Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 68
68 fólk Helgarblað 19. janúar 2018 K ristinn Kristmundsson, eða Kiddi Vídjófluga, var einn af þeim allra fyrstu til að reka myndbandaleigu á Íslandi. Leigan Vídjóflugan var starfrækt í heimahúsi hans á Egilsstöðum til ársins 2011. Kiddi er líflegur maður og ferill hans er óvanalegur. Sam­ hliða myndbandaútleigunni smíð­ aði hann líkkistur, rak vistvænan kóksjálfsala og sýndi diskódans í einkasamkvæmum. Við þetta fékk hann hjálp að handan. DV spurði Kidda hvað væri að frétta af honum. „Ég er núna í skúringum og er að hvíla mig aðeins á kistunum. Ég er að tæma Laufásinn, húsið sem ég er alinn upp í og það gekk svo­ lítið nærri mér.“ Hann hefur einnig leigt út húsnæðið sitt og býr með aldraðri frænku sinni. „Ég er að hjálpa henni til að geta búið heima hjá sér. Það fer mjög vel um okkur.“ Kiddi er 63 ára gamall og alinn upp í Hjaltastaðarþinghá, nálægt Borgarfirði eystra, en flutti tólf ára til Egilsstaða þar sem hann hefur búið allar götur síðan. Móðir hans og faðir eru bæði látin en hann á tvo bræður á áttræðisaldri. Vill opna safn Ertu enn með spólurnar? „Ég á þær allar til og geymi í gömlu sláturhúsi í næstu sveit. Þær eru á bilinu 30 til 40 þúsund, ég er ekki alveg viss. Ég sé verð­ mæti í öllu og hendi engu. Mig dreymir um að setja upp safn en margir hafa reynt að fá mig ofan af þeirri hugmynd. Ég er svo­ lítið þrjóskur og er ekki tilbúinn að gefa mig með þetta. Aldrei að vita nema einhver góður væri til í að styðja mig í því verkefni.“ Hann segir þó ekki um kvikmyndasafn að ræða heldur frekar safn með ýmsu dóti svipað og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. „En ég vil samt hafa þetta öðruvísi, ég er ekki mik­ ið að apa eftir öðrum. Ég er meira að hugsa um samtíðarsafn, safn með tölvum, þvottavélum, ljósum og græjum og öllu mögulegu.“ Kiddi hefur ekki mikla trú á að bæjarstjórn styrki hann í þessu verk­ efni en hann segist hafa fengið boð um að koma slíku safni á fót á öðr­ um stað. „Ég er að aðstoða á hóteli og fólkinu þar fannst þetta glimrandi hugmynd hjá mér. Ég er frumkvöð­ ull og svo ráða aðrir hvort þeir feti slóðina á eftir mér.“ En þangað til slíkt safn kemst á koppinn er Kiddi að hugsa um að smíða trégám og hafa spólurnar þar í geymslu með að­ gengi. „Ég er með svona yfirnáttúru­ lega móttakara og get ekki farið að sofa þegar ég fæ svona hugmyndir.“ Hann segir að fólk á aldur við hann sakni leigunnar. „Þetta er fólk sem er ekkert að horfa á Netflix eða sækja á netinu. Það kann ekki einu sinni á vod­ið, kann bara að kveikja og slökkva á sjónvarpinu.“ Brotist inn í vistvænan sjálfsala Ein hugmyndin sem birtist Kidda að handan var að opna vistvænan Coke­sjálfsala. Sjálfsalinn er á ber­ angri í Hjaltastaðarþinghá. „Hann er reyndar lokaður núna. Það var brotist inn í hann fyrir Bræðsluna og ég hafði ekki tíma til að koma honum aftur í gang í sumar. Ég fæ meiri tekjur úr skúringunum og öðru en sjálfsalanum. Glerið var brotið en maskínan sjálf er í lagi og fólk hefur beðið mig að gefast ekki upp á þessu.“ Áður en sjálfsalinn var skemmdur hafði Kiddi nýlega gert hann upp, með nýjum panel, dúk á gólfið og einangrun. „Ég var alveg hrikalega svekktur, því að Bræðslan er auðvitað langstærsta helgin.