Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 317
315
og tíðni arfgerða. Tæplega 10% af heildarbreytileika í þessum stærðum reynist vera vegna
munar milli þessara tveggja hópa. Þessi munur er marktækur. Hliðstæður samanburður á ís-
lensku fé og Texel fé ffá Danmörku sýnir að 15% af breytileikanum stafar af mun milli
kynjanna.
MeðalQöldi samsætra gena í hveiju sæti er svipaður í báðum hópunum, eða 5,18 í
forystufé og 5,59 í venjulegu fé. Þetta eru svipuð gildi og í öðrum stofnum og til samanburðar
er t.d. Cheviot í Noregi með 5,96 og Texel í Danmörku með 4,81. í nýlegri rannsókn á sauð-
fjárstofhum í Kanada, var kannaður breytileiki í 10 örtunglagenasætum (ekki sömu sæti og
hér), m.a. í þessum sömu kynjum. Niðurstöður þar voru svipaðar um meðalfjölda samsætra
gena, eða 5,7 í íslensku fé, 5,5 í Cheviot og 5,4 í Texel (Farid o.fl. 2000). Væntanlegt hlutfall
arfblendinna sæta reyndist 0,67 í forystufé og 0,71 í venjulegu íslensku fé, sem lítur út fyrir
að vera svipað og i öðrum kynjum þar sem stofhstærð er yfir hættumörkmn og töluvert hærra
en í minnstu stofnunum.
Þessar niðurstöður staðfesta að íslenska sauðfjárkynið er sérstætt og að forystuféð sýnir
sérstöðu innan íslenska stofiisins. Fyrstu niðurstöður um breytileika innan stofnsins benda
ekki til þess að erfðabreytileiki hafi tapast vegna lítillar stofnstærðar. Endanleg túlkun bíður
þó fúllnaðaruppgjörs á niðurstöðum.
ÞAKKARORÐ
Höfiindar vilja þakka eftirtöldum aðilum, sem aðstoðuðu við skipulagningu, sýnatöku og einangrun DNA fyrir
verkefnið: Tuula-Marjatta Nieminen, Finnlandi; Mona G. Holtet, Elisabeth Koren og Else Aspelin, Noregi;
Britta Danell.og Kaj Sandberg, Svíþjóð; Torkild Liboriussen og Mogens Kjær, Danmörku; Haldja Viinalass,
Eistlandi; Ziedonis Grislis, Lettlandi; Saulis Tusas and Jolanta Maleviciute, Litháen; Jón V. Jónmundsson, Láms
Birgisson, Helga L. Pálsdóttir og Sigurður Sigurðarson, íslandi; Gunnar Bjamason, Færeyjum; Charles Rose,
Grænlandi. Verkefnið er styrkt afNorræna genbankanum fyrirbúfé (NGH).
HEIMILDIR
Emma Eyþórsdóttir, 2000. Erfðabreytiieiki norrænna kúakynja. Freyr 96(3): 42-45.
Farid, A., O’Reilly, E., Doilard, C. & Kelsey Jr., C.R., 2000. Genetic analysis of ten sheep breeds using micro-
satellite markers. Can. J. Anim. Sci. 80: 9-17.
Kantanen, J., Olsaker, I., Bmsgaard, K., Eythorsdóttir, E., Holm, L.-E., Lien, S., Danell, B. & Adalsteinsson, S.,
2000. Frequencies of genes for coat colour and hom in Nordic cattle breeds. Genet. Sel. Evol. 32: 561-576.