Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 7
Helgarblað 19. janúar 2018 fréttir 7 „Krýsuvíkursamtökin hafa ekkert að fela“ Stjórn Krýsuvíkursamtakanna telur umfjöllun DV villandi E ins og fram hefur komið gerði Landlæknisembættið margvíslegar athugasemd- ir við starfsemi Með- ferðarheimilisins í Krýsuvík á ár- inu 2016. Meðal annars að hvorki lægi fyrir gæðahandbók né verk- lagsreglur, að skráning skjól- stæðinga væri á Excel-skjali í stað Sögu-forrits, að fagmönnun væri ónóg og að ráðgjafar hefðu ekki réttindi samkvæmt reglugerð. Við þessum athugasemdum var ekki brugðist árið 2016 en að sögn Sigurlínu Davíðsdóttur lektors, sem er stjórnarformaður Krýsu- víkursamtakanna, hafa samtökin sannarlega brugðist við síðan. „Við höfum látið útbúa gæða- handbók og kaupa sérstakt skrán- ingarforrit. Varðandi fagmönnun þá er það svo að þar sem ekki er læknir í fullu starfi í Krýsuvík þá er þjálfunartími ráðgjafa ekki viður- kenndur. Þeir hafa hins vegar menntun og starfsleyfi frá viður- kenndu, alþjóðlegu vottunarfyrir- tæki sem heitir International Certification & Reciprocity Consortium (IC&RC) og margs konar aðra menntun sem hentar okkur í Krýsuvík. Starfsleyfi þeirra frá þessu fyrirtæki er viður- kennt í Bandaríkjunum og flest- um Evrópulöndum öðrum en Ís- landi. Nú er þar einnig starfandi félagsráðgjafi, ásamt öðrum vel menntuðum ráðgjöfum, en þar sem reglugerð landlæknis um löggildingu ráðgjafastarfsins er að þessu leyti gölluð, höfum við enga leið til að fá okkar ráðgjafa- menntun viðurkennda,“ segir Sig- urlína í skriflegu svari til DV. Landlæknir gerði alvarlegar athugasemdir við að engin viðvera væri í húsinu frá klukkan 16.00 á hverjum degi. Sigurlína segir að ástæðan fyrir því fyrirkomulagi sé sú að það sé hluti af meðferðar- prógraminu að fólk sé látið taka ábyrgð á sér sjálft eftir að vinnu- deginum lýkur. „Við eigum könnun frá útskrifuðum skjólstæðingum þar sem þeir segja sjálfir að þetta sé stór hluti af þroska þeirra í með- ferðinni og þeir nefna þetta sem einn stærsta þáttinn í bata sínum. Einn af skjólstæðingunum, sá sem starfsfólk treystir til þessa, hefur neyðarsíma undir höndum sem hann getur notað til að hringja í starfsmann ef eitthvað kemur upp sem kallar á það. Sá starfsmaður getur verið kominn á staðinn eftir 20 mínútur ef þarf. Tilfelli sem þessi koma örsjaldan upp, og þá er brugðist við því atviki umsvifa- laust,“ segir Sigurlína. Í umfjöllun DV í síðustu viku var rætt við mann, Björn Ragnars- son, sem var látinn víkja sem ráð- gjafi eftir óeðlileg samskipti við skjólstæðing. Hann var síðan endurráðinn sem bílstjóri skömmu síðar en aftur kom upp óeðlilegt atvik sem hefur verið kært til lög- reglu. Varst þú upplýst um þessi meintu brot Björns, brottvikningu hans og endurráðningu? Hverju má það sæta að hann hafi verið endurráðinn eftir að hafa brugðist trausti með gróflegum hætti? „Björn viðurkenndi brot sitt umyrðalaust, var mjög leiður yfir því og var í fríi nokkra mánuði eftir það. Ekki var talið gerlegt að ráða hann aftur sem ráðgjafa, en þar sem sárlega vantaði staðarhaldara, var ákveðið að nokkrum mánuð- um liðnum að hafa hann í starfi til reynslu við viðgerðir á húsinu og bílunum og við almenna að- stoð á staðnum. Björn er mjög fær í þessu starfi og ákveðið var að gefa honum tækifæri til að sanna að brot hans hefði verið einangr- að og myndi ekki endurtaka sig. Þetta gekk ekki eftir og hann braut af sér aftur, þá var ekki um annað að velja en að láta hann hætta. Það má vel segja að við höfum