Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 19
Helgarblað 19. janúar 2018 fréttir 19 hafi allt farið lóðrétt niður. „Þetta var hræðilegur tími. Við hefðum óskað þess að hún hefði fengið að vera áfram á Landspítalanum hefðum við vitað þetta. Það fór vel um hana þar og það var kom- ið fram við hana af virðingu. En þarna, ég myndi ekki láta nokkra manneskju í svona aðstæður,“ segja þær og bæta við að þær hafi íhugað að taka mynd af móður sinni en ekki haft það í sér. „Það er meira en að segja það að taka mynd af manneskju sem þér þyk- ir vænt um í svona aðstæðum.“ Þær systur segja að til að gæta allr- ar sanngirni þá hafi hlutirnir virst vera í lagi hjá þeim sjúklingum sem voru í lagi, ef svo má segja, það er, þeir sem gátu látið vita af sér og beðið um aðstoð. Elsa hafi verið orðin það lasin að hún gat það ekki. „Hún gat ekkert af þessu og var þar af leiðandi bara afgangsstærð. Látum vera að þetta hafi gerst í eitt skipti, en ítrekað?“ segja þær og bæta við að í nokkur skipti hafi aðstandendur komið að Elsu þar sem hún hékk fram úr hjólastóln- um sínum eftir að hafa borðað kvöldmat. Að loknum mat hafi fólk verið tekið frá borðinu og sett út á mitt gólf. „Þeir hafa ætlast til þess að hún myndi rúlla sér sjálf frá borðinu en hún var aldeilis ekki fær um það á þessum tímapunkti.“ Hefðu viljað afsökunarbeiðni Þær segja að það sé eitt að missa ættingja, Elsa hafi lifað góðu lífi í 82 ár, eignast mörg börn, verið far- sæl á sínum starfsferli og í einka- lífinu og aðstandendur geti ver- ið þakklátir fyrir það. „En það er ömur legt að þurfa að horfa upp á einhvern í svona niðurlægingu sína síðustu daga. Við hefðum vilj- að fá formlega afsökunarbeiðni, frá Landlækni eða sjúkrahúsinu, og þá hefðum við orðið sáttari. Bara að þeir passi upp á að þetta gerist ekki aftur og skoði hvern- ig vinnubrögðum er háttað. Við hefðum orðið sáttari við það,“ segja þær en á því ári sem liðið er síðan hefur engin afsökunarbeiðni borist. „Landlæknisembættið hef- ur beðið um svör frá Vífilsstöð- um eða Landspítalanum en engin svör hafa borist. Málið er sagt í athugun og svo framvegis.“ Elsa lést þann 24. febrúar 2017 eftir að hafa fengið lungnabólgu. Hún hefði orðið 83 ára í maí það ár. Dæturnar gagnrýna það einnig að aðstandendur hafi ekkert feng- ið að vita um hvað væri verið að gera til að gera líf Elsu bærilegra síðustu vikurnar, til dæmis hvað varðar lyfjagjöf. „Hún var hálf- blind, búin að vera á morfíni allan tímann á Vífilsstöðum, plástrum og sprautum og við höfðum ekki hugmynd um það,“ segja þær. „Þegar við spurðum þá fengum við ekkert að vita, við vorum nán- ustu aðstandendur. Við vorum þau einu sem hún þekkti. Hún gat ekki tjáð sig um neitt,“ segja þær. „Við höfðum beðið ítrekað um fjölskyldufund bæði munn- lega og í tölvupósti til yfirhjúkr- unarfræðings á Vífilsstöðum til þess að fara yfir ástand mála með móður okkar. Við töluðum fyrir daufum eyrum, fjölskyldufundur var þó daginn sem hún dó. Á þeim fundi sagði læknir okk- ur að það hefði aldrei staðið til að hún færi á hjúkrunarheimili, hún myndi deyja á Vífilsstöðum þar sem, samkvæmt mati lækn- is á Landspítala, hún ætti ekki langt eftir. Til hvers var þá verið að láta