Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 320
318
2. Reiknaður er fastur kostnaður af dráttarvél skv. kaupalínunni [1] og miðað við
dráttarvélarstærð (hö) sem getur leyst:
a. öll verk miðað við aflþörf, skv. skránni i 1. lið hér að framan,
b. 90% verka - - -,
c. 80% verka -
Til einföldunar í fyrstu umferð má reikna árlega fasta kostnaðinn sem 0,15 *
kaupverð dráttarvélarinnar (vextiH-afskriftir). Einnig má benda á handhæga reiknivél
til þessa á heimasíðunni <www.rala.is/but >.
3. Rannsakað er hvemig leysa má 10 og/eða 20% aflfrekustu verkin, skv. 1. lið með
öðrum hætti og hvað það kostar:
a. Má verkið taka lengri tíma? Þannig má oft komast af með minna afl. Hvað
kostar það í vinnulaunum? Hvað kostar tíminn/töfm í fráviki verksins frá kjör-
tima?, sjá líkingu [2].
b. Kemur til greina að fá verktaka eða gera samning við vel vélvæddan nágranna
um að leysa þennan hluta verkanna? Hvað kostar það? Gæti fylgt því kostn-
aður vegna kjörtímaffáviks?
c. Mætti breyta vinnuaðferðum og/eða skipulagi verkanna þannig að raunvemleg
aflþörf dýmstu verkanna skv. 1. lið verði minni?
4. Loks em bomir saman kostnaðarliðimir, þ.e. mismunurinn (a-b) og (a-c) skv. 2. lið
(A) og úrbótaliðimir skv. 3. lið að viðbættum hugsanlegum kostnaði vegna
kjörtimaffáviks (B). Með einfolduðum hætti liggur þá fyrir að;
ef A>B : „Minni“ dráttarvélin er hagkvæmari
ef A<B : „Stærri“ dráttarvélin er hagkvæmari
NOKKUR ATHUGUNAREFNI
Hér hefur verið bent á einfalda aðferð til þess velja stærð dráttarvéla með hliðsjón af hag-
kvæmni fjárfestingarinnar. Þótt aðferðina megi nota við val á stakri dráttarvél á aðferðin
sennilega enn betur við þegar um val á fleiri vélum búsins er að ræða, og þá bæði
dráttarvélum og verkfærum. Þannig opnast fleiri kostir varðandi aflþörf hinna ýmsu verka, en
hún ræður miklu um fastan kostnað af dráttarvélunum. Takmörkuð ársnotkun dráttarvéla
veldur miklum kostnaði á hveija vinnustund þeirra, sem einkum verður til vegna vaxta og
afskrifta. Hinn breytilegi kostnaður er oft(-ast) minni hluti árskostnaðar. Kaupverð
dráttarvélarinnar er því stærðin sem mestu veldur um rekstrarkostnaðinn. Sakir hinna sterku
tengsla afls og kaupverðs nýrra dráttarvéla er raunsætt mat á aflkröfum umfangsmestu bú-
verkanna mikilvæg forsenda hagkvæmrar fjárfestingar. Þá getur líka verið réttmætt að meta
með sama hætti fýsileika þess að kaupa notaða dráttarvél. Að lokum stendur þó kaupandinn
ffamrni fyrir vali sem hann einn þarf að bera ábyrgð á.
HEIMILDIR
Bjami Guðmundsson, 200 la. Búvélahagftæði. Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, 50 s.
Bjami Guðmundsson, 2001b. Vélvæðing - hvað er hagkvæmt? Ráðstefha LL, BÍ og Bst um rekstur og fjárfest-
ingar í landbúnaði. Reykjavík, 23. okt. 2001.
Hunt, D., 1995. Farm Power and Machinery Management. Iowa State University Press, Ames, 363 s.
Pétur Jónsson, 1993. Vélvæðing í íslenskum landbúnaði. Fjölrit Rala nr 162, 31 s.
Wimey, B., 1988. Choosing and Using Farm Machines. Longman Sci. & Techn., 412 s.
Vefsíða Rala, bútæknisvið: <www.rala.is/but>.