Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Rauðrófusalat Auðar
1-3 rauðrófur (eftir stærð)
best er að nota vakúmpakkaðar lífrænar rauðrófur sem
fást í Nóatúni eða blanda saman hrárri og niðursoðinni til
helminga
2-3 græn epli
1 Auður eða Dalahringur (ostur)
½ bolli kasjúhnetur (eða eftir smekk)
Safi úr hálfri sítrónu
Rauðrófur og epli skorin niður í hæfilega
bita og blandað saman. Sítróna kreist yfir.
Hnetum blandað saman við. Ostur skorinn
í þunnar sneiðar og blandað saman við.
Skreytt með fersku kóríander.
Hraunfiskur
a la Jón Rúnar
Hrökkbrauð smurt með
smjöri eða smjörva (Wasa
frukost eða sesam)
Harðfiskur (flök)
Grásleppukavíar (rauður og
svartur)
Hrökkbrauð skorið niður
í litla ferninga
Harðfiskur klipptur í
passlega bita og settur of-
an á
Skreytt með rauðum og
svörtum grásleppukavíar
Linsubauna- og bókhveitisalat – stútfullt af hollustu!
4 dl grænmetissoð
1 dl grænar linsubaunir
1 dl bókhveitigrjón
2 msk. ólífuolía
2 laukar
2 stilkar sellerí
3 gulrætur
4 hvítlauksgeirar
Kryddblanda:
1 tsk. majoram
1 tsk. timjan
Rifinn börkur af sítrónu
(heil til hálf, fer eftir stærð)
Handfylli af ferskri steinselju,
söxuð
1 msk. malað kúmmin
1 tsk. rauðar chilli-flögur
½ tsk. malaðar kardemommur
1 egg
Dressing:
5 msk. ólífuolía
safi úr einni sítrónu
salt og pipar
Aðferð:
Hitið grænmetissoðið að suðu og setjið linsubaun-
irnar í pottinn, lækkið hitann og hrærið þar til þær eru
mjúkar (15-20 mín). Sigtið en geymið vökvann. Setjið
linsurnar í stóra skál. Sjóðið bókhveitigrjónin þar til
þau eru stinn (u.þ.b. 15 mín). Hitið olíu í þykkbotna
potti, saxið laukinn og steikið þar til hann er glær, bæt-
ið þá sellerí, gulrótum og hvítlauk og haldið áfram að
elda þar til gulrætur verða mjúkar. Hrærið grænmet-
isblöndunni út í linsurnar.
Blandið kryddblöndunni saman og setjið til hliðar.
Hrærið eggið upp í skál og blandið saman við bók-
hveitigrjónin þegar þau eru tilbúin beint í pottinum og
látið eggið setjast í grjónin. Bætið þá vökvanum úr
linsubaununum saman við og hrærið saman.
Blandið bókhveitinu og linsubaununum saman og
síðan kryddblöndunni út í ásamt salt og pipar eftir
smekk.
Setjið dressingu yfir og blandið vel.
Berið fram volgt eða kalt.
Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og
góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem
vilja gera vel við sig. Líttu í kringum
þig í næstu verslun. Þú kemur eflaust
auga á eitthvað ljómandi gott.
HEILNÆMT OG
NÁTTÚRULEGT
LJÓMANDI
GOTT
solgaeti.isheilsa.is