“ Átti von á heimsókn frá Rúnari Júl Ert þú skyggn? „Ég gæti ekki starfað sem mið­ ill en ég finn fyrir ýmsu og hef gert síðan rétt fyrir fermingu. Í fyrsta skiptið var ég hræddur en síðan sá ég að þetta var eitthvað sem ég varð að lifa með og er sáttur við í dag.“ Truflar þetta þig ekkert? „Nei, þetta er búið að hjálpa mér. Ég man eftir atviki þegar maður sem ég var að smíða kistu fyrir birtist mér líkt og hann væri ljóslifandi inni í sprautuklefan­ um. Ég sagði hjúkkunum að kistan þurfti að vera tíu sentimetrum hærri og sjö sentimetrum breiðari en samkvæmt upprunalegu mæl­ ingunum og það passaði hjá mér. Lofthæðin í klefanum mínum er 210 og ég sá að hann vantaði að­ eins fimm sentimetra upp í þak.“ Hefur þú fengið heimsóknir frá einhverjum frægum? „Ekki enn. En ég átti nú svo sem von á því að fá heimsókn frá Rúnari Júlíussyni sem ég fór með til Jamaíku á sínum tíma, og reynd­ ar hef ég grun um að hann hafi ein­ hvern tímann kíkt á mig. En ég hef ekki fattað það fyrr en eftir á.“ Draumaferð til Jamaíku Ferðin til Jamaíku, árið 2008, er eina skiptið sem Kiddi hefur kíkt út fyrir landsteinana. Hann segir eyjuna ótrúlega fallega og menn­ inguna sérstaka. Kiddi er í miklum tengslum við tónlistarmanninn Bjartmar Guðlaugsson. „ Rúnar hafði farið þarna út árið áður. Rúnar spanaði Bjartmar og Bjart­ mar spanaði mig upp í að fara út. Síðan voru fleiri sem komu með.“ Kiddi segir þetta hafa verið mik­ ið ævintýri og honum hafi liðið eins og hann væri orðinn sex eða sjö ára strákur aftur. „Maður teygði höndina út um gluggann og náði sér í banana ef maður vildi.“ En jafnframt sá hann ljótu hliðarnar líka, sér í lagi mikla stéttaskiptingu. Sástu fólk reykja marijúana þarna úti? „Maður sá það alveg. Það var hægt að fara inn í búllur og þar voru einhver horn seld. Ég snerti ekkert svoleiðis en strákarnir sem komu með mér voru nú eitthvað að gantast með þetta. Ég þurfti þá aðeins að stríða þeim. Það er alltaf stutt í púkann í mér.“ Diskógallinn fylgir út lífið Kiddi er mikill dansari og diskó­ dans er hans sérgrein. Hann á galla og græjur sem hann notar við skemmtanir og er jafnan vel tekið. „Ég hef skemmt á Borgarfirði eystra, á Bræðslunni, á Seyðisfirði, í gift­ ingum og alltaf ef einhver hringir og biður mig um það. Diskógallinn minn mun fylgja mér alla ævi. Ég er alveg ófeiminn, ég hlýt að hafa skil­ ið feimnina eftir í grunnskóla.“ Það er ekki að sjá að Kiddi sé kominn á sjötugsaldurinn. Hann hefur mikinn áhuga og vit á græj­ um og fær auk þess hjálp að hand­ an. „Ef heilsan leyfir er aldrei að vita hvað ég geri næst.“ n Kiddi Vídjófluga vill opna safn n Frumkvöðull og græjukarl n Býr með aldraðri frænku n Sér látið fólk „Get ekki farið að sofa þegar ég fæ svona hugmyndirKristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kiddi Vídjófluga „Ég gæti ekki starfað sem miðill en ég finn fyrir ýmsu og hef gert síðan rétt fyrir fermingu“ Á Jamaíku „Það er alltaf stutt í púkann í mér“ Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan l li veisl j st Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir i fti i il Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.