Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 78
78 fólk Helgarblað 19. janúar 2018 hin hliðin „DonalD Trump myrTur! Hvers eiga Friðrik Dór og lagarFljóTsormurinn að gjalDa?“ Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og Föstudagslaganna, leiðsögumaður og faðir, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Hann gaf sér tíma frá stúdíóvinnu til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvað verslun færirðu? Ellingsen. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Ég er ekki hér. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Axel Foley-stefið. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Ekkert. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, við hvaða lag myndirðu vilja dansa? Killing in the name of. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Af hverju ekki? Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Björgvin Halldórsson. Hvert er versta hrós sem þú hefur feng- ið? Stefán. Þú ert ekkert svo ógeðslega heimskur. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? U, já! Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að láta af? Að míga utan í dekk á bílum. Hverju laugstu síðast? Svarinu við spurn- ingunni á undan. Um hvað geta allir í heiminum verið sam- mála? Að súkkulaði með appelsínubragði er viðbjóður. Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði? Til dæmis að safna dauðu skinni í krukku. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Jasmine. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Tónleikum með Michael Jackson. Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman? Fæturnir á mér. Hver er fyndnasta „pick-up“-lína sem þú hefur heyrt? Ef ég væri ekki 100% viss um að þú værir lesbía, mundi ég halda að þú værir að reyna við mig. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Hvað mundi Van Damme nefna ál fyrirtækið sitt? Van Damme ál. Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Súkkulaði með appelsínubragði. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Pakka kavíar í öskjur. Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Ég skil ekki spurninguna. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Hlaupa maraþon, spila tvenna tónleika og djamma til hálf sex. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Vá, flestar íþróttir ölvaðra væru fáránlega fyndnar, en ég væri til í að sjá ofurölvi hópfimleika. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Texas Chainsaw Massacre. Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Óspektir við yfirvaldið. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Kjartan galdrakarl, hann hatar strumpa. Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta? Aldrei aldrei land. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að vera fátækir. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Vandræðalegt. Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast? Ég færi á rönguna. Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi? Vegna þess að svín geta ekki séð himininn og því vita þau ekki að hann sé til. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? Hún býr með mér og spyr hvað sé í matinn og hvort ég ætli ekki örugglega að horfa á leikinn? Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump yrði myrtur. Hver væri stærsta fyrir- sögnin í blaðinu þínu daginn eftir? „Donald Trump myrtur! Hvers eiga Friðrik Dór og Lagarfljótsormurinn að gjalda?“ Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna? Alls ekki. Ég mundi kveikja á kertum, dempa ljósin taka hvítvín úr kælinum og bíða við endann á ganginum í silkislopp þar til hann kæmi fram og segja „velkominn á heimilið mitt.“ Hvað er framundan um helgina? Þorrablót heima í Mývatnssveit. lítt þekkt ættartengsl Þjálfarinn og leikstjórnandinn Janus Daði Smárason Sleikir nú sárin ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Þórir Hergeirsson Hefur verið sigursæll sem þjálfari norska kvennalands- liðsins. Hann er móðurbróðir Janusar Daða Smárasonar, landsliðsmanns. Í slenskir handboltaáhugamenn eru líklega enn í sárum eftir að frábæru tækifæri á Evrópumeist- aramótinu í handknattleik var glutrað niður í vikunni. Einn af þeim sem voru í eldlínunni í Króatíu er Selfyssingurinn Janus Daði Smárason, sem sem spilar sem atvinnumaður hjá liði Álaborgar í dönsku úrvals- deildinni. Færri vita að móður- bróðir Janus- ar Daða hefur einnig getið sér gott orð fyrir af- skipti sín af hand- knattleik. Það er enginn annar en Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir tók við liðinu í apríl 2009 og hefur síðan landað tveimur heimsmeistaratitl- um, þremur Evrópumeistaratitlum og ólympíugulli. Vonandi fær Jan- us Daði fljótlega að upplifa það að fá medalíu um hálsinn í landsliðsbún- ingi líkt og frændi sinn. Ein dugar. s tefnumótaforritið Tinder hefur undanfarin ár notið sívaxandi vinsælda á með- al einhleypra Íslendinga í leit að félagsskap og hugsanlega lífsförunaut. Vinsældirnar virðast ekki ætla að fara minnkandi en forritið er í dag eitt af þeim af allra vinsælustu í netverslun App Store. DV tók saman dæmi um nokkra þekkta íslenska karlmenn sem hafa skráð sig á forritið og gætir þar ýmissa grasa. Almar Steinn Atlason myndlistarnemi (25 ára) Almar varð þjóðþekktur árið 2015 þegar hann dvaldi vikulangt í kassa í húsnæði Listaháskólans, nakinn og allslaus. Hann stund- ar nú nám á þriðja ári í myndlist við LHÍ og á eflaust eftir að vekja frekari athygli fyrir listsköpun sína í framtíðinni. Valdimar Guðmundsson söngvari, lagahöfundur og básúnuleikari (32 ára) Valdimar hefur fyrir löngu heillað þjóðina sem söngvari samnefndr- ar hljómsveitar. Hann var and- lit Reykjavíkurmaraþonsins árið 2016 og gerði aðdáunarverðar breytingar á lífsstíl sínum. Hann mun síðar í vetur reyna fyrir sér á leiklistarsviðinu en hann fer með hlutverk Eddie í uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror. Sigfús Sigurðsson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta (42 ára) Flestir landsmenn kannast við þennan viðkunnanlega harðjaxl sem átti þátt í því að landa sigri karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann sagði skilið við bolt- ann árið 2013 en hefur síðan þá stundað nám við Háskólann í Reykjavík og staðið vaktina í versl- un Fiskikóngsins. Gísli Rúnar Jónsson leikari, leikstjóri og handritshöfundur (64 ára) Gísli Rúnar er einn ástsælasti leik- ari og grínari Íslands alveg frá því hann sló fyrst í gegn sem annar af Kaffibrúsakörlunum á áttunda áratug seinustu aldar. Þá muna ófáir eftir honum sem hroka- fulla flugstjóranum Adolf í kvik- myndinni Stella í orlofi. Róbert Óliver Gíslason leikari og tónlistarmaður (24 ára) Róbert Óliver er útskrifaður úr hinum virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles en svo skemmtilega vill til að hann er einnig sonur Gísla Rúnars. Róbert hefur einnig látið til sín taka á tónlistarsviðinu undanfarið þar sem hann notast við nafnið Royal Gíslason. Rúrik Gíslason knattspyrnu- maður (30 ára) Rúrik er fæddur árið 1988 en hann hefur leikið með íslenska lands- liðinu auk þess sem hann lék með Kaupmannahafnarliðinu frá 2012 til 2015. Hann spilar nú í Þýska- landi með FC Nürnberg. Rúrik hefur látið til sín taka á fleiri sviðum og var til að mynda frambjóðandi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í alþingiskosningunum árið 2016. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður Sölvi hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð sem fjölmiðlamaður en hann er menntaður í sálfræði og fjölmiðlafræði og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og á DV. Hann stundar hugleiðslu af kappi auk þess sem hann hef- ur ferðast víða um heim en hann hefur undanfarna mánuði dvalið í Kaliforníu við handrita- og bók- arskrif. Þekktir íslenskir karlmenn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.