Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir
D
ýr Rolex-úr, verðmætir
skartgripir og reiðufé sem
var haldlagt við húsleit lög-
reglu í tengslum við rann-
sókn á starfsemi kampavíns-
klúbbsins Strawberries árið 2013
fór aldrei í geymslu lögreglunn-
ar. Munirnir voru í poka eða tösku
og voru hinir dýru munir teknir á
vettvangi. Lögreglumenn sem tóku
þátt í hinni umdeildu aðgerð voru
margir undir áhrifum áfengis en
þeir eyddu um 1,1 milljón króna
á barnum í sig og stúlkurnar sem
störfuðu á strippstaðnum. DV birt-
ir í dag á vef DV tvö myndskeið sem
sýna lögreglumenn drekka hvern
drykkinn á fætur öðrum, bjór, gin,
vodka og að lokum skáluðu lög-
reglumenn í dýru koníaki. Á mynd-
skeiðum sem DV birtir í dag, föstu-
dag, má sjá lögreglumenn fara í
handtökur eftir að hafa fengið sér
sopa af bjór og svo lagt hann frá sér.
Fyrr um kvöldið höfðu lögreglu-
menn hellt í sig hverjum drykknum
á fætur öðrum.
Forsaga
Árið 2013 sætti Strawberries lög-
reglurannsókn vegna meintrar
vændisstarfsemi og mansals sem
varð til þess að eigandinn, Viðar
Már Friðfinnsson, og fjórir aðr-
ir starfsmenn voru handteknir í
kjölfar rassíu. Við rannsókn máls-
ins voru meðal annars notaðar tál-
beitur þar sem óeinkennisklædd-
ir lögreglumenn fóru inn á staðinn
til að reyna að afhjúpa meinta
ólöglega starfsemi.
Í kjölfarið var staðnum lokað,
hann innsiglaður og húsleit fram-
kvæmd. Tveimur árum síðar, í
júní 2015, lýsti ríkissaksóknari því
yfir að málið hefði verið fellt nið-
ur. Það eina sem eftir stóð af ítar-
legri rannsókn málsins voru meint
stórfelld skattalagabrot Viðars
Más sem ákært var fyrir.
Á mánudag var íslenska ríkið svo
dæmt til að greiða fyrrverandi dyra-
verði á Strawberries 800 þúsund
krónur í miskabætur vegna gæslu-
varðhalds sem hann sætti í tengslum
við rassíu lögreglu. Enn eru þó ekki
öll kurl komin til grafar í þessu máli.
Hlutirnir sem hurfu
DV hefur fjallað ítarlega um mál-
ið en í mars 2017 var greint frá því
að samkvæmt heimildum hefðu
verið haldlögð á Strawberries og
heimili Viðars Más nokkur Rolex-
armbandsúr, bindisnælur, hringar,
hálsmen og annað verðmætt skart,
þar á meðal erfðagripir, og nokkuð
af reiðufé, bæði evrur og dollarar.
Verðmæti þessara muna og lausa-
fjár hleypur á mörgum milljónum
króna samkvæmt heimildum.
Sem fyrr segir var það eina sem
eftir stóð í Strawberries-málinu
meint skattalagabrot Viðars Más,
sem hann var ákærður fyrir síðast-
liðið sumar og hlaut dóm fyrir.
Sá sem skipulagði aðgerðina er
Jón H.B. Snorrason en hann var
þá yfirmaður ákærusviðs og rann-
sóknardeildar á sama tíma og svo
aðstoðarlögreglustjóri. Lögreglu-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu var
þá Stefán Eiríksson. Rannsókn-
in skilaði litlu og hefur verið álits-
hnekkir fyrir embættið. Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, núverandi
lögreglustjóri, hefur samkvæmt
heimildum DV lagt áherslu á að
málið sé gert upp og embættið
læri af þeim mistökum sem forver-
ar hennar gerðu áður en hún tók
við embætti.
Samkvæmt heimildum DV
var það Jón H.B. sem tók þátt í
skipulagningu og Friðrik Smári
Björgvinsson var inni í málinu. Þeir
hafa báðir yfirgefið lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu. Friðrik Smári
er nú hjá héraðssaksóknara sem
mun rannsaka hvarf verðmætanna
og Jón H.B. starfar fyrir ríkissak-
sóknara sem mun taka við málinu
frá héraðssaksóknara sé tilefni til
þess að mati þeirra sem þar starfa.
Jón H.B. svarar
Málið er eins og áður segir um-
deilt og vildi DV leggja spurningar
í mörgum liðum fyrir þá sem komu
að skipulagningu aðgerðarinn-
ar á sínum tíma. Jón H.B. Snorra-
son gerir lítið úr gagnrýnisröddum
í samtali við DV. Friðrik Smári hef-
ur neitað að tjá sig um málið á með-
an það er í rannsókn. Blaðamaður
DV vildi vita hvort lögreglumenn
mættu vera drukknir við störf.
Hver hefði tekið ákvörðun um að-
gerðina og stjórnað henni. Þá eins
hvort að legið hafi fyrir upplýsingar
um vændisstarfsemi á staðnum
eða mansal og hvaða fjárhæðum
lögreglumönnum var úthlutað til
að kaupa áfengi. Væri hugsanlega
hægt að lögsækja lögreglumenn
eða stjórnendur vegna aðkomu
þeirra að málinu? Þá einnig hvort
það hafi staðið til frá upphafi að fara
í handtökur. Þá lék DV forvitni á að
vita hvort hugað hafi verið að stúlk-
unum eftir hina umdeildu aðgerð.
„Ég sé nú enga ástæðu til að
þess að ég svari þessu,“ segir Jón
H.B. í samtali við DV. „Mér finnst
bara umfjöllunin á þeim stað að
ég sé enga ástæðu til að taka þátt
í henni.“
BLM: „Hvað meinarðu, á hvaða
stað?“
Jón: „Nú, þú ert með spurn-
ingar sem mér finnst alveg maka-
lausar og fráleitar. Svörin við þeim
myndu væntanlega snúast um
hvort ég hafi brotið af mér í starfi
n Umdeild rassía lögreglu á Strawberries n Jón H.B.: Engin mistök gerð n DV birtir tvö myndskeið sem sýna lögreglumenn hella í sig áfengi
1 bjór, 2 bjórar, gin og svo koníak
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Svörin
við þeim
myndu væntan-
lega snúast um
hvort ég hafi
brotið af mér í
starfi eða ekki
Ýtt í gólfið
Hér sést þegar
óeinkennisklæddur
lögreglumaður
ýtir dyraverði
Strawberries í gólfið.
Látinn setjast
Hér sést ljósklæddur
lögreglumaður láta
einstakling inni á staðn-
um setjast.
Engin mistök „… með fullri virðingu fyrir þessu málefni þá tel ég ekki að það sé eðlilegt
að ég svari þessu og ég finn mig ekki í að svara málinu á þessum grunni,“ segir Jón H.B.
Snorrason.