verið of lin þarna og hugsanlega höfum við í fleiri tilfellum beðið of lengi með að segja upp fólki sem ekki var heppilegt til starfs í Krýsuvík,“ segir Sigurlína. Þá segir Sigurlína að forstöðu- maður meðferðarheimilisins hafi upplýst hana og stjórnina um meint óeðlileg samskipti sín við einn skjólstæðing Krýsuvíkur. Þessi tiltekni skjólstæðingur var rekinn úr meðferð fyrir agabrot en fékk síðan að koma strax aftur inn í meðferð sem engin fordæmi voru fyrir. Þá fékk hún ýmiss konar sér- meðferðir sem hleypti illu blóði í aðra skjólstæðinga. „Ég var ekki meðvituð um þessi samskipti þegar þau fóru fram og get held- ur ekki fjallað í fjölmiðlum um málefni einstakra skjólstæðinga. Hins vegar er forstöðumaðurinn nú búinn að upplýsa mig og aðra í stjórninni um þetta mál, sem er allt mjög erfitt og leiðinlegt,“ segir Sigurlína. Í umfjöllun DV voru starfsmenn meðferðarheimilisins sakaðir um hörku við brottrekstur skjól- stæðinga, að þeim væri skutlað á bensínstöðvar á höfuðborgar- svæðinu og skildir þar eftir um- komulausir, jafnvel á aðfangadag. Einnig að brottrekstur væri oft fyrir litlar sakir, eins og í tilfelli Jóns Einars Randverssonar. Jón Einar var rekinn úr meðferð fyrir afar léttvægt brot en hann hafði staðið sig afar vel að öllu öðru leyti. Hann grátbað um miskunn en fékk ekki. Innan við sólarhring eftir brott- reksturinn lést Jón Einar af völd- um of stórs skammts eiturlyfja. „Þegar skjólstæðingar brjóta hús- reglur þarf að láta þá fara af staðn- um. Það er aldrei gert nema að vel athuguðu máli og eftir að þeir hafa fengið tækifæri til að breyta hegð- un sinni, nema um sé að ræða of- beldi eða vímuefnaneyslu, þá er ekki um slíkt tækifæri að ræða,“ segir Sigurlína. Hún segir að skjól- stæðingar séu alltaf spurðir hvert eigi að skutla þeim og margir biðji um að láta skutla sér á bensínstöð í Hafnarfirði ef þeir geta beðið ein- hvern um að sækja sig þangað. „Starfsfólk hefur yfirleitt viðkomu á þessari bensínstöð á leið úr og í vinnu og skjólstæðingar koma þangað ef þeir þurfa að fá far til eða frá Krýsuvík. Það er því ofur eðlilegt að skilja skjólstæðinga eftir á bensínstöðvum, þessari eða einhverri annarri, hafi þeir sjálf- ir óskað eftir því. Fyrir mörgum árum báðu tvær konur um að láta skutla sér í bæinn rétt fyrir jól og þá var farið með þær á Konukot. Ekki hefur verið farið með fólk í bæinn á aðfangadag,“ segir í svari Sigurlínu. Þá héldu heimildarmenn DV því fram að starfsmannavelta samtakanna væri gríðarlega mikil, þvert á fullyrðingar forstöðu- manns meðferðarheimilisins. Að sögn Sigurlínu er starfsmannavelt- an misjöfn milli ára en í gegnum árin hafi góður hópur fólks starf- að saman árum saman ef það nær vel saman og ræður við starfið. Á síðasta ári hafi hins vegar verið nokkur velta á meðan verið var að finna ráðgjafa sem kom í stað ráðgjafans, Björns Ragnarssonar, sem var látinn fara út af meintu kynferðisbroti. Sigurlína segir að stjórnin sé upplýst um nýráðn- ingar og brottrekstur starfsmanna, en hún kemur ekki að slíkum mál- um beint. „Þau eru á hendi stjórn- enda meðferðarheimilisins, enda eru það þeir sem bera starfsemina áfram frá degi til dags og sitja uppi með afleiðingarnar ef ráðningar hafa ekki tekist sem skyldi. Eftir að Björn hætti eftir mörg ár í farsælu starfi sem ráðgjafi, reyndum við fyrir okkur með nýja ráðgjafa, sem ekki gekk sérlega vel í fyrstu, en nú virðist vera kominn traustur hóp- ur til starfa, sem vonir eru bundn- ar við,“ segir Sigurlína. Að hennar sögn hentar það ekki hverjum sem