Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 325
323
RAÐUNflUTRFUIMDUR 2002
Athugua á gerlum í íslensku og innfluttu grænmeti
Ólafur Reykdal1, ValurN. Gunnlaugsson1, Hannes Magnússon2 og
Haukur Sigurðsson3
1 Matvœlarannsóknum Keldnaholti
2 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Samhandi garðyrkjubœnda
Lágmarksmeðhöndlun matvæla (minimal processing) hefiir færst í vöxt á undanfomum árum.
Neytendur vilja nú gjaman neyta ferskra matvæla, ekki síst fersks grænmetis, og skiptir þá
miklu máli að ekki séu óæskilegir gerlar á grænmetinu. Víða erlendis hefur matarsýkingum
sem rekja má til ferskra matvæla, fjölgað samhliða því að hlutur þeirra á matvælamarkaði
hefur aukist. Það er því meiri þörf en áður að fylgjast með gerlum í fersku grænmeti.
í innri vefjum planma em engir eða örfáir gerlar. Á yfirborði grænmetis getur verið tals-
vert af gerlum og geta þeir borist úr jarðvegi, frá húsnæði, umbúðum og af höndum starfs-
manna. Búfjáráburður getur verið uppspretta óæskilegra gerla eins og Salmonella og Listeria.
Miklu máli skiptir hversu mikið er af gerlum í nánasta umhverfí grænmetisframleiðslunnar og
hvort um er að ræða gerla sem geta valdið matarsýkingum.
Á árinu 2001 var í fyrsta sinn unnin athugun á gerlum í helstu tegundum af íslensku og
innfluttu grænmeti. Verkefnið var unnið fyrir frumkvæði Sambands garðyrkjubænda og með
stuðningi Framleiðnisjóðs. Áður höfðu aðeins verið gerðar mælingar á gerlum í íslensku
grænmeti ef upp kom grunur um að grænmetið ætti þátt í matarsjúkdómum. Gerðar voru á
árinu 2001 athuganir á heildargerlafjölda, kólí- og saurkólígerlum, Salmonella og Listeria
gerlum í sýnum af íslensku og innfluttu grænmeti. Sýni voru tekin af 10 grænmetistegundum
sem oft eru borðaðar hráar: blómkáli, hvítkáli, jöklasalati, kínakáli, salati, gulrófum, gul-
rótum, sveppum, papriku, gúrkum og tómötum. Heildarfjöldi sýna var 45, þar af voru fjögur
sýni af liffænt ræktuðu grænmeti.
Heildargerlafjöldi var mjög lágur i blómkáli, hvítkáli, jöklasalati, gulrófum, paprikum,
gúrkum og tómötmn, hvort sem um var að ræða innlent eða innflutt grænmeti. Aðeins eitt
sýni, hollenskar gulrætur, fór yfir viðmiðunargildi Hollustuvemdar fyrir heildargerlafjölda.
Fyrir sömu grænmetistegund gat heildargerlafjöldi verið mjög breytilegur. Þetta átti við um
kínakál, salat, gulrætur, sveppi og gúrkur og skiptir þetta talsverðu máli fyrir geymsluþol á
salatblöndum. Fjöldi kólígerla var yfirleitt lágur, en mestur fjöldi kom ffam fyrir salat, gul-
rætur og kínakál. Saurkólígerlar, Salmonella og Listeria greindust ekki.
Lágur gerlafjöldi kom ffam bæði fyrir íslenskt og innflutt grænmeti. Það hve gerlafjöldi
var lágur í innfluttu jöklasalati vakti athygli, en vitað er að kæling þess er mjög góð. Athyglis-
vert er að gerlafjöldi í sýnum af líffænt ræktuðu grænmeti (fjögur sýni af íslenskri ffam-
leiðslu) var meðal þess lægsta sem mældist.