Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 32
32 fólk - viðtal Helgarblað 19. janúar 2018 V ið erum ekki öll gerð fyrir sömu hlutverk í lífinu, og það á við um öll hlut- verk, líka foreldrahlut- verkið,“ segir Karen Guðnadóttir, 25 ára, sem hefur kosið að sneiða hjá barneignum. Hún hefur feng- ið mismunandi viðbrögð við ákvörðun sinni og bendir á að enn í dag sé litið á móðurhlutverk- ið sem fyrsta og síðasta hlutverk kvenna í lífinu. Raunveruleik- inn sé hins vegar sá að það sama henti ekki öllum og því eigi hver og einn rétt á að lifa lífinu á sín- um forsendum. Bendir hún á að þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé komin eins langt og raun ber vitni þá sé umræðan ennþá afar stöðnuð þegar kemur að konum og móðurhlutverkinu. Umræðan að opnast Hlutfall vestrænna kvenna sem kjósa að eignast ekki börn hefur farið síhækkandi undanfarin ár. Þannig hafa fjölmargar þekktar konur í Hollywood á borð við Jennifer Aniston, Cameron Diaz, Oprah Winfrey og Helen Mirren stigið fram opinberlega og sagt frá ákvörðun sinni um að hafna móð- urhlutverkinu. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum hefur hlutfall barnlausra kvenna farið úr 1 af hverjum 10 upp í 1 af hverjum 5 síðan árið 1970. Á Ítalíu er talið að fjórðungur kvenna hafni barn- eignum. Þá hefur fæðingatíðni í Danmörku hrapað svo mjög að ferðaskrifstofur hafa hrundið af stað auglýsingaherferðinni „Do it for Denmark“ þar sem barnlaus- um pörum er boðinn sérstakur af- sláttur á hótelum og gistiheimil- um með það að markmiði að þau muni geta þar barn. Frjósemi kvenna minni en nokkru sinni fyrr Líkt og fram kom í tölum Hagstofu Íslands í apríl síðastliðnum er frjó- semi kvenna á Íslandi minni en nokkru sinni fyrr og fæddust færri börn árið 2016 en árið á undan. Þá heldur meðalaldur frumbyrja áfram að hækka og var 27,7 ár í fyrra. Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mann- fjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2016 var frjósemi íslenskra kvenna 1,75 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2015 var frjósemi 1,81 en það er næstlægsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverr- ar konu. Frjósemi á Íslandi hefur þó verið með því mesta sem þekk- ist í Evrópu á síðustu árum. Frelsið dýrmætt Í nóvember 2015 ræddi DV við fjórar íslenskar konur um þá ákvörðun þeirra að sneiða hjá barneignum. Ein af þeim er Björk Úlfarsdóttir sem sagði metnað sinn í námi og starfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hún kjósi að sleppa barneignum. „Mín helsta ástæða fyrir að vilja ekki eignast börn er að mín framtíðarsýn hefur alltaf beinst fyrst og fremst að frama mínum. Ég hef alltaf séð fyrir mér að vera mjög metnaðarfull gagnvart fram- tíðarvinnunni minni og finnst börn einfaldlega ekki passa inn í þá mynd. Síðan eru börn að sjálf- sögðu dýr í rekstri en eru þó ekki metin til fjár fyrir foreldrana en ég hef alltaf hugsað mér að eyða pen- ingunum í eitthvað annað. Auk þess er gríðarlega mikil ábyrgð sem fylgir því að ala upp einstak- ling og ég hreinlega get ekki hugs- að mér að koma með manneskju inn í þennan heim.“ Mikilvægt að treysta á innsæið Karen og eiginmaður hennar, Stefán Már Jónasson, hafa verið gift í sex ár og eru í dag búsett í smábæ í suðurhluta Danmerkur. Karen kveðst í raun alltaf hafa vit- að að móðurhlutverkið hentaði henni ekki en nýlega tjáði hún sig um ákvörðun sína í pistli á vef knuz. is. Í samtali við dv.is segir hún það í raun sorglegt að það sé fréttaefni að kona kjósi að eignast ekki börn en það sé til marks um þann hugs- unarhátt sem ríki í samfélaginu. Aðspurð segir hún viðbrögð fólks við ákvörðun hennar aðal- lega lýsa sér í undrun og hneyksl- unarsvip. Einstaklingar af yngri kynslóðinni séu þó móttækilegri fyrir þessum hugsunarhætti en þeir sem eldri eru. Spurningar á borð við „En hver á að sjá um þig í ellinni?