðburð. Framkvæmd til-
raunanna tveggja var nokkuð ólík og nokkur munur var á þrifum ánna í fyrri tilrauninni, sem
virðist stafa af því að engjaheyið hafi ekki étist jafrivel og taðan. Seinna árið var nær enginn