Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 34
Brot af því besta Helgarblað 19. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ
Við fórum í miklar breytingar og endurbætur á sjoppunni fyrir um einu
og hálfu ári, lokuðum í mánuð
og byggðum staðinn í raun upp
á nýtt. Við gerðum miðpunktinn
í búðinni að ísbúð og núna er
þetta orðin ein af helstu ísbúðum
landsins og gefur stærstu ísbúðun-
um í Reykjavík ekkert eftir. Við erum
með 64 tegundir fyrir bragðaref, 18
tegundir af kúluís og fjórar tegundir
af ís úr vél,“ segir Valgeir Magnússon
hjá Ungó, Hafnargötu 6 í Keflavík. Ís-
inn í Ungó kemur frá Kjörís og er afar
vinsæll.
Ungó er fjölskyldufyrirtæki en
Valgeir keypti staðinn með foreldrum
sínum árið 2004. „Foreldrar mínir eru
farnir út úr þessu en ég rek stað-
inn með eiginkonu minni, Þorgerði
Sigurbjörnsdóttur,“ segir Valgeir. Fyrir
utan ísinn er Ungó þekkt fyrir úrval
af góðum skyndibita, pítsum, ham-
borgurum og pylsum. Vinnandi
fólk í Keflavík sækir sér gjarnan
hádegismat í Ungó og nemendur
úr fjölbrautaskólanum streyma
þangað núna eftir að skólaárið
byrjaði fyrir skömmu. Valgeir býst við
miklum mannfjölda á Ljósanótt sem
haldin verður dagana 30. ágúst til 3.
september.
„Ég hefði ekki getað beðið um betri
staðsetningu fyrir hátíðina en við
erum beint á móti sviðinu og bergið
er beint á móti okkur. Síðan er
þetta alltaf að stækka. Hátíðin
nær hámarki á laugardaginn og
þá þurfum við að vera hérna 10
til 15 í afgreiðslu. Veðrið hefur
reyndar mikið að segja en í fyrra
var sól og blíða og veðurspáin er
góð núna,“ segir Valgeir.
Ungó er líka þekkt fyrir veglegan
nammibar en ólíkt mörgum öðrum
stöðum þá er 50% afsláttur á
nammibarnum ekki bara á laugar-
dögum heldur alla helgina, föstudag,
laugardag og sunnudag.
Opnunartími í Ungó er frá 9 á
morgnana og til 23 á kvöldin á virkum
dögum. Á laugardögum og sunnu-
dögum er opið frá 10 og fram til
miðnættis en á Ljósanótt verður opið
til eitt um nóttina. Ef þú hefur ekki
fengið þér ís í Ungó ennþá er kominn
tími til að prófa – og gestir Ljósanæt-
ur láta ekki ógert að kíkja í Ungó.
Ungó, HaFnaRgötU 6, KEFLaVÍK
Ísinn er þungamiðjan
Ísinn í Ungó er
ekki lítið vinsæll.
nammibarinn er
glæsilegur og það
er 50% afsláttur
þrjá daga í viku.
Starfsmenn fyrirtækis-ins Bortækni
leysa fagmannlega
af hendi öll verkefni,
stór sem smá, á
fljótlegan og skil-
virkan hátt. „Við
höfum rúmlega 36
ára reynslu sem er
dýrmæt og nýtist
viðskiptavinum
okkar vel. Strax í
upphafi var sér-
stök áhersla lögð á
fagleg vinnubrögð
og þrifalega umgengni,“ segir
Halldór Kristjánsson verk-
stjóri.
Nýjustu og bestu tækin
Halldór segir að Bortækni
annist margvísleg verkefni,
eins og til dæmis kjarnabor-
un og steypusögun auk þess
sem fyrirtækið sérhæfir sig
í niðurrifi. „Bortækni hefur á
hátt í fjögurra áratuga ferli
ávallt lagt mikla áherslu á að
veita viðskiptavinum sínum
góða og persónulega þjón-
ustu. Með nýjustu og bestu
fáanlegum tækjum er okkur
kleift að bjóða hraða þjón-
ustu á sanngjörnu verði,“
segir hann.
Leiðandi á íslenskum
verktakamarkaði
„Bortækni hefur verið leið-
andi í íslenskum verktaka-
iðnaði í gegnum tíðina og
ekkert verk er of stórt eða of
smátt fyrir okkur. Í dag erum
við með með 10–12 starfs-
menn sem eru allir búnir að
vera lengi i
faginu. Okkur
er mjög
umhugað um
vinnuöryggi
og heilsu okkar
starfsmanna.
Bortækni vinnur
mikið í heimahúsum við að
saga glugga,
hurðarop og
stiga. Fyrirtækið
tekur einnig að
sér að saga fyrir
hita í gólf og sér
um að rífa allt, eins
og innréttingar, veggi
og gólfefni. Við komum á
staðinn og gerum verðtilboð
þér að kostnaðarlausu,“ segir
Halldór að lokum.
Bortækni ehf., Miðhrauni
14, 210 Garðabær Símar:
567-7570, 693-7700 Net-
fang: bortaekni@bortaekni.is
www.bortaekni.is
Framúrskarandi þjónusta
með nýjustu og bestu tækjum
BORtæKni