er að vinna sem ráðgjafi í Krýsuvík og það sé enginn áfellisdómur yfir þeim sem ekki ráða við það. „Skjólstæðingar eru í meðferð í marga mánuði og það er mikill línudans að nálgast þá í kærleika en halda samt uppi ákveðnum aga og hjálpa þeim til að snúa lífi sínu til betri vegar. Það er líka erfitt fyrir nýja ráðgjafa að horfa upp á þegar þarf að láta skjólstæðinga fara eftir brot á hús- reglum. Það er þó mikill ábyrgðar- hluti að halda rými í meðferðinni fyrir fólk sem ekki nýtir sér úr- ræðið til að breyta lífsstíl sínum, þegar biðlistinn er eins ógnvæn- legur og raun ber vitni. Og reynd- ar koma flestir þeirra sem hafa verið látnir fara af staðnum aftur þegar þeir eru orðnir reiðubún- ari til að taka við því sem er í boði í Krýsuvík. Hins vegar kemur það því miður of oft fyrir að biðin reyn- ist fólki ofviða og á síðasta ári dóu nokkrir af biðlistanum áður en þeir komust inn,“ segir Sigurlína. Með svörum sínum sendi Sig- urlína yfirlýsingu frá Krýsuvíkur- samtökunum sem DV er bæði ljúft og skylt að birta. Yfirlýsing frá stjórn Krýsuvíkur- samtakanna – hafa ekkert að fela Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hef- ur óskað eftir að embætti Land- læknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík. Undanfarið hefur verið vegið að starfsemi heimilisins og starfs- heiðri þess fólks sem þar vinnur með harkalegri og villandi fjöl- miðlaumfjöllun. Stjórnin vísar þessari gagnrýni á bug en telur nauðsynlegt að taka af allan vafa um árangur þess faglega starfs sem unnið hefur verið á Með- ferðarheimilinu í Krýsuvík. Þess vegna leitar stjórn samtakanna nú til landlæknisembættisins sem lögum samkvæmt ber að hafa eft- irlit með starfsemi sem þessari. Á Meðferðarheimilinu í Krýsu- vík er lögð áhersla á að styrkja til sjálfshjálpar vímuefnaneytendur sem ekki hafa náð árangri á hefð- bundnum meðferðarstofnunum. Meðferðin er einstaklingsmiðuð langtímameðferð þar sem gert er ráð fyrir að skjólstæðingar dvelji í sex mánuði áður en þeir útskrif- ast. Meðferðin byggir á þremur meginþáttum, meðferð, námi og vinnu og grundvallast á 12 spora kerfi AA-samtakanna. Þátttaka í meðferðinni er krefj- andi og tekur oft á þá einstaklinga sem hana sækja og því eru margir sem ekki ná að ljúka henni. Rann- sóknir sýna að þeim sem dvelja lengur í meðferð vegnar betur en hinum sem stoppa stutt. Fjöldi meðferðarrýma í Krýsuvík er tak- markaður og langur biðlisti eftir að komast að. Árangur Undanfarin ár hafa óháðir aðilar verið fengnir til að leggja mat á ár- angur þeirrar vímuefnameðferð- ar sem fram fer á Meðferðarheim- ilinu í Krýsuvík. Árangursmat þeirra hefur tekið til fjögurra til fimm ára í senn og verið birt í þremur skýrslum, 2005, 2010 og 2015. Þar kemur fram að af þeim sem útskrifast úr meðferðinni eftir 6 mánuði voru 56,3–65,6% án vímuefna ári eftir að meðferð lauk en 31,3–40% að tveimur árum liðnum. Af þeim sem voru leng- ur en 3 mánuði en luku ekki með- ferð voru 10,3–27,8% án vímu- efna ári eftir meðferð en 4,3–26,7% tveimur árum eftir meðferð. Gerðar hafa verið tilraunir til að meta samfélagslegan ávinning af þeim fjármunum sem varið er til meðferðarinnar í Krýsuvík. Þeir útreikningar benda til að ábati samfélagsins sé þrisvar til sjö sinn- um hærri upphæð en sú sem fjár- fest er í meðferðinni. Krýsuvíkursamtökin leggja áherslu á að starfa á faglegum grunni og hafa ekkert að fela. n Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnarfor- maður Krýsuvíkursamtakanna. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.