Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 318
316
RAÐUNnilTfiFUNDUR 2002
Val dráttarvéla - hentug stærð og hagkvæmni Qárfestingar
Bjami Guðmundsson
Landbúnaóarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Búvélar vega þungt í íjárfestingum og rekstri. Dráttarvélin er jafnan dýrasta einstaka búvélin. Mikilvægt er því
að undirbúa kaup á henni afar vandlega og gæta hagsýni í rekstri hennar. Línulegt samhengi er á milli kaupverðs
dráttarvéla og stærðar þeirra (afls; hö, kW). í greininni er bent á einfalda leið til þess að fmna hagkvæma stærð
þegar dráttarvél er keypt. Byggist hún á því að meta aflþörf hinna ýmsu verka sem vinna á með dráttarvélinni, og
leggja síðan mat á árlegan fastan kostnað af henni annars vegar og kosmað vegna fráviks ffá kjörtima (kjörafli)
hins vegar. Sérstaklega er bent á nauðsyn þess að meta hvað aðrir möguleikar til þess að leysa aflffekustu verkin
kosta (annað verkfæri, breytt verkaskipulag, leiga á dráttarvél, kaup á notaðri dráttarvél...).
INNGANGUR
Dráttarvélin er þungamiðja vélvæðingar á öllum búum með eigin fóðurframleiðslu. Könnun,
gerð fyrir nokkrum árum (Pétur Jónsson 1993), sýndi að tæpur helmingur árlegrar vélafjár-
festingar var í dráttarvélum. Því varðar miklu að kaup dráttarvéla séu undirbúin af kostgæfni.
Sem aflgjafar hinna ýmsu verka og verkfæra þurfa dráttarvélamar að mæta mjög mismunandi
kröfum. Snúið getur verið að mæta þeim samtímis því sem aðhalds er gætt í fjárfestingu.
KAUPVERÐ DRÁTTARVÉLA - ÁRSKOSTNAÐUR
Kaupverð dráttarvélar myndar stofninn að þeim fasta kostnaði sem greiða þarf af henni ár
hvert. Ósjaldan myndar fasti kostnaðurinn meginhluta hins árlega dráttarvélakostnaðar. Kaup-
verð nýrra dráttarvéla er línulegt fall af stærð þeirra, metinni í hestöflum (eða kW). Sérbún-
aður vélanna og fleiri þættir valda nokkrum frávikum sem þó breyta litlu um meginregluna.
Kaupverðslína algengra dráttarvéla, reiknuð skv. upplýsingum búvélasala í Reykjavík vorið
2001, var þessi:
y= 352 + 31,9x ^=0,88 p<0,001 [1]
Hér er y kaupverð dráttarvélanna, án VSK í þús. króna, en x stærð þeirra í hestöflum.
Hvert viðbótarhestafl þeirra kostaði því að meðaltali 31.900 kr.
ÞÖRFIN
Kaup eru gerð til þess að mæta þörf. Dráttarvélinni er ætlað að vinna ákveðin verk. Hvert
þeirra kallar á tiltekna orku (aflxtíma). Ódýr smádráttarvél, t.d. 10 hö, gæti því hæglega knúið
flest vélaverk á búinu, aðeins ef hún fengi að ganga dag og nótt. Hins vegar þarf að taka laun
og kostnað vegna kjörtímafráviks með í reikninginn, því lágmarka þarf árskostnaðinn vegna
dráttarvélarinnar (ÁK). Hann má skrifa þannig (Hunt 1995):
ÁK= (FK) y/100 + N (E + V + L + Kvk) [2]
FK = Fastur árskostaaður, %.
y = Kaupverð dráttarvélarinnar (y= a+b x), sjá [ 1 ].
N = Notkun á ári, klst.
E = Eldsneyti og olíur, kr/klst.
V = Viðhald, kr/klst.
L = Laun, kr/klst.
Kvk = Kostnaður vegna kjörtímaíráviks, kr/klst.