okkur velja hjúkrunarheim- ili og ræða að hún myndi verða í nokkrar vikur á Vífilsstöðum? Hvers vegna var hún þá ekki tæk á líknardeild Landspítala? Þeim dætrum finnst sárt að hafa þurft að horfa upp á þennan aðbúnað. „Það hvernig var hugs- að um hana, að hún fengi ekki að lifa þessa síðustu daga þannig að lágmarksþörfum væri sinnt. Ef þú færir með hundinn þinn á hunda- hótel og færir til útlanda, kæmir aftur og sæir hann svona vanhirt- an og skítugan þá yrðirðu fúll. Og þetta var manneskja,“ segja þær, en segjast ekki hafa orðið þess áskynja að undirmönnun væri um að kenna. „Við vonum hrein- lega að þetta hafi verið óheppni eða tilviljun. Við viljum ekki vera með það á bakinu að maður hafi ekki lagt sitt af mörkum til að þetta breyttist og fleiri lentu ekki í svipuðum aðstæðum, þetta veki fólk til umhugsunar, sérstaklega þá sem skipuleggja starf á svona stofnunum að það sé fylgst með því og þessir hlutir séu í lagi. Við gerðum okkur grein fyrir því að hún væri veik, hún myndi deyja en það er vont að kveðja hana og horfa upp á þetta. Manni finnst að fólk hljóti að eiga rétt á því að halda þolanlegri reisn þegar það liggur fyrir dauðanum. Það verður að tryggja að fólk sem komið er á þennan stað í lífinu njóti þokka- legrar umönnunar og fái að kveðja með reisn. Það er einnig svo óskap- lega mikilvægt að síðustu minn- ingar aðstandenda séu ekki litaðar af reiði og vanmætti varðandi síð- ustu stundir ástvina þeirra,“ segja dæturnar að lokum. n Brot úr dagBókum Börn Elsu héldu úti dagbók um veikindi hennar, allt frá því að hún fór á Vífilsstaði þann 31. janúar 2017. Hér að neðan birtist brot úr þessum dagbókum en í þeim má meðal annars lesa um upplifun þeirra af Vífilsstöðum. 31. janúar 2017 Þá er komið að því. Mamma fer á Vífilsstaði í dag um kl. 13:00 – við dæturnar ætlum að fara með henni þangað. Ein í bílinn með henni og hinar að ganga frá dótinu hennar og koma því á nýja staðinn. 1. febrúar 2017 Þá er mamma komin á Vífilsstaði á fyrstu hæðina í sérbýli, henni leist ágætlega á staðinn, var vel vakandi þegar hún kom þangað. Fór fram að fá sér kaffi fljótlega eftir komu og lenti þar í afmælisveislu. Vistmenn eru með sitt fasta sæti í matsalnum og er merkt þeim með nafni, einnig herbergin og var búið að merkja stofuna með nafninu hennar. Mamma var ansi þreytt eftir þeytinginn og þegar dæturnar komu aftur seinni partinn þá svaf hún bara, við vorum að kaupa á hana þægileg föt, buxur, peysur, boli og blússur. 1. febrúar 2017 Við fórum sem sagt með mömmu á Vífilsstaði í gær. Húsnæðið ósköp þreytt en ef það fer vel um hana þá skiptir það nú ekki máli […] Kom til hennar kl. 15:15 í dag. Þegar ég kom inn í herbergið hennar var hún á fjórum fótum í rúminu að reyna að komast út úr rúminu. Grindurnar voru uppi svo hún komst ekkert. Ég fór að henni og heilsaði henni og hún strax æ... Hrönn hjálpaðu mér! Hjálpaðu mér... Ég sagði við hana: Ertu að leita að einhverju mamma mín? Nei, ég þarf svo að komast á klósettið sagði hún. Ég dreif mig í að setja grindina niður og hjálpaði henni fram úr og í hjólastólinn eins fljótt og ég gat því hún þurfti virkilega að komast á klósettið. Þegar ég kom fram á ganginn voru tvær starfskonur að spjalla