Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 327
325
RflÐUNfllfmfUNDUR 2002
Fegurri sveitir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Verkefhisstjóri
Fegurri sveitir
• Verkefnið er á vegum landbúnaðarráðuneytisins. I framkvæmdanefiid eiga sæti fulltrúar
frá landbúnaðarráðuneyti, Bændasamtökum íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Kvenfélagasambandi íslands og umhverfisráðuneyti.
Markmið
• Fegurri sveitir er átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á
sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess
að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Víða er verið að vinna gott starf og það bera
að kynna, öðrum til eftirbreytni. Með kynningu, fræðslu og skipulagningu má hvetja
menn til dáða, auðvelda þeim verkin og ná niður kostnaði við framkvæmdir.
Hvers vegna?
• íslenskar sveitir eru vissulega fagrar og dreifbýlisbúar jafiit sem þéttbýlisbúar hafa tekið
vel við sér siðustu ár í takt við breyttar áherslur í umhverfismálum á nýrri öld. Ásýnd
sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðssetningu landbúnaðarafurða og hefiir án efa
áhrif á sjálfsvirðingu og liðan ábúenda.
Víða er verið að vinna gott starf til þess að bæta það sem þarf að laga. En það er við
ákveðinn fortíðarvanda að etja og oft er dýrt að taka til í sveitum, vegna flutningskostnaðar.
Þeim mun mikilvægara er að skipuleggja aðgerðir vel. Það er lykilatriði að dreifbýlisbúar fái
góða þjónustu á sviði umhverfismála, t.d. að það séu greiðar förgunarleiðir fyrir það sem
menn þurfa að losna við. Mikilvægt er að fá sem flesta til að vera með í verkefninu; sveitar-
félög, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Góð samvinna er lykilatriði, þannig að vel takist
til með þetta stóra verkefni. Margt hefur breyst, og er að breytast, í umhverfismálum á íslandi.
Sem dæmi má nefiia kröfur um frárennsli og gæði neysluvatns. Hlutaðeigandi þurfa að þekkja
gildandi lög og reglur og leiðir til að ná að uppfylla þær. Það eru ekki bara bændur heldur allt
dreifbýlið sem fellur undir markhóp verkefhisins og nokkur sveitarfélög hafa tengt eyðibýli,
iðnaðarhverfi og/eða hesthúsabyggð við aðgerðir sinar.
Hvað?
Sem dæmi má nefna að:
• mála hús og mannvirki,
• endurreisa /viðhalda gömlum mann-
virkjum sem hafa vemdargildi,
• rifa ónýt og/eða hálffallin mannvirki
sem engin menningarverðmæti eru í,
• fjarlægja ónýtar vélar og annað
brotajám, eða koma því fyrir á
snyrtilegan hátt,
• fj arlægj a ónýtar girðingar,
• hreinsa fjörur, ár og vötn,
• safna rúlluplasti, áburðarpokum o.fl.
þ.h., pressa það saman og farga því á
viðeigandi hátt,
• merkja kennileiti, s.s. göngustíga,
heimreiðar, eyðibýli o.fl.,
• bera möl í plön og slóða,
• ganga rétt frá vatnsbólum.