“ eru algengar en Karen segir það fáránlegan rök- stuðning fyrir barneignum. „Þarna er ég í raun að dæma hugsunarhátt annarra en í raun verð ég að gera það í þessu til- viki. Það er til dæmis ekki sjálfsagt þegar þú eignast barn að það muni lifa lengur en þú. Eins er það ekki sjálfsagt að ég eigi sjálf eftir að vera gömul. Ég gæti dáið á morgun. Framtíðin er svo óútreiknanleg og við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Eins er algengt að þeir sem kjósa barnleysi fái að heyra að þeir séu að missa af stórkostlegri lífsreynslu. Karen bendir á að það sé margt annað sem hægt er að fara á mis við í lífinu heldur en barneignir. „Málið er líka það að þú get- ur ekki saknað einhvers sem þú hefur aldrei átt. Það er líka hægt að eiga börn og sjá eftir því. Þess vegna verður þú að treysta á inn- sæi þitt hvað þetta varðar, treysta á sjálfan þig í nútímanum. Samfélagslegur heilaþvottur „Einu sinni líkti ég barneignum við dóp. Þá var horft á mig með augum eins og ég væri bara ég veit ekki hvað. Ástæðan fyrir samlík- ingunni er sú að dóp og barn- eignir eru eitthvað sem þú getur ekki prófað og svo hætt við. Í raun eru barneignirnar meiri skuld- binding, því maður hefur heyrt sögur af fólki sem fer í árangurs- ríka meðferð við fíkn. Það er ekki hægt að skila barninu ef þér líkar ekki foreldrahlutverkið. Verstu viðbrögðin sem ég hef feng- ið voru frá barni sem spurði mig hvort að ég hataði börn. Þarna upplifði ég þennan samfélagslega heilaþvott.“ Þá segir hún það annan al- gengan misskilning hjá fólki að konum sem vilji ekki verða mæð- ur hljóti að vera illa við börn. Hjá henni er það andstætt. „Mér finnst náttúran yndisleg og skil fegurðina á vexti fósturs í móð- urkviði þótt ég vilji ekki upplifa það sjálf. Engin tvö eru eins, það kennum við börnunum, en í viss- um hlutum þrýstum við tilteknum viðhorfum upp á samfélagið.“ Karen bendir einnig á hvað þrýstingur samfélagsins varðandi barneignir getur verið særandi, þá sérstaklega fyrir þá sem vilja eiga börn en geta það ekki. „Að benda pörum eða einstak- lingum á að það sé kominn tími á þau eða að segja setningar á borð við „hvenær ætlið þið svo að koma með eitt kríli?“ eru þær leiðinleg- ustu, sorglegustu og fáránlegustu sem ég hef upplifað. Lífið er ekki einhver röð af hlutum sem við eig- um að gera. Í fyrsta lagi: Þú gætir verið að spyrja einhvern sem hef- ur nýlega misst fóstur eða langar í barn og getur það ekki af ýmsum ástæðum. Í öðru lagi: Þetta er mjög persónulegt og kemur þér ekki við.“ Hún segir mikilvægt að láta ekki aðra hafa áhrif á val sitt. „Þetta er þitt líf og ef þínar ákvarðanir særa ekki aðra þá skil ég ekki af hverju þú mátt ekki bara fara þá leið sem þú vilt í lífinu.“ n n Karen er 25 ára og vill ekki verða móðir n Frjósemi íslenskra kvenna aldrei minni Karen mætir fordómum fyrir að vilja ekki eiga börn Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Þú getur ekki saknað einhvers sem þú hefur aldrei átt. Það er líka hægt að eiga börn og sjá eftir því. Þess vegna verður þú að treysta á innsæi þitt hvað þetta varðar, treysta á sjálfan þig í nútímanum. Sátt við lífið Karen og eiginmaður hennar, Stefán Már Jónasson, hafa verið gift í sex ár og kjósa að vera tveggja manna fjölskylda. Sífellt algengara að kjósa barn- leysi Leikkonan Helen Mirren er ein þeirra Hollywood-kvenna sem hafa talað opinskátt um þá ákvörðun sína að eignast ekki börn. Yngri kynslóðin skilningsríkari Aðpurð segir Karen viðbrögð fólks við ákvörðun hennar aðallega lýsa sér í undrun og hneykslunarsvip. Einstaklingar af yngri kynslóðinni séu þó móttækilegri fyrir þessum hugsunarhætti en þeir sem eldri eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.