Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 23
Helgarblað 19. janúar 2018 fréttir 23 Lögmenn rifja upp erfið og furðuleg mál Jón Þór Ólason Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Mig langaði alltaf að öðlast fjöl- breytta starfsreynslu. Áður en ég fór í lögmennsku hafði ég starfað í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem aðstoðarmaður dómara, hjá ákæruvaldinu auk þess sem ég byrjaði nánast að kenna við lagadeild Háskóla Íslands frá útskrift. Því lá það beinast við að takast á við lögmennskuna sem er mjög krefjandi en hentar mér mjög vel þar sem ég er mikill keppnismaður að eðlisfari. Fyrsta málið þitt? Fyrsta málið sem ég flutti fyrir dómi varðaði fjárhagslegt uppgjör í tengsl- um við rekstur skemmtistaðar, það er svona hefðbundið skuldamál. Erfiðasta málið? Það fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið „erfitt“. Mál geta verið misjöfn að vöxtum og flækjustigi en ég hef hingað til ekki átt í miklum erfiðleikum með að ná utan um mál sem eru bæði mjög umfangsmikil og í senn flókin. Það eru hins vegar einnig oft skemmtilegustu málin. Furðulegasta málið? Ég man nú ekki eftir neinu máli sem gæti fallið undir þá skilgreiningu að teljast „furðulegt“ en það koma oft upp ýmis atvik sem kunna að þykja spaugileg. Umbjóðendum lögmanna sem lenda í málaferlum þykja mál sín að engu leyti furðuleg, heldur vilja þeir ná fram réttlæti hvað þá varðar. Ég man nú hins vegar eftir því þegar ég var á kúrsus við einn héraðsdómstól landsins, þá fór ég í vettvangsgöngu í landamerkjamáli ásamt dómurum og aðilum málsins. Þar rifust tveir virðulegir eldri bændur í um hálftíma um hvar tiltekin tjörn hefði verið staðsett fyrir einhverjum hundruðum ára, en landamerkin áttu meðal annars að liggja í gegnum miðja tjörnina. Þessi tjörn var sem sagt löngu uppþornuð og raunar útilokað að fullyrða um staðsetningu hennar. En allt að einu þorði enginn að trufla bændurna er urðu sífellt háfleygari í lýsingu á mannkostum hvor annars. Okkur fannst þetta kannski furðuleg uppákoma en fyrir aðila málsins var þetta dauðans alvara. Sætasti sigurinn á ferlinum? Það eru ýmis mál sem koma þar til greina, en ef ég ætti að velja eitt þá væri það gallamál er ég flutti, en sú fasteign sem um ræðir var komin vel til ára sinna. Ég náði fram riftun í mál- inu í gagnsök auk greiðslu skaðabóta. Það eru vægast sagt mjög fá mál þar sem slík niðurstaða hefur fengist í dómsmálum og því var niðurstaðan sérstaklega ánægjuleg fyrir umbjóð- endur mína sem voru með allt undir í málinu. Mest svekkjandi ósigurinn? Það er mál er varðaði forkaupsrétt íslenska ríkisins á Jökulsárlóni sem að mínu viti hafði fallið niður sökum þess að íslenska ríkið hefði beint yfirlýsingu um nýtingu forkaupsréttarins of seint í skilningi laga, en meginreglan er sú að forkaupsréttarákvæði ber að skýra þröngri lögskýringu. Hins vegar var niðurstaða dómsins sú að túlka ákvæðið rýmkandi lögskýringu sem ég tel einfaldlega ranga lögskýringu. En málið er nú til meðferðar hjá Hæsta- rétti og ég trúi raunar ekki öðru en að þar fáist hagfelld niðurstaða. Árni Helgason Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Einfaldlega vegna þess að lögfræðin og svo lögmennskan er einstaklega áhugavert dæmi, þar sem unnið er með fólki á mikil- vægum augnablikum í lífi þess. Þetta snýst um hegðun og hagsmuni fólks og hvernig þeir snúa gagnvart öðrum í samfélaginu; fólki, fyrirtækjum og stjórnvöldum. Stundum er hægt að sameina þessa hagsmuni og semja um úrlausn mála en stundum þarf að leita niðurstöðu fyrir þar til bærum aðilum, dómstólum eða kærunefndum. Fyrsta málið þitt? Við byrjuðum okkar rekstur á því herrans ári 2009 þegar annar hver Íslendingur átti í útistöðum við lánastofnanir og slitabú landsins. Fyrsta málið litaðist af því; ég tók til varna í útburðarmáli fyrir einstakling gegn banka en hafði þó úr heldur litlu að moða og var fyrst og fremst til þess að kaupa smá tíma í málið og reyna sættir. Erfiðasta málið? Það er nú ekkert eitt sem stendur sérstaklega upp úr. En sakamál geta verið mjög erfið og tekið á og líka erfiðar deilur í fjölskyldum. Furðulegasta