Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 316
314
helstu nytjar, búskaparhætti, stofnstærð og dreifrngu ásamt upplýsingum um sögu stofnsins og
uppruna eftir því sem til náðist. Einnig voru skráðar upplýsingar um kindumar sem sýni voru
tekin úr, þ.e. kyn, aldur, litur, homalag og ættemi. Stefnt var að því að taka sýni úr 30
óskyldum kindum úr hveijum hóp, þar af 10 hrútum. í sumum hópum var ógemingur að ná
þessum fjölda, auk þess sem minnstu hópamir voru oft ekki til nema í einni eða tveimur
hjörðum og því ekki hægt að forðast innbyrðist skyldleika.
DNA var einangrað úr blóðsýnum og breytileiki í fjölda endurtekinna DNA raða í 25
ótengdum örtunglagenum (microsatellites) kannaður með sameindaerfðafræðilegum að-
ferðum. Nýtanlegar niðurstöður fengust um 22 eftirtalin sæti (litninganúmer innan sviga):
BM0757(9), BMl314(22), BM1818(20), BM4621(6), BM6506(1), BM6526Q6), BM8125(17),
CSSM31(23), INRA023(1), MAF214(16), MAF36(22), MAF48(óstaös.), MAF65(15), McM527(5),
OARCP20(21), OARCP34(34), OarCP38(10), OARFCB 128(2), OARFCB304(19), OarFCB48(17),
OarHH47(18), OarVH72(22). Ennfremur var DNA í hvatberum (mtDNA) raðgreint í hluta
sýnanna (6-9 sýni úr hverjum hóp). Úrvinnsla gagna miðast við að meta erfðabreytileika,
bæði milli stofna og innan þeirra, út frá þessum niðurstöðum. Leitast verður við að tengja
upplýsingar um um sögu og nytjar stofnanna við niðurstöður DNA mælinganna þegar niður-
stöður verðar túlkaðar.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Tölfræðilegu uppgjöri á niðurstöðum er ekki lokið og hér verður aðeins greint frá nokkrum
bráðabirgðaniðurstöðum.
Niðurstöður um stofhstærð, bakgrunn fjárkynjanna sýndu, að 9 stofhar töldu minna en
300 fúllorðnar kindur. Þetta á m.a. við um gamla fjárkynið í Noregi sem haldið hefúr verið
við í tveimur aðskildum hópum (Gammel Spælsau og Villsau), án blöndunar við önnur kyn
og einnig eru leifar af gömlum stofnum i Svíþjóð, á Álandseyjum og í Eystrasaltslöndunum.
Alls voru 16 stofnar taldir gamlir í ræktun í heimalandi sínu, þ.e. meira en 300 ára. Útlitsein-
kenni sýna nokkuð ákveðna skiptingu eftir uppruna, þar sem annars vegar eru stuttrófúkyn,
sem mörg hver eru með ull sem skiptist í tog og þel og mörg eru einnig bæði hymd og kollótt
og sýna oft fjölbreytni i litum. Til þessa hóps teljast fjárkynin sem talin eru norræn að upp-
runa. Hins vegar eru fjárkyn með langa rófú, sem rekja yfirleitt uppruna sinn að meira eða
minna leyti til innflutnings ffá Bretlandseyjum og nágrenni. Fé af þessum kynjum er kollótt,
með jafnt ullarlag, lítinn breytileika í litum og yfirleitt stærra og þyngra en stuttrófuféð. Til
þessa hóps teljast m.a. norsku ffamleiðslukynin (Dala, Rygja, Steigar o.fl.) og helsta fjárkynið
í Lettlandi (lettneskt svarthöfðafé). Ef litið er til fijósemi, þá skera finnska féð og rússneska
Romanov féð sig úr með mikla fijósemi og áhrifa ffá þeim virðist gæta í sumum sænskum
fjárkynjum.
Fyrstu niðurstöður um erfðabreytileika og skyldleika milli fjárkynja sýna hliðstætt
mynstur og útlitseinkennin, þ.e. að stofnamir skiptast í grófúm dráttum í þijá hópa, þar sem
skyldleiki er meiri innan hópa en á milli þeirra. Vestur-norræn kyn eru aðallega íslenskt,
færeyskt, norskt sauðfé og hluti af sænsku fé. NA-evrópsk kyn eru finnskt rússneskt og
sænskt sauðfé og sauðfjárkyn ættuð ffá Bretlandi mynda þriðja hópinn. Þessi hliðstæða virðist
ólík því sem gerist í nautgripum, þar sem uppgjör á litaeinkennum og homalagi gáfú aðrar
niðurstöður en mælingar á breytileika í DNA og blóðpróteinum (Kantanen o.fl. 2000).
Ástæðan er líklega sú að sauðfjárkyn á Norðurlöndum hafa ekki verið ræktuð með tilliti til út-
lits í sama mæli og nautgripakyn.
Ef litið er sérstaklega á íslenska sauðféð þá benda fyrstu niðurstöður til þess að forystu-
féð skilji sig ákveðið frá aðalstofninum, bæði metið út ffá heildartíðni samsætra örtunglagena