Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 319
317
Flest verk eiga sér kjörtíma. Þá þarf að vinna verkið; ella verðnr til kostnaður vegna
kjörtímafráviks (Kvk, Bjami Guðmundsson 2001a). Hins vegar má verkhraðinn ekki kosta
hvað sem er. Því er gerð krafa um „eðlileg“ vinnuafköst. Þau afköst byggjast á tilteknu afli
dráttarvélarinnar, þótt ekki megi gleyma þvi að skipulag verka hefur hér afar mikið að segja.
Undirbúningur dráttarvélakaupa felst einkum í tvennu:
• að greina aflþörf verka sem bíða dráttarvélarinnar,
* að meta kostnað vegna kjörtimafráviks verka sem vinna á með dráttarvélinni.
Aflþörfin
Aflþörf verks er oflast nátengd kröfu okkar um afköst sem að
sínu leyti tengist kostnaði vegna fráviks verksins frá kjör-
tíma. Með hliðsjón af almennum kröfum um vinnuafköst má
skilgreina kröfur um aflþörf hinna ýmsu verka sem unnin eru
með dráttarvélum (<www.rala.is/but>). í 1. töflu má sjá
dæmi um aflkröfu algengra búverka (Bjami Guðmundsson
200lb).
Með „þunga-aflþörf ‘ er vísað til þess að verkfærið gerir
sérstakar kröfur til þunga dráttarvélarinnar, sem það er tengt
við, vegna stöðugleika, dráttarafls o.fl. Þungi og afl dráttar-
vélanna fylgjast jafnan að.
Kostnaður vegna kjörtímafráviks (Kvk)
Vandasamt getur verið að áætla hvað verkatöf muni kosta, í krónum á klukkustund. Hvað
kostar það til dæmis að vera 5 klst lengur að slá túnið, fara 10% fleiri ferðir við heimflutning
rúllubagganna ellegar að vera 2 klst lengur að herfa eða plægja grænfóðurakrana? Nauð-
synlegt er þó að reyna að setja verðmætatölur á frávikin, byggðar á mati á aðstæðum á hinu
einstaka búi.
NOTKUN DRÁTTARVÉLANNA
Tvennt einkennir öðru ffernur notkun dráttarvélanna: tak-
mörkuð árleg notkun, hérlendis 530-850 vinnustundir á ári
á meðalbúi (Bjami Guðmundsson 2001b), og takmörkuð
nýting afls vélanna. Nákvæmar reynslutölur um hana fyrir
innlendar aðstæður eigum við ekki, en styðjast má við erlend
dæmi:
Við sjáum að í 60% vinnutímans em dráttarvélamar
aðeins að nýta innan við 60% af afli sínu (2. tafla). Þessar
tölur em frá akuryrkjulöndum. Sennilega em aflnýtingartölur
dráttarvéla hérlendis enn lægri. Þær þyrfti þó að kanna nánar.
HAGKVÆMASTIKOSTUR - AÐFERÐ TIL NÁLGUNAR
Reyna má eftirfarandi aðferð til þess að nálgast hagkvæman/hagkvæmasta dráttarvélakostinn:
1. Gerð er skrá yfir helstu búverkin sem vinna á með dráttarvélinni:
Vcrk Aflþörf Áætlaður verktimi á ári
.o.s.frv.
2. tafla. Hlutfallsleg skipting
notkunartíma dráttarvéla eftir afl-
notkun (Wimey 1988).
Aflnotkun % af hámarksafli Notkunartími %
Meira en 80 16,8
80-60 23,9
60—40 22,6
40-20 17,5
Minna en 20 19,2
1. tafla. Dæmi um algenga afl-
þörf nokkurra búverka.
Aflþörf Þunga-
verks aflþörf
Verk hö hö
Plæging 75 75
Sláttur 40 80
Heysnúningur 25 70
Rakstur 25 50-80
Rúllubinding 65 90
Rúllupökkun 30 60