innar á ganginum. Þær kölluðu til mín... hún þarf ekki á klósettið! Hún er nýbúin. Ég sagði: Ef hún vill fara á klósettið, fær hún að fara á klósettið!!! Þær voru nánast móðgaðar! Ég spurði svo þriðju konuna sem var þarna um leið: á hún að nota þetta klósett? Hún svaraði nánast með skætingi: hva er þetta ekki klósett? Jæja... ég hjálpaði mömmu með klósettið og maður minn... hún þurfti sko að pissa! Var alveg í spreng og pissaði helling! Ég var ekkert ægilega glöð yfir starfsfólkinu þarna. 6. febrúar 2017 Fór til mömmu í gær, þá var hún að borða. Kláraði allan matinn en vildi ekki súpuna. Var nokkuð vel vakandi þegar ég kom, en svaraði mér ekki vel. 21. febrúar 2017 Ég fór til mömmu um 15:30, sat hjá henni við rúmið hennar. Hún var vel vakandi en mér finnst ferlegt hvað hún á erfitt. Hún hélt fast í báðar hendurnar á mér, vildi svo mikið tala við mig en getan er lítil […] Mér blöskrar óhreinindin. Hún er búin að vera í sömu buxunum, sem ég benti starfsfólki á um helgina að væru skítugar, í marga daga, blússubolurinn er einnig haugskítugur. Tennurnar eru afar, afar skítugar! Mér finnst þetta ekki hægt. Ég var eiginlega eins og oft áður miður mín eftir þessa heimsókn margra hluta vegna. Það var komin kona inn á herbergið til viðbótar, mömmu er svo sem sama um það en þetta er þó eins manns herbergi! Kannski gleymist hún örlítið minna?? Ég fór heim og hringdi á Vífilsstaði – hugsaði að kannski fær maður meiri athygli þannig en að ræða við starfsfólkið á göngunum, ekki mikið að hlusta! Ég sem sagt hringdi og sagði að mér fyndist ferlegt hvernig útgangur-inn væri, lágmark að skipta um föt á nokkurra daga fresti!!! Afar óhrein þar að auki og svo tennurnar! Hún sagði að það yrði gengið í málið. Ég borðaði og ákvað svo að fara aftur á Vífilstaði. Þá voru liðnir tveir tímar síðan ég var þar. Mamma sat alein og sér í matsalnum, búin að borða […] Ath.!! Það var ekki búið að hjálpa henni í önnur föt eða hreinsa eða annað!! Ég hjálpaði henni að skipta um treyju og við Arna báðum um að hún fengi hjálp við að skipta um buxur og það. Það var gert en bara bara eftir að Arna nánast hvæsti að stúlku sem sagðist nú vera búin að hjálpa henni! Halló! Manneskjan var í hryllilega óhreinum buxum, vægast sagt margbúið að missa í þær. Er það í lagi að maður þurfi að ham-ast í starfsfólki á svona stöðum til þess að fólkið fái lágmarks umönnun, nú er bara verið að tala um þrifnað, maður minnist ekki á eitthvað sem heitir umhyggja eða umönnun á félagslegu eða umhyggjunótunum! Það er ekki á dagskrá. Það virðist þó vera nóg af starfsfólki. „Manni finnst að fólk hljóti að eiga rétt á því að halda þolanlegri reisn þegar það liggur fyrir dauðanum Vífilsstaðir Um er að ræða öldrunardeild fyrir 42 sjúklinga. www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is Einnig: Rúmenía, Georgía & Azerbædsjan ofl. PÁSKAR Á INDLANDI 24. mars – 6. apríl I 13 nætur VERÐ 359 000 kr. Delhi - Agra - Jaipur og 6 dagar á ströndum GOA 9.- 19. ágúst I 10 nætur SIGLING KEISARALEIÐIN VERÐ 307 000 kr. Pétursborg - Moskva VERÐ frá 276 000 kr. FÓTBOLTAHÁTÍÐ Í RÚSSLANDI 15.- 23. júní I 8 nætur Bjarmaland ferðaskrifstofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.