Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 311
309
RAÐUNflUTRfUNDUR 2002
Könnun á júgurbólgusýklum og styrk selens um burð
hjá fyrsta kálfs kvígum
Auður Amþórsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Á vegum Embættis yfirdýralæknis og landbúnaðarháskólans á Hvanneyri með stuðningi Fram-
leiðnisjóðs Landbúnaðarins var gerð könnun á styrk selens í blóði fyrsta kálfs kvigna um burð
og júgurbólgusýkla í spenasýnum stuttu fyrir og eftir burð.
Aðalmarkmið könnunarinnar vom að kanna hver styrkur selens væri hjá fyrsta kálfs
kvígum og hversu algengt væri að finna sýkla, sem þekktir eru fyrir að geta valdið júgurbólgu,
í spenasýnum hjá kvígum fyrir og eftir burð, sem og að kanna hvort hægt væri að sýna fram á
tengsl á milli óeðlilega hárrar frumutölu á fyrstu fjórum mánuðum eftir burð annars vegar og
styrk selens hins vegar eða júgurbólgusýkla fyrir og eftir burð.
LÝSENG
Sýnatökur
Tekin voru blóðsýni úr samtals eitthundrað sextíu og einni kvigu á fjórtán bæjum á Vestur-
landi í september-, október-, nóvember- og desembermánuði á árunum 1999 og 2000. Á sama
tíma voru tekin spenasýni úr samtals tuttugu og átta kvígum á síðustu viku fyrir burð og
eitthundrað og fimmtíu á fyrstu viku eftir burð.
Selen
Blóð var tekið einu sinni úr hverri kvígu á síðustu viku fyrir burð eða fyrstu viku eftir burð.
Það var rannsakað m.t.t. virkni ensímsins glutathion peroxidasa (GP), sem nota má sem mæli-
kvarða á styrk selens.
Líkur hafa verið leiddar að því að skert virkni GP, t.d. vegna skorts á seleni sem er hluti
af ensíminu, dragi úr hæfileika hvítra blóðkoma til að drepa bakteríur, sem leiðir m.a. til þess
að líkaminn á erfiðara með að ráða niðurlögum þeirra sýkla sem á hann heija, t.d. júgurbólgu-
sýkla.
Algengt er að miða við ^ð gildi GP sé að lágmarki 100 einingar, en æskilegt að það sé
hærra en 130 (100 einingar jafngilda u.þ.b. 0.083 mikrogrömmum af seleni).
Sýklar
Spenasýnin vom rannsökuð m.t.t. eftirfarandi sýklategunda og sýklahópa: Staphylococcus
aureus, kóagúlasa neikvæðra stafylokokka, streptokokka og hemolytiskra E. coli sýkla.
Allir þessir sýklar geta valdið júgurbólgu. Kóagúlasa neikvæðir stafylokokkar og sumir
streptokokkar em þó taldir til eðlilegrar gerlaflóm og valda ekki júgurbólgu, nema í stöku til-
fellum. Liklegt er að meiri hætta sé á að þessir sýklar valdi júgurbólgu ef vamarkerfi kýrinnar
er veikt.
Frumutala
Upplýsingar um frumutölu vom fengnar úr skýrsluhaldi Bændasamtakanna. Aðeins vom
teknar með í útreikningana kvígur sem mæld hafði verið ffumutala hjá að minnsta kosti
tvisvar sinnum á fyrstu fjórum mánuðunum eftir burð, sem vom níutíu og tvær. Skilgreint var