Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 36
Brot af því besta Helgarblað 19. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ Að koma í Gullkistuna á Frakkastíg er svolítið eins og að kíkja í kistu fulla af gulli og gersemum. Bak við búðarborðið er hún Dóra Jónsdóttir, núverandi eig- andi og gullsmiður. Dóra man tímana tvenna í sögu gullsmíði á Íslandi en hún byrjaði að læra fagið árið 1949 og hefur starfað í Gullkistunni síðan þá. Gullkistuna má líklega titla sem elsta gullsmíðaverkstæði á Íslandi en það var upphaf- lega stofnað árið 1870 af gull- smiðnum Erlendi Magnússyni. Þá var verslunin staðsett að Þingholtsstræti. Í Gullkistunni hefur verið unnið það góða starf að viðhalda hefðum í skartgripagerð og vinna með gamla víravirkið sem og aldagömul mynstur. Gullkistan er þekktust fyrir smíði á skarti fyrir þjóðbúninga út frá göml- um mynstrum og myndum sem Erlendur safnaði á sínum tíma en mótin, sem gerð voru fyrir sandsteypu, fylgdu verkstæðinu. Enn er farið eftir þessum gömlu mynstrum, en gömlu mótin eru nú komin í varðveislu á Árbæjarsafni. Varðveita þekkinguna Aðspurð hvort gamla hand- verkið sé nokkuð að glatast segir Dóra að það sé síður en svo hætta á því. „Gömlu hefðunum hefur alltaf verið haldið vel við hér á landi. Við höfum haft þónokkra lærlinga hjá okkur sem varð- veita þekkinguna og þannig mun handverkið varðveit- ast áfram um ókomna tíð.“ Ásamt því að vera einn helsti fulltrúi þjóðbúningasilfursins á Íslandi þá sinnir Gullkistan að sjálfsögðu almennri þjón- ustu við gullsmíði svo sem hreinsun og lagfæringu og framleiðir ýmsa fallega gripi út frá eigin hönnum, enda leikur málmurinn í fagmann- legum höndum Dóru. Mynstrin löngu orðin íslensk Eins og áður sagði þá hann- ar Gullkistan meðal annars skart út frá eldgömlum mynstrum sem rekja rætur sínar langt aftur í aldir. Dóra má heita nokkurs konar sérfræðingur í þess- um gömlu mynstrum og hún tekur strax til við að fræða blaðamann um efnið. „Mynd- irnar í mynstrinu segja okkur sögur af riddurum og hetjum í bardögum á þjóðflutn- ingatímanum. Þessi mynstur eru líklega frá miðöldum eða jafnvel eldri og voru að berast hingað smátt og smátt frá meginlandinu. Þeim fylgja engar skýringar og vinna menn hörðum höndum að því að rannsaka uppruna þeirra. Mynstrin eru nú mörg hver löngu orðin ís- lensk þar sem þau hafa verið smíðuð hér í mörg hundruð ár. Dæmi er um stokkabelti á Þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn sem er líklega orðið þrjú hundruð ára gam- alt og svo eru sams konar belti á Þjóðminjasafni Íslands frá 16. öld,“ segir Dóra. Aldagömul stokkabelti og nýmóðins tunnel-lokkar Í Gullkistunni hefur engu verið gleymt og gömlu hefðunum ætíð verið haldið þar við. Hjá Dóru er meðal annars hægt að fá eins stokkabelti og það sem finnst á Þjóðminjasafn- inu í Kaupmannahöfn. Einnig hannar Dóra ný mynstur út frá gömlu mynstrunum og notar við smíðar skarts. Svo smíðar hún einnig ýmiss konar nýmóðins skartgripi af mikilli list. Þess má geta að Dóra hefur ekki látið sitt eftir liggja í „tunnel“-æðinu sem gripið hefur landann að undanförnu, en í Gullkistunni má finna dýrindis silfurlokka sem prýða slík eyrnagöt vel. Verslunin er staðsett á Frakkastíg 10. Opið alla virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 14.00. Sími: 551-3160 Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um verslunina á heima- síðu verslunarinnar. Aldagamlar hefðir og nýmóðins silfursmíð, allt í einni kistu GullKiStAn SMÍðAr EFtir ÞrJú HunDruð ÁrA GöMlu StoKKABElti Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélastillingu KrAFtKort: Það er merkileg stað-reynd að hægt er að auka kraftinn í bílnum og spara eldsneyti með því að uppfæra gögn í tölvu- búnaði. Vélar í nútímabílum nota tölvukerfi við stjórnun vélarinnar. Fjölmargir skynjar- ar nema aðstæður og mata vélartölvu bílsins með upplýs- ingum sem síðan eru notaðar til að stjórna hegðun vélarinn- ar. Þessir skynjarar mæla t.d. lofthita úti, lofthita í soggrein vélarinnar, vatnshita vélarinn- ar, stöðu inngjafar, snúnings- hraða vélar og fjölda annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að beita vélinni sem best við viðkomandi aðstæður. Fyrirtækið Kraftkort, sem staðsett er að Súlunesi 10 í Garðabæ, hefur veitt fjöl- mörgum bílum aukið afl og dregið úr eldsneytisnotkun þeirra með þessari nútíma- legu vélastillingu. Guðmundur rögnvaldsson, sem rekur fyrirtækið ásamt ragnari Má Sigrúnarsyni, útskýrir að- ferðina svo í stuttu máli: „Þetta snýst um það að við lesum bíltölvuna og erum í samstarfi við breskt fyrirtæki sem heitir Viezue technologies og er einn stærsti aðilinn á þessu sviði. Við sendum þeim skrána sem er á vélartölvunni í bílnum. Þeir senda okkur nýja skrá með breyttum stillingum sem við keyrum inn á tölvuna. Forritunin sjálf á sér stað hjá þeim en ekki okkur.“ öll forritin eru prófuð á dyno-bekkjum hjá Viezu til að sannreyna tölurnar sem gefnar eru upp fyrir hvern bíl. Eins og áður segir stuðlar endur- forritunin bæði að auknu afli og meiri sparneytni: „Ef við tökum dísilbíla, þá getum við fengið bæði svokallað Per- formance Map sem lýtur meira að aflaukningu ásamt því að minnka eldsneytisnotkun, og Eco Map, sem veldur minni aflaukningu en meiri eldsneytis- sparnaði og dregur úr mengun frá bílnum,“ segir Guðmundur. Einnig er hægt að endur- forrita vélartölvur í bensínbíl- um en fyrir þá er eingöngu til Performance Map. Með auknu afli erfiðar vélin hins vegar minna og því minnkar eyðsla með sama aksturslagi. Guðmundur tók við starf- semi Kraftkorts í vor en að hans sögn hefur verið boðið upp á þessa þjónustu í nokkur ár. Sem nærri má geta hefur þjón- ustan þróast í gegnum árin: „Bílar eru auðvitað ekki eins og þeir voru fyrir nokkrum árum, það er alltaf að koma eitthvað nýtt og hægt að gera fleira.“ Hér með greininni fylgja nokkur dæmi um bíla sem hafa öðlast endurbætt líf, ef svo má segja, eftir tölvustýrða vélastillingu hjá Kraftkorti. Sem fyrr segir er fyrir- tækið staðsett að Súlunesi 10 í Garðabæ. Heimasíða er kraftkort.net og Face- book-síða www.facebook. com/kraftkortgr. Símanúm- er er 857-0210. Hægt er að panta þjónustu eða fá frekari upplýsingar með því að hringja eða senda skila- boð á Facebook-síðunni. Jafnframt er áhugavert að skoða heimasíðu Viezu Technologies, viezu.com. Þessi 2017 land rover Discovery Sport fékk aflaukningu og fór úr 148 hestöflum í 178 hestöfl, togið fór úr 380 nm í 440 nm. Þessi 2008 Mercedes Benz Axor 1824 fékk aflaukningu og fór úr 231 hestafli í 261 hestöafl, togið fór úr 810 nm í 870 nm, einnig hefur eyðslan farið niður um 15%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.