Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 26
26 sport Helgarblað 19. janúar 2018 Þ að eru erfiðir tímar í íslensk­ um handbolta, sérstaklega hjá karlalandsliðinu, og hafa verið síðustu ár, sérstaklega ef horft er til þess á hvaða stall liðið var komið hér á árum áður. Liðið vann til verðlauna og komst iðu­ lega langt í flestum stórmótum. Verulega hefur dregið úr slíku og er liðið nú annað Evrópumótið í röð úr leik í riðlakeppni. Liðið komst á stórmót sem er afrek en væntingar Íslendinga til liðsins eru meiri eftir ofdek­ ur síðustu ár. Liðið féll úr leik á Evrópumótinu í Króatíu á þriðju­ dag, verðskuldað. Liðið tapaði gegn slöku liði Serbíu þar sem þjálfari og leikmenn brugðust á ögurstundu. Geir Sveinsson, þjálfari liðsins, er í óvissu með framtíð sína, en hann vildi nýjan samning áður en mótið hófst. HSÍ hafnaði því og sagði að mál­ in yrðu skoðuð eftir mót. Því er óvíst hvort Geir haldi áfram með liðið, hann gerði ágætis hluti á HM í Frakklandi en Evrópumótið í ár voru sár vonbrigði. Forveri hans, Aron Kristjánsson, gerði held­ ur ekki góða hluti og vandamál­ ið líklega stærra en maðurinn sem stendur í brúnni. HSÍ leggst undir feld á næst­ unni og skoðar hvað sé best í stöð­ unni, heimildir DV herma að öllum steinum verði velt innan stjórnar HSÍ sem tekur ákvörðun um mál­ ið og að draumur margra þar sé að fá Guðmund Þórð Guðmundsson aftur til starfa. Guðmundur náði frábærum ár­ angri með liðið síðast, liðið vann til silfurverðlauna á Ólymp íu leik­ un um 2008. Guðmundur stýrir liði Barein í Persaflóanum. Ljóst er að HSÍ getur aldrei borgað sömu laun og Guðmundur fær þar en hann er einn af þeim möguleikum sem koma til greina. n hoddi@433.is Kemur Guðmundur og réttir við skútuna? H eimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst eftir 144 daga í Rússlandi og í fyrsta sinn verður Ísland með á þessum stærsta íþrótta­ viðburði í heimi. Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sig inn á mótið í október í fyrra og síðan þá hefur knattspyrnuáhugafólk verið að telja niður. Nú þegar farið er að styttast í mótið byrjar Heimir Hall­ grímsson landsliðsþjálfari að velta hlutunum fyrir sér. Landsliðið var að klára verkefni í Indónesíu þar sem minni spámenn fengu að sýna sig og sanna, sumir nýttu tækifær­ ið en aðrir ekki. Landsliðið lék tvo leiki við heimamenn þar sem Al­ bert Guðmundsson skoraði þrennu í síðari leiknum. Þrenna Alberts breytir talsverðu Þrenna Alberts á dögunum í Indónesíu breytir talsverðu, hann hefur stimplað sig inn þótt andstæðingurinn hafi verið slak­ ur. Albert er í hópi tíu leikmanna sem hafa skorað þrennu í lands­ leik, afrekið er því magnað. Ís­ land hefur í mörg skipti spilað við slaka andstæðinga og að skora þrennu er ekki hrist fram úr erminni. Albert sem verður 21 árs á árinu hefur með þessu komið sér inn í myndina þegar Heimir velur 23 leikmenn fyrir Rússlandsförina. Bæði er hægt að velja Albert sem miðjumann og sóknarmann. Ótrúlega margir framherjar Ótrúlega margir framherjar eru í boði fyrir Heimi að taka með til Rússlands (sjá í boxi). Alfreð Finn­ bogason getur byrjað að pakka í töskur fyrir Rússland svo lengi sem hann helst heill heilsu, sömu sögu er að segja af Jóni Daða Böðvars­ syni, en síðan flækist myndin tals­ vert. Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson hafa átt nokkuð öruggt sæti í hópn­ um undanfarið en þeirra plássi gæti verið ógnað, nánast er öruggt að annar þeirra fari með til Rúss­ lands, en Viðar eða Björn gætu þurft að bíta í það súra epli að fara ekki. Kjartan Henry Finnbogason hefur nýtt tækifæri sín með lands­ liðinu mjög vel og kemur vel til greina, þrenna Alberts kemur honum svo inn í myndina. Eins og fyrr segir gæti Albert komið inn sem miðjumaður og því yrðu áfram fjórir framherjar í hópnum. Hvað gerir Kolbeinn? Íslensk knattspyrnuáhugafólk bíð­ ur spennt eftir hverjum þeim tíð­ indum sem berast af Kolbeini Sigþórssyni, framherja Nantes. Kolbeinn hefur ekki spilað knattspyrnu síðan í ágúst árið 2016 eða rétt eftir Evrópumótið í Frakk­ landi. Fréttirnar sem nú berast af Kolbeini eru jákvæðar. Hann fór til Katar í meðhöndlun og æfingar Sjóðheitir sóknarmenn setja pressu á Heimi HSÍ hefur áhuga á að ræða við Guðmund um að taka að sér starfið Frábær árangur Guðmundur stýrði gullaldarliði Íslands á sínum tíma. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is n Jákvæð tíðindi fyrir íslenskt knattspyrnu áhugafólk n Barist um HM sæti Sóknarmenn sem vilja komast á HM Sjóðheitir Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu gegn Stevenage í síðasta leik sínum. Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Indónesíu í síðasta leik sínum. Alfreð Finnbogason skoraði þrennu gegn Freiburg í síðasta leik sínum. Viðar Örn Kjartansson skoraði tvennu gegn Maccabi Haifa í síðasta leik sínum. Björn B. Sigurðarson skoraði tvennu í síðasta leik sínum gegn Sarpsborg 08. Aðrir sem koma til greina Kjartan Henry Finnbogason (Horsens) Kolbeinn Sigþórsson (Nantes) Kristján Flóki Finnbogason (Start) Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg) Hvar enda þeir? n Kolbeinn Sigþórsson, fram­ herji Nantes í Frakklandi, gæti mögulega yfirgefið félag­ ið á næstu vikum. Kolbeinn hefur verið í læknisskoðun í Frakklandi en hann lék síðast knattspyrnu fyrir einu og hálfu ári. Líklegt er að Kolbeinn fái lítið að spila með Nantes nái hann fullri heilsu, það er því líklegt að hann færi sig um set á næstunni en fréttir um heilsu hans hafa verið góðar. Fram­ herjinn fór til æfinga í Katar á dögunum og komst vel frá þeim. Kolbeinn lék síðast með landsliðinu á EM í Frakklandi en nái hann heilsu ætti hann að komast með til Rússlands á heimsmeistaramótið. n Viðar Örn Kjartansson gæti far­ ið frá Maccabi Tel Aviv á næstu dögum eða vikum sam­ kvæmt heim­ ildum DV. Lið í þýsku úr­ valsdeildinni sýna áhuga á að kaupa Við­ ar sem hefur raðað inn mörk­ um í Ísrael. Hann er eftirsóttur biti og gæti endað í Þýskalandi á næstu dögum. Sagt er að Maccabi fari fram á sjö milljónir evra fyrir þennan öfluga leikmann. n Tveir íslenskir landsliðsmenn gætu yfirgefið lið sín í næstefstu deild Englands. Hörður Björg­ vin Magnússon hefur fengið að spila mikið með Bristol City síðustu vikur en Rostov í Rúss­ landi reynir nú að kaupa hann. Rostov vildi Hörð síðasta sumar en pappírarnir fóru ekki í gegn á réttum tíma. Möguleiki er á að hann fari nú og þá gæti Birkir Bjarnason farið frá Aston Villa. Staða hans hefur verið erfið en góð innkoma í síðasta leik gæti breytt stöðu hans. Birkir gæti fengið stærra hlutverk á næst­ unni og haldið áfram að spila fyrir risann í Birmingham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.