málið? Það furðulegasta sem ég hef lent í var þegar ég fór einn morguninn fyrir nokkrum árum niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og lagði þar inn stefnu á hendur konu vegna ágreinings um réttmæti reiknings frá iðnaðarmanni sem var minn skjólstæðingur. Málið varðaði ekki háar fjárhæðir en þegar hún mætti fyrir dóminn þá tók hún við stefnunni og hafði ýmis orð um málatilbúnaðinn og gaf honum ekki háa einkunn. Jæja, það var eins og það var og verkefni dagsins héldu áfram og næsta stopp hjá mér þennan morguninn, kannski rúmum hálftíma eftir að ég var niðri í dómi, var að keyra upp í eitt úthverfi borgarinnar þar sem fara átti fram nauðungarsala vegna annars umbjóðanda sem hafði óskað eftir því að ég yrði viðstaddur. Ég legg fyrir utan húsið og hringi bjöllunni. Eftir nokkra stund er opnað og þá kemur til dyra sama konan og ég hafði átt orðaskipti við skömmu áður niðri í héraðsdómi. Við horfum bæði mjög skringilega á hvort annað í smástund og svo átta ég mig loksins á því að ég hafði víxlað stöfum í húsnúmerinu og var því á vitlausum stað. En ég hef alltaf velt því fyrir mér hvað hafi farið í gegnum huga þessarar ágætu konu þegar hún sá mig – sennilega haldið að ég hafi elt hana úr dómnum og ætlað að halda áfram að innheimta reikninginn. Sætasti sigurinn á ferlinum? Sætustu sigrarnir tengdust málum þar sem unnið var fyrir fólk í tengslum við skuldamál í kjölfar hrunsins. Mest svekkjandi ósigurinn? Ég var einu sinni verjandi í sakamáli hjá manni sem hafði verið sakaður um líkamsárás. Við aðalmeðferð málsins gerðist það að sá, sem varð fyrir líkamsárásinni, fullyrti að minn maður hefði ekki ráðist á sig. Það stöðvaði dómarann þó ekki í að dæma minn skjólstæðing sekan. Það skal þó tekið fram að þessari niðurstöðu var snúið við í Hæstarétti. Deilurnar um lónið Árið 2014 hófust deilur um hvaða aðilar myndu fá að byggja upp aðstöðu á jörðinni Felli við Jökulsárlón, einum fjölfarnasta ferðamannastað landsins, samkvæmt deiliskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar. Aðilarnir voru Jökulsárlón ehf. sem átti 23% í jörðinni og Ice Lagoon sem var í samstarfi við meirihluta eigenda jarðarinnar. Jörðin var sett á nauðungarsölu haustið 2016 og keypti félagið Fögrusalir hana á 1,5 milljarða króna. Tveimur mánuðum síðar nýtti íslenska ríkið sér forkaupsrétt á jörðinni en forsvarsmenn Fögrusala töldu frestinn útrunninn og höfðuðu mál. Í nóvember var íslenska ríkið sýknað í héraði en því hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. Vegas-málið Aðfaranótt þriðjudagsins 13. maí árið 1997 brutust út áflog á skemmti- staðnum Vegas við Frakkastíg. Fékk einn maður mikið spark í höfuðið og blæðingu inn á heila. Reynt var að bjarga honum með aðgerð en hann lést á Landspítalanum um sólarhring eftir átökin. Tveir menn, Sverrir Þór Einarsson og Sigurþór Arnarsson, voru ákærðir fyrir að valda dauða mannsins og var Sverrir dæmdur sekur í september sama ár og hlaut tveggja ára fangelsisdóm. Hann áfrýjaði og voru þeir þá báðir dæmdir í Hæstarétti og úrskurðað að Sigurþór hefði átt upptökin að slagsmálunum. Sigurþór áfrýjaði til Mannréttindadómstólsins, vann og fékk endurupptöku málsins. Var uppruna- legi sýknudómurinn staðfestur af Hæstarétti í desember 2012 og fékk Sigurþór síðar dæmdar tæplega 19 milljónir króna í bætur vegna frelsissviptingar. Klámfólki úthýst úr Bændahöllinni Ráðstefna netklámsfyrirtækja, Snow-gathering, átti að fara fram á Radison SAS hótelinu dagana 7. til 11. mars árið 2007 og áætlað var að taka upp myndefni hér á landi. Á meðal þeirra klámstjarna sem boðuðu komu sína voru Daisy Rock, Eva Angel og Sandy Cage. En koma klámfólksins olli úlfaþyt í samfélaginu og eigendur hótelsins ákváðu tveimur vikum fyrir ráðstefnuna að meina fólkinu að halda hana þar. Meðal þeirra sem lögðust gegn ráðstefnunni var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Ekki reyndist mögulegt að finna nýjan stað hér á landi með svo skömmum fyrirvara og auk þess sagði Christina Ponga skipuleggjandi að sennilega myndu aðrir heldur ekki vilja taka við hópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.