Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 310
308
3. tafla. Fæðingarþungi laraba eftir fóðurmeðferðum (leiðrétt fyrir
burði og kyni lamba), dagvöxtur firá fæðingu til fjallreksturs í júli
(leiðrétt fyrir kyni og hvemig lambið gekk undir) og dagvöxtur lamba
frá burði til fjallferðar (leiðrétt fyrir kyni og hvemig lambið gekk
undir).
munur á áti og þrifum. Þurrefiii
i engjaheyinu var fremur lágt en
svipað bæði árin (39 og 43%)
og virðist því lystugleiki hafa
verið misjafn milli ára. Reyndar
virðast það geta átt við báðar
heygerðimar að einhveiju leyti,
þar sem æmar átu minna af
báðum heygerðum fyrra árið.
Osamræmi virðist vera í sam-
hengi þunga og holdastigunar í
tilraununum tveimur, þar sem
þungi ánna var misjafn milli til-
rauna, en holdastig nokkuð
svipuð. Þetta misræmi er sennilega vegna mismunandi notkunar skalans milli manna.
Tilraunimar hófust ekki fyrr en eftir fengitíma og því ekki ljóst hvort munur hefði komið
ffarn á fijósemi ánna ef fóðrað hefði verið á þennan hátt allan veturinn. Reyndar var nokkur
munur á fijósemi milli meðferða bæði árin, en í sitt hvora áttina, enda hæpið að fijósemin
tengist meðferðinni á nokkum hátt. Seinna árið urðu óvenju mikil vanhöld og óhöpp á
lömbum undan hluta ánna í öðmm engjaheysflokknum og því komu óeðlilega fá lömb til
nytja í þeim hóp, eins og ffarn kemur í 3. töflu. Vafasamt er að tengja þetta fóðmninni og
virðist líklegra að um tilviljun hafi verið að ræða.
Fædd lömb Lömb til nytja Fæðingarþ. kg Vaxtarhraði g/dag
Hvanneyri 2000
Engjahey 2,07 1,90 3,45 289“
Taða 2,29 1,86 3,57 304”
Hestur 2001
Engjahey 1,88 1,56 3,86 272
Taða 2,03 1,88 3,68 267
a) Tvílembingar eingöngu.
ÞAKKARORÐ
Höfundar vilja þakka Guðmundi Hallgrimssyni, ráðsmanni á Hvanneyri, og Sigvalda Jónssyni, bústjóra á Hesti,
og starfsmönnum á báðum búunum fyrir störf þeirra við framkvæmd tilraunanna. Verkefhið var styrkt af sjóði
Ataks-Aforms.
HEIMILD
Sigbjöm Óli Sævarsson & Sveinn Hallgrímsson, 2000. Fóðrun sauðfjár með lífrænu engjaheyi. Bændablaðið
6(14): 6.