Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 330
328
RAÐUNflUTRFUNDUR 2002
Endurmenntun um aldamót
Helgi Bjöm Ólafsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyrí, endurmenntunardeild
YFIRLIT
Endurmenntunardeild hefur verið starírækt með formlegum hætti við Landbúnaðarháskólann Hvanneyri undan-
farin 14 ár. Margir hafa komið að því starfi frá upphafi og mörg námskeið verið haldin vítt og breitt um landið.
Þau námskeið sem eru haldin em flest ætluð bændum, en einnig ráðunautum og öðm starfsfólki í landbúnaðar-
geiranum. Einnig hafa verið haldin námskeið fyrir nemendur erlendra landbúnaðarskóla. Endurmenntunarstarfið
hefur verið dyggilega stutt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins í gegnum árin og hefði vafalaust ekki náð slíkri
fótfestu sem raun varð á án tilkomu þess stuðnings. I þessari grein sem fylgir veggspjaldi á Ráðunautafundi er
ætlunin að fjalla um endurmenntun LBH og gera úttekt á tölulegum upplýsingum síðustu þriggja ára, 1999-
2001.
INNGANGUR
Undanfarin ár hefur aukist mjög að LBH haldi námskeið annars staðar en á Hvanneyri. í dag
eru um 2/3 námskeiða haldin annars staðar. Þannig er komið til móts við bændur sem oft eiga
erfitt með að komast af bæ til lengri tíma. Þetta köllum við að koma heim í hérað. Það má líka
vera ljóst að líklega er minni fyrirhöfii fyrir einn eða tvo leiðbeinendur að fara á ákveðið
svæði en að 10-20 bændur þurfi að leggja land undir fót. Þetta er þó háð því hvort aðstaða sé
fullnægjandi fyrir tiltekið námskeið, og er svo yfirleitt. Á móti krefst það meiri skipulagn-
ingar frá hendi námskeiðshaldara að fara með námskeið vítt og breitt um landið.
Það að koma með námskeið heim í hérað gerir bændum kleift að sækja námskeið milli
mála eins og sagt er, kúabændur geta sem sagt sótt námskeið milli mjalta. Að auki þurfa
bændur þá ekki að kaupa sér gistingu og ekki fæði nema að litlu leyti. Það er þó viðurkennt að
það hefur tvímælalaust sína kosti að koma saman á námskeiði eða fundi fjarri heimabyggð og
hitta starfsbræður sína annars staðar af landinu. Þar skiptast menn á skoðunum, umræður geta
orðið fjölbreyttari og kynni takast með fólki milli landshluta. Það er því nauðsynlegt fyrir
landbúnaðinn að geta skapað slíkt umhverfi, nokkurs konar miðstöð til endurmenntunar líkt
og Hvanneyri hefur verið. Það er þó jákvæð þróun að fleiri námskeið eru haldin í heimabyggð
þátttakenda, en þessar tvær leiðir munu báðar verða famar áfram og eitthvert jafiivægi mun
myndast á milli þeirra.
LANDSHLUT AR
Námskeiðahald er skipulagt þannig að reynt sé að þjóna öllu landinu. Landinu er skipt í sex
hluta, Austurland, Norðurland, Suðurland, Vestfirði, Vesturland og Suðvestm-hom. Innan
hvers landshluta er síðan reynt að koma til móts við flest hémð, en oftast þurfa þeir sem búa í
fámennustu hémðunum að fara heldur lengri veg. Þátttaka fólks frá landshlutunum er að
nokkm leyti háð hvað er þar í boði hveiju sinni, en námskeið á Hvanneyri em öllum lands-
hlutum opin og því getur fólk sótt þangað það sem ekki býðst í heimahéraði. Flest námskeið
em yfirleitt í boði þó ekki séu þau auglýst sérstaklega og því ræður fhimkvæði aðila heima í
héraði nokkm um hvaða námskeið em haldin og hvar.
Eins og sjá má á 1. mynd þá em norðlenskir bændur fjölmennastir á námskeiðunum, en
þetta hlutfall endurspeglast auðvitað af fjölda bænda í hveijum landshluta. Sé hins vegar
gerður grófur samanburður á fjölda þátttakenda í hlutfalli við fjölda búa í hveijum landshluta